Sjálfstæðismenn í basli með tölurnar í Suðurkjördæmi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. september 2016 23:38 Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra berst við Pál Magnússon um fyrsta sætið í kjördæminu. Vísir/Anton Brink Útlit er fyrir að fyrstu tölur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi birtist ekki fyrr en í fyrsta lagi á miðnætti. Talning fer fram á Selfossi og hefur gengið illa sé miðað við upplýsingar frá flokknum í kvöld. Beðið er eftir fyrstu tölum með töluverðri eftirvæntingu þar sem Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra og Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri, etja kappi. Talning fer fram á Selfossi fyrir Suðurkjördæmi. Því miður getum við ekki birt fyrstu tölur fyrr en á miðnætti.— Sjálfstæðisflokkur (@sjalfstaedisfl) September 10, 2016 Kjörstaðir í Suðurkjördæmi lokuðu klukkan 18 eins og í Suðvesturkjördæmi þar sem úrslit eru ljós. Mikið hefur verið fjallað um úrslitin þar sem Bjarni Benediktsson hlaut yfirburðarkosningu en engin kona náði inn á lista efstu fjögurra. Fyrstu tölur í Suðvesturkjördæmi voru birtar í kvöldfréttum RÚV klukkan 19 en tilkynnt að von væri á tölum úr suðrinu síðar í kvöld. Í framhaldinu hrundi vefur flokksins, XD.is, og tilkynnt að tölur úr Suðurkjördæmi kæmu ekki strax.Á ellefta tímanum var svo tilkynnt að fyrstu tölur í kjördæminu myndu birtast klukkan 23. Nú er hins vegar ljóst, af nýjustu tilkynningu Sjálfstæðismanna á Twitter, að fyrstu tölur koma ekki fyrr en á miðnætti. Ekki liggur fyrir hvers vegna svo mikil töf hefur orðið á talningu en ekki náðist í Þórð Þórarinsson, framkvæmdastjóra flokksins, við vinnslu fréttarinnar. Sjálfstæðismenn hafa húmor fyrir töfinni eins og sjá má á þeirra nýjasta tísti.pic.twitter.com/9KXAKtj1QI— Sjálfstæðisflokkur (@sjalfstaedisfl) September 10, 2016 Fólk er virkilega farið að lengja eftir tölum úr Suðurkjördæmi.@sjalfstaedisfl Nokkrar mínútur.— Sjálfstæðisflokkur (@sjalfstaedisfl) September 11, 2016 Uppfært klukkan 01:15Fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi voru birtar um klukkan hálf eitt. Páll Magnússon hefur nokkuð öruggt forskot í fyrsta sæti. Stuðningsmenn hans fagna í Eyjum eins og lesa má nánar um hér. Ásmundur Friðriksson er í öðru sæti, Vilhjálmur Árnason í því þriðja og Ragnheiður Elín fjórða. Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Sjálfstæðiskonur ósáttar við ósýnileika og vilja breytingar Skorað er á kjördæmisráð flokksins í suðvesturkjördæminu að samþykkja ekki listann óbreyttan. 10. september 2016 22:33 Karlar í fjórum efstu sætum Sjálfstæðisflokksins í Kraganum Bjarni Ben efstur en Elín Hirst nær ekki sæti á listanum. 10. september 2016 19:31 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
Útlit er fyrir að fyrstu tölur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi birtist ekki fyrr en í fyrsta lagi á miðnætti. Talning fer fram á Selfossi og hefur gengið illa sé miðað við upplýsingar frá flokknum í kvöld. Beðið er eftir fyrstu tölum með töluverðri eftirvæntingu þar sem Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra og Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri, etja kappi. Talning fer fram á Selfossi fyrir Suðurkjördæmi. Því miður getum við ekki birt fyrstu tölur fyrr en á miðnætti.— Sjálfstæðisflokkur (@sjalfstaedisfl) September 10, 2016 Kjörstaðir í Suðurkjördæmi lokuðu klukkan 18 eins og í Suðvesturkjördæmi þar sem úrslit eru ljós. Mikið hefur verið fjallað um úrslitin þar sem Bjarni Benediktsson hlaut yfirburðarkosningu en engin kona náði inn á lista efstu fjögurra. Fyrstu tölur í Suðvesturkjördæmi voru birtar í kvöldfréttum RÚV klukkan 19 en tilkynnt að von væri á tölum úr suðrinu síðar í kvöld. Í framhaldinu hrundi vefur flokksins, XD.is, og tilkynnt að tölur úr Suðurkjördæmi kæmu ekki strax.Á ellefta tímanum var svo tilkynnt að fyrstu tölur í kjördæminu myndu birtast klukkan 23. Nú er hins vegar ljóst, af nýjustu tilkynningu Sjálfstæðismanna á Twitter, að fyrstu tölur koma ekki fyrr en á miðnætti. Ekki liggur fyrir hvers vegna svo mikil töf hefur orðið á talningu en ekki náðist í Þórð Þórarinsson, framkvæmdastjóra flokksins, við vinnslu fréttarinnar. Sjálfstæðismenn hafa húmor fyrir töfinni eins og sjá má á þeirra nýjasta tísti.pic.twitter.com/9KXAKtj1QI— Sjálfstæðisflokkur (@sjalfstaedisfl) September 10, 2016 Fólk er virkilega farið að lengja eftir tölum úr Suðurkjördæmi.@sjalfstaedisfl Nokkrar mínútur.— Sjálfstæðisflokkur (@sjalfstaedisfl) September 11, 2016 Uppfært klukkan 01:15Fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi voru birtar um klukkan hálf eitt. Páll Magnússon hefur nokkuð öruggt forskot í fyrsta sæti. Stuðningsmenn hans fagna í Eyjum eins og lesa má nánar um hér. Ásmundur Friðriksson er í öðru sæti, Vilhjálmur Árnason í því þriðja og Ragnheiður Elín fjórða.
Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Sjálfstæðiskonur ósáttar við ósýnileika og vilja breytingar Skorað er á kjördæmisráð flokksins í suðvesturkjördæminu að samþykkja ekki listann óbreyttan. 10. september 2016 22:33 Karlar í fjórum efstu sætum Sjálfstæðisflokksins í Kraganum Bjarni Ben efstur en Elín Hirst nær ekki sæti á listanum. 10. september 2016 19:31 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
Sjálfstæðiskonur ósáttar við ósýnileika og vilja breytingar Skorað er á kjördæmisráð flokksins í suðvesturkjördæminu að samþykkja ekki listann óbreyttan. 10. september 2016 22:33
Karlar í fjórum efstu sætum Sjálfstæðisflokksins í Kraganum Bjarni Ben efstur en Elín Hirst nær ekki sæti á listanum. 10. september 2016 19:31