Tónlist

Platan frá Adele hefur selst í fleiri eintökum en FIFA 16

Stefán Árni Pálsson skrifar
Breska söngkonan Adele.
Breska söngkonan Adele. Vísir/Getty
Adele sló rækilega í gegn undir lok ársins og sló hún hvert metið á fætur öðru með plötunni sinni 25. Platan er mest selda afþreyingarefni ársins 2015 og seldi hún fleiri eintök en FIFA 16 tölvuleikurinn sem kom einnig út á árinu.

Platan 25 kom út sex vikum fyrir lok ársins 2015 og hefur hún nú selst í 2,6 milljónum eintaka, ef horft er til geisladiskasölu og sölu á stafrænum eintökum.

Í öðru sæti á listanum er tölvuleikurinn FIFA 16 sem seldist í 2,5 milljónum eintaka og í þriðja sætinu er einnig tölvuleikur, Call Of Duty: Black Ops III.

Hér að neðan má sjá listann í heild sinni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×