Neyðaráætlun þarf fyrir fatlaða segir formaður Þroskahjálpar Svavar Hávarðsson skrifar 18. janúar 2016 07:00 Ofbeldi gegn fötluðu fólki er alþjóðlegt vandamál sem allt of víða er látið grassera án aðgerða. Mikið verk þarf að vinna áður en hægt er að segja að ríkisvaldið hafi gert allt sem í þess valdi stendur til að tryggja öryggi og réttarvernd fatlaðs fólks. Svo alvarleg er staðan á Íslandi varðandi grundvallarréttindi fatlaðra í þessu tilliti að sérstök neyðaráætlun til úrbóta þarf að koma til strax. Þetta er álit Bryndísar Snæbjörnsdóttur, formanns Landssamtakanna Þroskahjálpar, í ljósi svars Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Steinunnar Þóru Árnadóttur, þingmanns Vinstri grænna, um ofbeldi gegn fötluðu fólki og viðbrögð við því, sem Fréttablaðið fjallaði um á laugardag. Þar kemur fram að engar samræmdar vinnu- eða verklagsreglur eru til hjá lögreglunni í landinu um viðbrögð þegar grunur kemur upp um ofbeldi gegn fötluðu fólki. Eins gefur svarið ástæðu til að halda að fræðslu sé ábótavant um ofbeldisbrot þessi þegar fagmenntun lögreglumanna og dómara er annars vegar.Bryndís SnæbjörnsdóttirBryndís segir það umhugsunarefni að til að vekja umræðu um þessi mikilvægu mannréttindi, og til að fá viðbrögð stjórnvalda, hafi konur sem sætt höfðu ítrekuðu kynferðisofbeldi þurft að segja frá ömurlegri reynslu sinni fyrir framan alþjóð – og vísar þar til umfjöllunar í Kastljósi um sumardvalarheimilið Nýjabæ fyrr í vetur. „Það má velta því fyrir sér hvort það að verja borgarana fyrir ofbeldi sé ekki ein af meginskyldum ríkisvaldsins. Það er því full ástæða til að setja tafarlaust í gang neyðaráætlun til að tryggja vernd fatlaðs fólks fyrir ofbeldi, ætli stjórnvöld að standa við skuldbindingar sínar gagnvart fólkinu í landinu, öllu fólki,“ segir Bryndís sem bætir við að ekki sé tryggt að lögreglurannsóknir taki mið af sérstökum þörfum fatlaðs fólks sem aftur getur leitt til að síður verði ákært vegna meintra ofbeldisbrota gegn því. Þá virðist meðferð mála ekki alltaf sniðin að sérstökum þörfum sem fatlað fólk kann að hafa, sem aftur leiðir til þess að mál meintra sakamanna dagar uppi. Þroskahjálp samþykkti sérstaka ályktun um vernd fatlaðs fólks gegn misnotkun og ofbeldi á landsþingi sínu í október. Þar voru lögreglu- og dómsmálayfirvöld hvött til að setja skýrar verklagsreglur um hvernig bæta megi réttarvernd fatlaðs fólks, „enda sterkar vísbendingar um að fólk með þroskahömlun njóti ekki verndar réttarkerfisins með sama hætti og þeir sem ófatlaðir eru.“ Ofbeldið alþjóðlegur vandiOfbeldi sem beinist gegn fötluðu fólki er þekkt og viðurkennt vandamál um allan heim. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks frá árinu 2007 leggur mikla áherslu á skyldur ríkja til að verja fatlað fólk almennt, og konur og börn sérstaklega fyrir ofbeldi. Ísland skrifaði undir samninginn árið 2007 og vinnur nú að fullgildingu hans. Það þýðir að ríkið verður að tryggja að öll lög og stjórnsýsluframkvæmd á Íslandi uppfylli kröfur og skilyrði sem samningurinn mælir fyrir um. Í samningnum er lögð sérstök áhersla á að stjórnvöld tryggi fötluðu fólki aðgang að réttarkerfinu (lögreglurannsóknir, ákæruvald, dómstólar, refsingar/fangelsi) og vernd réttarkerfisins til jafns við aðra, „meðal annars með því að laga málsmeðferð alla að þörfum þess“. Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Sjá meira
Mikið verk þarf að vinna áður en hægt er að segja að ríkisvaldið hafi gert allt sem í þess valdi stendur til að tryggja öryggi og réttarvernd fatlaðs fólks. Svo alvarleg er staðan á Íslandi varðandi grundvallarréttindi fatlaðra í þessu tilliti að sérstök neyðaráætlun til úrbóta þarf að koma til strax. Þetta er álit Bryndísar Snæbjörnsdóttur, formanns Landssamtakanna Þroskahjálpar, í ljósi svars Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Steinunnar Þóru Árnadóttur, þingmanns Vinstri grænna, um ofbeldi gegn fötluðu fólki og viðbrögð við því, sem Fréttablaðið fjallaði um á laugardag. Þar kemur fram að engar samræmdar vinnu- eða verklagsreglur eru til hjá lögreglunni í landinu um viðbrögð þegar grunur kemur upp um ofbeldi gegn fötluðu fólki. Eins gefur svarið ástæðu til að halda að fræðslu sé ábótavant um ofbeldisbrot þessi þegar fagmenntun lögreglumanna og dómara er annars vegar.Bryndís SnæbjörnsdóttirBryndís segir það umhugsunarefni að til að vekja umræðu um þessi mikilvægu mannréttindi, og til að fá viðbrögð stjórnvalda, hafi konur sem sætt höfðu ítrekuðu kynferðisofbeldi þurft að segja frá ömurlegri reynslu sinni fyrir framan alþjóð – og vísar þar til umfjöllunar í Kastljósi um sumardvalarheimilið Nýjabæ fyrr í vetur. „Það má velta því fyrir sér hvort það að verja borgarana fyrir ofbeldi sé ekki ein af meginskyldum ríkisvaldsins. Það er því full ástæða til að setja tafarlaust í gang neyðaráætlun til að tryggja vernd fatlaðs fólks fyrir ofbeldi, ætli stjórnvöld að standa við skuldbindingar sínar gagnvart fólkinu í landinu, öllu fólki,“ segir Bryndís sem bætir við að ekki sé tryggt að lögreglurannsóknir taki mið af sérstökum þörfum fatlaðs fólks sem aftur getur leitt til að síður verði ákært vegna meintra ofbeldisbrota gegn því. Þá virðist meðferð mála ekki alltaf sniðin að sérstökum þörfum sem fatlað fólk kann að hafa, sem aftur leiðir til þess að mál meintra sakamanna dagar uppi. Þroskahjálp samþykkti sérstaka ályktun um vernd fatlaðs fólks gegn misnotkun og ofbeldi á landsþingi sínu í október. Þar voru lögreglu- og dómsmálayfirvöld hvött til að setja skýrar verklagsreglur um hvernig bæta megi réttarvernd fatlaðs fólks, „enda sterkar vísbendingar um að fólk með þroskahömlun njóti ekki verndar réttarkerfisins með sama hætti og þeir sem ófatlaðir eru.“ Ofbeldið alþjóðlegur vandiOfbeldi sem beinist gegn fötluðu fólki er þekkt og viðurkennt vandamál um allan heim. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks frá árinu 2007 leggur mikla áherslu á skyldur ríkja til að verja fatlað fólk almennt, og konur og börn sérstaklega fyrir ofbeldi. Ísland skrifaði undir samninginn árið 2007 og vinnur nú að fullgildingu hans. Það þýðir að ríkið verður að tryggja að öll lög og stjórnsýsluframkvæmd á Íslandi uppfylli kröfur og skilyrði sem samningurinn mælir fyrir um. Í samningnum er lögð sérstök áhersla á að stjórnvöld tryggi fötluðu fólki aðgang að réttarkerfinu (lögreglurannsóknir, ákæruvald, dómstólar, refsingar/fangelsi) og vernd réttarkerfisins til jafns við aðra, „meðal annars með því að laga málsmeðferð alla að þörfum þess“.
Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Sjá meira