Innlent

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leggur aukna áherslu á hatursglæpi

Birgir Olgeirsson skrifar
Eyrún Eyþórsdóttir, lögreglufulltrúi og mannfræðingur, hefur verið fengin til að sinna þróunarverkefni sem snýr að málum sem varða hatursglæpi.
Eyrún Eyþórsdóttir, lögreglufulltrúi og mannfræðingur, hefur verið fengin til að sinna þróunarverkefni sem snýr að málum sem varða hatursglæpi. Vísir/GVA
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákveðið að leggja sérstaka áherslu á hatursglæpi og hefur fengið Eyrúnu Eyþórsdóttur, lögreglufulltrúa og mannfræðing, til að sinna þróunarverkefni sem snýr að málum sem varða slíka glæpi.

Er verkefninu ætlað að auka þjónustustig lögreglunnar með því að leggja sérstaka áherslu á málaflokkinn og mun Eyrún leita í smiðju lögregluembætta nágrannalandanna sem hafa sinnt málaflokknum vel um tíma, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni sem má lesa í heild hér fyrir neðan:

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið Eyrúnu Eyþórsdóttur, lögreglufulltrúa og mannfræðing, til að sinna þró...

Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Friday, January 15, 2016

Tengdar fréttir

Fylgist með uppgangi öfgahópa á Íslandi

Eyrún Eyþórsdóttir mun aðstoða við að bera kennsl á hatursglæpi og kortleggja áhættuhópa hér á landi. Hún segir nauðsynlegt að taka glæpina föstum tökum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×