Sáttasemjari segir ólgu ríkja á vinnumarkaði Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. nóvember 2016 07:00 Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari bendir á að traust sé forsenda þess að hægt sé að byggja upp nýtt samningsmódel á vinnumarkaði. vísir/ernir „Staðan er vissulega alvarleg. Það er alveg ljóst mál að það er mikil ólga sem birtist meðal annars í þessum tvífelldu samningum hjá kennurum og svo eru sjómenn í verkfalli,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari. Sjómenn fóru í verkfall í fyrrakvöld og kjaradeilu kennara hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. Bryndís ræddi nýtt íslenskt samningslíkan að norrænni fyrirmynd á málþingi sem fram fór í gær. Hún sagði meðal annars að norrænu líkönin héngu saman á einu hugtaki, trausti. Þar vísaði hún annars vegar til trausts á milli aðila á vinnumarkaði innbyrðis og svo trausts milli vinnumarkaðarins og stjórnvalda. „Og ef til vill má bæta við trausti almennings á því að allir séu að róa í sömu átt,“ segir hún. Hún benti á nýjustu traustskönnun Gallup sem bendir til þess að lykilstofnanir og stjórnmál í landinu eigi nokkuð í land með að endurheimta það traust sem hefur tapast. Aðspurð hvort nýr úrskurður kjararáðs, þar sem alþingismönnum var úthlutuð 45 prósenta launahækkun, ylli henni áhyggjum vísaði hún til orða forystumanna aðila vinnumarkaðarins. „Það er viðfangsefni stjórnmálanna að meta hvort það sé ástæða til þess að gera eitthvað í því máli,“ sagði hún um það hvort breyta þyrfti úrskurðinum. „Ég ætla ekki að hafa skoðun á því hvað Alþingi á að gera. Það er ekki mitt hlutverk.“ Í ræðu sinni vakti Bryndís athygli á því að kjaramálum sem vísað er til félagsdóms hafi fjölgað verulega, en hlutverk dómstólsins er að leysa úr réttarágreiningi á vinnumarkaði. Bryndís segir fjöldann hafa náð hámarki í fyrra sé horft aftur til ársins 2000. Þetta sé áhyggjuefni. „Það komu 20 mál fyrir dóminn sem er eins og þið vitið skipaður fólki sem hefur dómsstörf þar sem aukastörf. Þetta ástand getur ekki verið ásættanlegt,“ sagði hún og bætti við að verkfallsboðanir og verkföll væru mjög tíð hér miðað við Norðurlöndin. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Sjá meira
„Staðan er vissulega alvarleg. Það er alveg ljóst mál að það er mikil ólga sem birtist meðal annars í þessum tvífelldu samningum hjá kennurum og svo eru sjómenn í verkfalli,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari. Sjómenn fóru í verkfall í fyrrakvöld og kjaradeilu kennara hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. Bryndís ræddi nýtt íslenskt samningslíkan að norrænni fyrirmynd á málþingi sem fram fór í gær. Hún sagði meðal annars að norrænu líkönin héngu saman á einu hugtaki, trausti. Þar vísaði hún annars vegar til trausts á milli aðila á vinnumarkaði innbyrðis og svo trausts milli vinnumarkaðarins og stjórnvalda. „Og ef til vill má bæta við trausti almennings á því að allir séu að róa í sömu átt,“ segir hún. Hún benti á nýjustu traustskönnun Gallup sem bendir til þess að lykilstofnanir og stjórnmál í landinu eigi nokkuð í land með að endurheimta það traust sem hefur tapast. Aðspurð hvort nýr úrskurður kjararáðs, þar sem alþingismönnum var úthlutuð 45 prósenta launahækkun, ylli henni áhyggjum vísaði hún til orða forystumanna aðila vinnumarkaðarins. „Það er viðfangsefni stjórnmálanna að meta hvort það sé ástæða til þess að gera eitthvað í því máli,“ sagði hún um það hvort breyta þyrfti úrskurðinum. „Ég ætla ekki að hafa skoðun á því hvað Alþingi á að gera. Það er ekki mitt hlutverk.“ Í ræðu sinni vakti Bryndís athygli á því að kjaramálum sem vísað er til félagsdóms hafi fjölgað verulega, en hlutverk dómstólsins er að leysa úr réttarágreiningi á vinnumarkaði. Bryndís segir fjöldann hafa náð hámarki í fyrra sé horft aftur til ársins 2000. Þetta sé áhyggjuefni. „Það komu 20 mál fyrir dóminn sem er eins og þið vitið skipaður fólki sem hefur dómsstörf þar sem aukastörf. Þetta ástand getur ekki verið ásættanlegt,“ sagði hún og bætti við að verkfallsboðanir og verkföll væru mjög tíð hér miðað við Norðurlöndin. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Sjá meira