Borgarstjóri hefur áhyggjur en finnst umræðan ekki endurspegla gott starf leikskólanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. ágúst 2016 13:38 Leikskólastjórar afhenda borgarstjóra ályktun sína í morgun. mynd/kí Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir umræðuna um fjárhagsstöðu leikskóla-og grunnskóla í Reykjavík ekki nýja af nálinni. Hann kveðst hafa áhyggjur af því sem hann kallar kerfisbundna skekkju við úthlutun fjár í leikskólum borgarinnar en segir gagnrýni grunnskólastjóra ekki sanngjarna. Þá finnst honum umræðan um leikskólana ekki endurspegla það góða starf sem þar fer fram. „Þegar leikskólar eru annars vegar þá höfum við ákveðnar áhyggjur af því sem við getum kallað kerfisbundnar skekkjur í úthlutun fjár. Þetta eru í sumum tilvikum mjög litlir skólar og það þarf lítið út af að bregða, til dæmis í langtímaveikindum, til þess að reksturinn fari fram úr og ég held að við verðum að finna nýjar leiðir til að takast á við þetta þannig að það hvíli ekki svona þungt á stjórnendum,“ segir Dagur í samtali við fréttastofu en í morgun hitti hann áhyggjufulla leikskólastjórnendur á fundi í Ráðhúsinu.Verið að endurreisa skólakerfið eftir hrun Borgarstjóri segir hins vegar ályktun skólastjóra í grunnskólum borgarinnar sem þeir sendu frá sér í gærkvöldi ekki alveg sanngjarna. „Það má ekki gleymast í því að við erum að endurreisa skólakerfið eftir hrun og þær þrengingar sem fylgdu í kjölfar þess. Í upphafi þessa kjörtímabils á milli áranna 2014 og 2015 þá vorum við að bæta um tveimur milljörðum í grunnskólana sem fór að mestu í hækkun launa og svo í fjölgun barna.“ Dagur segir að það hafi verið mjög breið samstaða um það að starfsfólk skólanna yrði fyrst í röðinni þegar það kæmu inn fjármunir sem hægt væri að nýta til þess að byggja upp. Þá segir Dagur að mesti sparnaðurinn hjá Reykjavíkurborg hafi verið hjá miðlægri stjórnsýslu og minnst í skólakerfinu. Þannig sé meirihlutinn í borginni að forgangsraða í þágu skólanna.Segir sveltistefnu rekna gagnvart sveitarfélögunum „Hins vegar er það alveg rétt að á Íslandi er í raun rekin ákveðin sveltistefna gagnvart sveitarfélögunum. Þau hafa ekki fengið að fullu bættan kostnaðinn sem leiddi af yfirfærslu á málefnum fatlaðs fólks. Það er í raun verið að færa tekjur þeirra af útsvari frá þeim og nýjar tölur benda til þess að það séu um fimmtán milljarðar. Þá eru þau að berjast fyrir því að fá beinar tekjur af ferðamönnum í gegnum gistináttagjald og það er ekki orðið við þessum sjálfsögðu kröfum.“ Dagur segir að þetta komi að sjálfsögðu niður á fjárhag sveitarfélaganna og því séu Reykjavík, og önnur sveitarfélög, í þeirri stöðu vegna launahækkana undanfarið að það þarf að finna fjármuni fyrir þær hækkanir. Dagur biður því um sanngirni í umræðunni og þolinmæði gagnvart því verkefni. Það er hins vegar svo að fleiri en kennarar og skólastjórar hafa fengið launahækkanir. Því er eðlilegt að spyrja hvort ekki megi skoða að hækka einfaldlega leikskólagjöld í Reykjavík og tekjutengja þau þá mögulega þannig að þeir tekjuhærri borgi meir en þeir tekjulægri. Þannig myndu meiri fjármunir renna beint til skólanna. „Við erum bæði að skoða námsgögnin, matarmálin og fæðisgjöldin í því samhengi og það er eðlilegur hluti af fjárhagsáætlunarvinnunni. Við höfum í verið í þessari vinnu og greiningu með leikskólunum um margra mánaða skeið og ég vona að flestir skynji það að við brennum fyrir þessum málaflokki. Við höfum alltaf verið mjög stolt af leikskólum í Reykjavík og það á svo sannarlega ekki að breytast. Við erum líka stolt af því faglega starfi sem er unnið þar og það sem ég er svolítið hugsi yfir er að mér finnst umræðan ekki endurspegla það faglega og flotta starf sem fram fer í þessum skólastofnunum.“ Tengdar fréttir Leikskólastjórar rísa upp og „stöðva vitleysuna“ Leikskólastjórar í Reykjavík funduðu í gær í þeim tilgangi að reyna að „stöðva vitleysuna“ sem þeir segja niðurskurð til leikskóla vera. Borgarstjóra afhent ályktun í dag. Allir orðnir fullsaddir, segir leikskólastjóri. 30. ágúst 2016 07:00 Leikskólastjórar segja hingað og ekki lengra Leikskólastjórar afhentu borgarstjóra ályktun þar sem þess var krafist að niðurskurði í leikskólamálum yrði snúið við. 30. ágúst 2016 12:03 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir umræðuna um fjárhagsstöðu leikskóla-og grunnskóla í Reykjavík ekki nýja af nálinni. Hann kveðst hafa áhyggjur af því sem hann kallar kerfisbundna skekkju við úthlutun fjár í leikskólum borgarinnar en segir gagnrýni grunnskólastjóra ekki sanngjarna. Þá finnst honum umræðan um leikskólana ekki endurspegla það góða starf sem þar fer fram. „Þegar leikskólar eru annars vegar þá höfum við ákveðnar áhyggjur af því sem við getum kallað kerfisbundnar skekkjur í úthlutun fjár. Þetta eru í sumum tilvikum mjög litlir skólar og það þarf lítið út af að bregða, til dæmis í langtímaveikindum, til þess að reksturinn fari fram úr og ég held að við verðum að finna nýjar leiðir til að takast á við þetta þannig að það hvíli ekki svona þungt á stjórnendum,“ segir Dagur í samtali við fréttastofu en í morgun hitti hann áhyggjufulla leikskólastjórnendur á fundi í Ráðhúsinu.Verið að endurreisa skólakerfið eftir hrun Borgarstjóri segir hins vegar ályktun skólastjóra í grunnskólum borgarinnar sem þeir sendu frá sér í gærkvöldi ekki alveg sanngjarna. „Það má ekki gleymast í því að við erum að endurreisa skólakerfið eftir hrun og þær þrengingar sem fylgdu í kjölfar þess. Í upphafi þessa kjörtímabils á milli áranna 2014 og 2015 þá vorum við að bæta um tveimur milljörðum í grunnskólana sem fór að mestu í hækkun launa og svo í fjölgun barna.“ Dagur segir að það hafi verið mjög breið samstaða um það að starfsfólk skólanna yrði fyrst í röðinni þegar það kæmu inn fjármunir sem hægt væri að nýta til þess að byggja upp. Þá segir Dagur að mesti sparnaðurinn hjá Reykjavíkurborg hafi verið hjá miðlægri stjórnsýslu og minnst í skólakerfinu. Þannig sé meirihlutinn í borginni að forgangsraða í þágu skólanna.Segir sveltistefnu rekna gagnvart sveitarfélögunum „Hins vegar er það alveg rétt að á Íslandi er í raun rekin ákveðin sveltistefna gagnvart sveitarfélögunum. Þau hafa ekki fengið að fullu bættan kostnaðinn sem leiddi af yfirfærslu á málefnum fatlaðs fólks. Það er í raun verið að færa tekjur þeirra af útsvari frá þeim og nýjar tölur benda til þess að það séu um fimmtán milljarðar. Þá eru þau að berjast fyrir því að fá beinar tekjur af ferðamönnum í gegnum gistináttagjald og það er ekki orðið við þessum sjálfsögðu kröfum.“ Dagur segir að þetta komi að sjálfsögðu niður á fjárhag sveitarfélaganna og því séu Reykjavík, og önnur sveitarfélög, í þeirri stöðu vegna launahækkana undanfarið að það þarf að finna fjármuni fyrir þær hækkanir. Dagur biður því um sanngirni í umræðunni og þolinmæði gagnvart því verkefni. Það er hins vegar svo að fleiri en kennarar og skólastjórar hafa fengið launahækkanir. Því er eðlilegt að spyrja hvort ekki megi skoða að hækka einfaldlega leikskólagjöld í Reykjavík og tekjutengja þau þá mögulega þannig að þeir tekjuhærri borgi meir en þeir tekjulægri. Þannig myndu meiri fjármunir renna beint til skólanna. „Við erum bæði að skoða námsgögnin, matarmálin og fæðisgjöldin í því samhengi og það er eðlilegur hluti af fjárhagsáætlunarvinnunni. Við höfum í verið í þessari vinnu og greiningu með leikskólunum um margra mánaða skeið og ég vona að flestir skynji það að við brennum fyrir þessum málaflokki. Við höfum alltaf verið mjög stolt af leikskólum í Reykjavík og það á svo sannarlega ekki að breytast. Við erum líka stolt af því faglega starfi sem er unnið þar og það sem ég er svolítið hugsi yfir er að mér finnst umræðan ekki endurspegla það faglega og flotta starf sem fram fer í þessum skólastofnunum.“
Tengdar fréttir Leikskólastjórar rísa upp og „stöðva vitleysuna“ Leikskólastjórar í Reykjavík funduðu í gær í þeim tilgangi að reyna að „stöðva vitleysuna“ sem þeir segja niðurskurð til leikskóla vera. Borgarstjóra afhent ályktun í dag. Allir orðnir fullsaddir, segir leikskólastjóri. 30. ágúst 2016 07:00 Leikskólastjórar segja hingað og ekki lengra Leikskólastjórar afhentu borgarstjóra ályktun þar sem þess var krafist að niðurskurði í leikskólamálum yrði snúið við. 30. ágúst 2016 12:03 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira
Leikskólastjórar rísa upp og „stöðva vitleysuna“ Leikskólastjórar í Reykjavík funduðu í gær í þeim tilgangi að reyna að „stöðva vitleysuna“ sem þeir segja niðurskurð til leikskóla vera. Borgarstjóra afhent ályktun í dag. Allir orðnir fullsaddir, segir leikskólastjóri. 30. ágúst 2016 07:00
Leikskólastjórar segja hingað og ekki lengra Leikskólastjórar afhentu borgarstjóra ályktun þar sem þess var krafist að niðurskurði í leikskólamálum yrði snúið við. 30. ágúst 2016 12:03