Lífið

Gulli byggir leitar að verkefnum í nýja þáttaröð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gulli Helga er umsjónarmaður þáttarins.
Gulli Helga er umsjónarmaður þáttarins. vísir
Gunnlaugur Helgason, umsjónarmaður þáttarins Gulli Byggir, leitar nú að verkefnum sem taka ekki lengri tíma en þrjá til fjóra mánuði í framkvæmd og verður síðan fjallað um þau verkefni í þáttunum á Stöð 2 í haust.

„Stundum er það þannig að þú leggur af stað í verkefni sem þú telur að taki ekki meira en þrjár vikur en hún endar í þremur mánuðum.  Í síðustu þáttaröð voru við með fjölbreytt verkefnaval og það er í raun það sem okkur vantar, viðgerð á handriði, garðskáli, heilt einingahús, lagfæring á húsi í Stykkishólmi og margt fleira,“ segir Gulli.

Hann segir að nú ætli hann sér að fylgjast með verkefnunum og leggja til ákveðna aðstoð og fer sú aðstoð í raun bara eftir umfangi þeirra.

„Þeir sem hafa áhuga á að vera með gera senda tölvupóst með hugmyndum að verkefnum á gullibyggir@stod2.is fyrir 15. janúar.  Bara skrifa einfalda lýsingu á verkefninu og ekki er verra að fá sendar myndir líka.“


Tengdar fréttir

Dæmi um að asbest sé losað í venjulega ruslagáma

Fólk getur þurft að greiða hátt í hundrað þúsund krónur fyrir förgun á asbesti. Efnið er baneitrað en hætt er við að farið sé á svig við reglur um förgun vegna hás kostnaðar eða vanþekkingar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×