Réttir að hefjast um land allt Snærós Sindradóttir skrifar 10. september 2016 06:00 Sextíu réttir fara fram um helgina um allt land. Í mörgum þeirra er áhugasömum velkomið að koma og hjálpa til við að draga í dilka. Vísir/Valli „Ég er einmitt í göngum núna. Ég fer bara hingað upp á hól svo ég sjái yfir,“ sagði Jóhannes H. Ríkharðsson, bóndi á Brúnastöðum í Fljótum, þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Samkvæmt talningu Bændablaðsins verða sextíu réttir haldnar um land allt um helgina, 35 í dag, laugardag, og 25 á morgun, sunnudag. Það getur verið nokkrum vandkvæðum bundið að smala snemma árs í jafn hlýju veðri og verið hefur undanfarið um land allt. Ástæðan er sú að kindurnar vilja síður koma niður af fjallinu þegar vel viðrar. Þegar kólnar í veðri færa þær sig hægt og rólega niður fjallið og eru þá nær réttinni. „Þær eru alveg lausar við að vilja koma heim. Mér sýnist þær vera lengst uppi á eggjum í grjóti einhvers staðar. Þær hafa engan áhuga á því að koma heim strax,“ segir Jóhannes. Í Fljótum er alltaf smalað aðra helgina í september. „Við erum að smala þrjár eða fjórar helgar í röð svo við komumst þokkalega yfir það sem við erum að gera. Svo þarf að koma lömbunum í slátrun sem er orðið mjög skipulagt þannig að það eru ekki margir dagar í boði.“ Í lok smalatíðar er svo venjan að slá upp heljarinnar réttaballi. Í Fljótum fer ballið fram í félagsheimilinu Ketilási. „Það er eins mikið stuð og það getur orðið. Við réttum núna þrjá daga í röð og svo er aðalréttin okkar við hliðina á félagsheimilinu þannig að það er stutt á ballið. Það mega allir koma á ballið en það er mest stuðið í þeim sem hafa verið lengst í göngum og eru orðnir þreyttastir. Þeir verða að halda sér á dansgólfinu því annars sofna þeir bara.“ Á réttarballinu koma allir aldurshópar saman. Jóhannes má ekki vera að því að spjalla lengur því hann á fullt í fangi með ærnar. „Þær eru að gera árás á mig.“ Upplýsingar um réttir landsins um helgina má nálgast á vef Bændasamtakanna, bbl.is. Í mörgum þeirra eru gestir velkomnir að aðstoða en best er að hringja á undan sér. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Sjá meira
„Ég er einmitt í göngum núna. Ég fer bara hingað upp á hól svo ég sjái yfir,“ sagði Jóhannes H. Ríkharðsson, bóndi á Brúnastöðum í Fljótum, þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Samkvæmt talningu Bændablaðsins verða sextíu réttir haldnar um land allt um helgina, 35 í dag, laugardag, og 25 á morgun, sunnudag. Það getur verið nokkrum vandkvæðum bundið að smala snemma árs í jafn hlýju veðri og verið hefur undanfarið um land allt. Ástæðan er sú að kindurnar vilja síður koma niður af fjallinu þegar vel viðrar. Þegar kólnar í veðri færa þær sig hægt og rólega niður fjallið og eru þá nær réttinni. „Þær eru alveg lausar við að vilja koma heim. Mér sýnist þær vera lengst uppi á eggjum í grjóti einhvers staðar. Þær hafa engan áhuga á því að koma heim strax,“ segir Jóhannes. Í Fljótum er alltaf smalað aðra helgina í september. „Við erum að smala þrjár eða fjórar helgar í röð svo við komumst þokkalega yfir það sem við erum að gera. Svo þarf að koma lömbunum í slátrun sem er orðið mjög skipulagt þannig að það eru ekki margir dagar í boði.“ Í lok smalatíðar er svo venjan að slá upp heljarinnar réttaballi. Í Fljótum fer ballið fram í félagsheimilinu Ketilási. „Það er eins mikið stuð og það getur orðið. Við réttum núna þrjá daga í röð og svo er aðalréttin okkar við hliðina á félagsheimilinu þannig að það er stutt á ballið. Það mega allir koma á ballið en það er mest stuðið í þeim sem hafa verið lengst í göngum og eru orðnir þreyttastir. Þeir verða að halda sér á dansgólfinu því annars sofna þeir bara.“ Á réttarballinu koma allir aldurshópar saman. Jóhannes má ekki vera að því að spjalla lengur því hann á fullt í fangi með ærnar. „Þær eru að gera árás á mig.“ Upplýsingar um réttir landsins um helgina má nálgast á vef Bændasamtakanna, bbl.is. Í mörgum þeirra eru gestir velkomnir að aðstoða en best er að hringja á undan sér.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Sjá meira