Þátttaka í Gleðigöngunni stór áfangi fyrir BDSM á Íslandi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. ágúst 2016 05:00 Að vanda tók fjöldi fólks þátt í Gleðigöngunni sem fram fór síðastliðinn laugardag, þar á meðal fulltrúar BDSM á Íslandi. vísir/hanna „Þetta er í rauninni rosalega stór og mikill áfangi. Það er svo mikilvægt að auka sýnileikann og sýna fjölbreytnina í flórunni,“ segir Magnús Hákonarson, formaður BDSM á Íslandi, um þátttöku félagsins í Gleðigöngu Hinsegin daga sem var gengin á laugardaginn. BDSM-fólk tók þá í fyrsta sinn þátt í göngunni undir merkjum félagsins.Magnús Hákonarson, formaður BDSM á ÍslandiUpplifunina af því að ganga í Gleðigöngunni í ár segir Magnús hafa einkennst af hamingju og gleði. Einhverjir hafa þó ekki verið samþykkir tilvist BDSM á Íslandi en hann segir að heyra hafi mátt hóp fólks hrópa að þeim ókvæðisorð. Meðal annars var BDSM-fólk kallað „helvítis perraógeð“. „Þetta sýnir hvað það er mikilvægt að taka þátt. Það, í rauninni, er lykillinn að þessu öllu saman,“ segir Magnús. Þegar tilkynnt var um þátttöku BDSM á Íslandi í Gleðigöngunni skrifaði BDSM á Íslandi eftirfarandi á Facebook-síðu sína: „Atriðið verður frekar lágstemmt og hógvært, engar pyntingar eða svipusmellir, bara fólk að sýna samstöðu með sjálfu sér og öðrum.“ Magnús segir það hafa verið skrifað sem kaldhæðið grín en segir nokkra fjölmiðla hafa gripið þessi orð á lofti og sett þau í fyrirsögn. Hann segir allt sem við kemur BDSM bera með sér sterk og stór orð sem auðvelt sé að nota í svokallaðar smellubrellur (e. clickbait) til að fá sem flesta til að smella á fréttina. „Vandamálið er það að þessar fyrirsagnir fá fólk vissulega til að smella en fólk les ekki niðurlagið og fær ekki þau skilaboð sem fréttin ætti að vera að skila,“ segir hann. Þá segir hann fordóma í garð BDSM-fólks hafa minnkað undanfarið. „Við finnum rosalegan mun á síðustu árum hvað mikið hefur lagast. Það kemur með auknum sýnileika og umfjöllun.“ Magnús segir það hafa verið vandamál að fólk hafi getað fundið sér stað inni í skápnum. Áherslan hafi ekki verið á það að koma út úr honum. „Það má segja að það viðhaldi ástandinu. Það gerir engum gott að vera fastur inni í skápnum með part af sjálfum sér.“ Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 9. ágúst 2016. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Gleðigangan: Risavaxinn einhyrningur Páls Óskars sló í gegn Gríðarlegur fjöldi var samankominn í bænum til þess að fylgjast með Gleðigöngunni. 6. ágúst 2016 15:42 Söguleg gleðiganga en ekki bara glimmer Sá sögulegi atburður varð í gleðigöngunni í Reykjavík í dag að Guðni Th. Johannesson ávarpaði hátíð hinsegin fólks, fyrstur forseta í heiminum. Þótt gleðin hafi svifið yfir vötnum er gangan líka vettvangur til að minna á, að baráttu hinsegin fólks er ekki lokið. 6. ágúst 2016 20:30 Guðni Th. brýtur blað: Fyrsti forsetinn í heiminum til að taka opinberlega þátt í gleðigöngu hinsegin fólks Forseti Íslands ávarpar Gleðigönguna í dag. 6. ágúst 2016 12:20 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Sjá meira
„Þetta er í rauninni rosalega stór og mikill áfangi. Það er svo mikilvægt að auka sýnileikann og sýna fjölbreytnina í flórunni,“ segir Magnús Hákonarson, formaður BDSM á Íslandi, um þátttöku félagsins í Gleðigöngu Hinsegin daga sem var gengin á laugardaginn. BDSM-fólk tók þá í fyrsta sinn þátt í göngunni undir merkjum félagsins.Magnús Hákonarson, formaður BDSM á ÍslandiUpplifunina af því að ganga í Gleðigöngunni í ár segir Magnús hafa einkennst af hamingju og gleði. Einhverjir hafa þó ekki verið samþykkir tilvist BDSM á Íslandi en hann segir að heyra hafi mátt hóp fólks hrópa að þeim ókvæðisorð. Meðal annars var BDSM-fólk kallað „helvítis perraógeð“. „Þetta sýnir hvað það er mikilvægt að taka þátt. Það, í rauninni, er lykillinn að þessu öllu saman,“ segir Magnús. Þegar tilkynnt var um þátttöku BDSM á Íslandi í Gleðigöngunni skrifaði BDSM á Íslandi eftirfarandi á Facebook-síðu sína: „Atriðið verður frekar lágstemmt og hógvært, engar pyntingar eða svipusmellir, bara fólk að sýna samstöðu með sjálfu sér og öðrum.“ Magnús segir það hafa verið skrifað sem kaldhæðið grín en segir nokkra fjölmiðla hafa gripið þessi orð á lofti og sett þau í fyrirsögn. Hann segir allt sem við kemur BDSM bera með sér sterk og stór orð sem auðvelt sé að nota í svokallaðar smellubrellur (e. clickbait) til að fá sem flesta til að smella á fréttina. „Vandamálið er það að þessar fyrirsagnir fá fólk vissulega til að smella en fólk les ekki niðurlagið og fær ekki þau skilaboð sem fréttin ætti að vera að skila,“ segir hann. Þá segir hann fordóma í garð BDSM-fólks hafa minnkað undanfarið. „Við finnum rosalegan mun á síðustu árum hvað mikið hefur lagast. Það kemur með auknum sýnileika og umfjöllun.“ Magnús segir það hafa verið vandamál að fólk hafi getað fundið sér stað inni í skápnum. Áherslan hafi ekki verið á það að koma út úr honum. „Það má segja að það viðhaldi ástandinu. Það gerir engum gott að vera fastur inni í skápnum með part af sjálfum sér.“ Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 9. ágúst 2016.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Gleðigangan: Risavaxinn einhyrningur Páls Óskars sló í gegn Gríðarlegur fjöldi var samankominn í bænum til þess að fylgjast með Gleðigöngunni. 6. ágúst 2016 15:42 Söguleg gleðiganga en ekki bara glimmer Sá sögulegi atburður varð í gleðigöngunni í Reykjavík í dag að Guðni Th. Johannesson ávarpaði hátíð hinsegin fólks, fyrstur forseta í heiminum. Þótt gleðin hafi svifið yfir vötnum er gangan líka vettvangur til að minna á, að baráttu hinsegin fólks er ekki lokið. 6. ágúst 2016 20:30 Guðni Th. brýtur blað: Fyrsti forsetinn í heiminum til að taka opinberlega þátt í gleðigöngu hinsegin fólks Forseti Íslands ávarpar Gleðigönguna í dag. 6. ágúst 2016 12:20 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Sjá meira
Gleðigangan: Risavaxinn einhyrningur Páls Óskars sló í gegn Gríðarlegur fjöldi var samankominn í bænum til þess að fylgjast með Gleðigöngunni. 6. ágúst 2016 15:42
Söguleg gleðiganga en ekki bara glimmer Sá sögulegi atburður varð í gleðigöngunni í Reykjavík í dag að Guðni Th. Johannesson ávarpaði hátíð hinsegin fólks, fyrstur forseta í heiminum. Þótt gleðin hafi svifið yfir vötnum er gangan líka vettvangur til að minna á, að baráttu hinsegin fólks er ekki lokið. 6. ágúst 2016 20:30
Guðni Th. brýtur blað: Fyrsti forsetinn í heiminum til að taka opinberlega þátt í gleðigöngu hinsegin fólks Forseti Íslands ávarpar Gleðigönguna í dag. 6. ágúst 2016 12:20