Birgitta sagði höfundi Downton Abbey að skammast sín Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. nóvember 2016 21:42 Skjáskot úr þættinum í kvöld. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, var gestur í Skavlan, vinsælasta spjallþætti Norðurlanda, í kvöld ásamt Julian Fellowes, höfundi Downton Abbey og lávarði Íhaldsflokksins í lávarðadeild breska þingsins. Þau áttu í nokkuð snörpum orðaskiptum og sagði Birgitta Fellowes á einum tímapunkti að hann ætti að skammast sín. Þau ræddu um Wikileaks og hlutverk uppljóstrunarsíðunnar en Birgitta var meðal annars spurð að því hvað henni þætti um hlutverk Wikileaks í tengslum við bandarísku forsetakosningarnar þar sem vefurinn lak upplýsingum varðandi tölvupóstnotkun Hillary Clinton til fjölmiðla. „Mér fannst þeir hafa gengið of langt. Ég hefði getað skilið þetta ef að Bandaríkin hefðu verið að skipta sér af minna ríki og kosningum þar og þeir hefðu því verið í einhverjum aðgerðum til að stoppa það, en þarna vorum við með tvo mjög sterka einstaklinga...“Sagði Wikileaks mikil svik við Bandaríkin Hér greip Fellowes fram í fyrir Birgittu og sagðist ekki geta látið þetta halda svona áfram. „Wikileaks voru mikil svik við Bandaríkin. Þetta voru gjörðir svikara og ég get ekki setið hjá og látið einhvern halda því hér fram að þetta sé eitthvað jákvætt.“ „Ég sagði það aldrei,“ sagði Birgitta þá. „Þú sagðir að þetta væri ásættanlegt.“ „Nei, ég sagði það aldrei. Í byrjun var Wikileaks mjög mikilvæg síða og ef þú ert ósammála því þá geturðu verið það,“ sagði Birgitta. Fellowes sagðist vera að tala um Wikileaks almennt en Birgitta benti á að síðan hefði verið öruggur staður þar sem fólk gat lekið skjölum. Hún nefndi svo Panama-lekann.Var klappað lof í lófa þegar hún sagði Fellowes að skammast sín „Panama-lekinn var ótrúlega mikilvægur og það var staðið mjög vel að honum þar sem rannsóknarblaðamenn alls staðar að úr heiminum unnu að mjög flóknu máli sem tók 10 mánuði að vinna. Ég held að ef að Wikileaks væri ekki til þá hefðum við ekki séð svona vinnu.“ Hún sagðist styðja algjörlega þá vinnu sem Wikileaks var í á árunum 2009 til 2012. Fellowes sagði þá að honum þætti það fáránlegt að tala eins og hægt væri að stjórna landi með því að nota svikara til að ljóstra upp um leynileg skjöl. „Skammastu þín, skammastu þín!“ sagði Birgitta þá og var klappað fyrir henni í salnum. „Uppljóstrar sem koma upp um spillingu hjá ríkisstjórnum og stríðsglæpi eru ekki svikarar. Skammastu þín!“Hægt er að sjá orðaskipti Birgittu og Fellowes hér og í myndbandinu hér að neðan sem Lára Hanna Einarsdóttir klippti og birti á Facebook-síðu sinni en þau byrja að ræða saman þegar á mínútu 9:30. Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, var gestur í Skavlan, vinsælasta spjallþætti Norðurlanda, í kvöld ásamt Julian Fellowes, höfundi Downton Abbey og lávarði Íhaldsflokksins í lávarðadeild breska þingsins. Þau áttu í nokkuð snörpum orðaskiptum og sagði Birgitta Fellowes á einum tímapunkti að hann ætti að skammast sín. Þau ræddu um Wikileaks og hlutverk uppljóstrunarsíðunnar en Birgitta var meðal annars spurð að því hvað henni þætti um hlutverk Wikileaks í tengslum við bandarísku forsetakosningarnar þar sem vefurinn lak upplýsingum varðandi tölvupóstnotkun Hillary Clinton til fjölmiðla. „Mér fannst þeir hafa gengið of langt. Ég hefði getað skilið þetta ef að Bandaríkin hefðu verið að skipta sér af minna ríki og kosningum þar og þeir hefðu því verið í einhverjum aðgerðum til að stoppa það, en þarna vorum við með tvo mjög sterka einstaklinga...“Sagði Wikileaks mikil svik við Bandaríkin Hér greip Fellowes fram í fyrir Birgittu og sagðist ekki geta látið þetta halda svona áfram. „Wikileaks voru mikil svik við Bandaríkin. Þetta voru gjörðir svikara og ég get ekki setið hjá og látið einhvern halda því hér fram að þetta sé eitthvað jákvætt.“ „Ég sagði það aldrei,“ sagði Birgitta þá. „Þú sagðir að þetta væri ásættanlegt.“ „Nei, ég sagði það aldrei. Í byrjun var Wikileaks mjög mikilvæg síða og ef þú ert ósammála því þá geturðu verið það,“ sagði Birgitta. Fellowes sagðist vera að tala um Wikileaks almennt en Birgitta benti á að síðan hefði verið öruggur staður þar sem fólk gat lekið skjölum. Hún nefndi svo Panama-lekann.Var klappað lof í lófa þegar hún sagði Fellowes að skammast sín „Panama-lekinn var ótrúlega mikilvægur og það var staðið mjög vel að honum þar sem rannsóknarblaðamenn alls staðar að úr heiminum unnu að mjög flóknu máli sem tók 10 mánuði að vinna. Ég held að ef að Wikileaks væri ekki til þá hefðum við ekki séð svona vinnu.“ Hún sagðist styðja algjörlega þá vinnu sem Wikileaks var í á árunum 2009 til 2012. Fellowes sagði þá að honum þætti það fáránlegt að tala eins og hægt væri að stjórna landi með því að nota svikara til að ljóstra upp um leynileg skjöl. „Skammastu þín, skammastu þín!“ sagði Birgitta þá og var klappað fyrir henni í salnum. „Uppljóstrar sem koma upp um spillingu hjá ríkisstjórnum og stríðsglæpi eru ekki svikarar. Skammastu þín!“Hægt er að sjá orðaskipti Birgittu og Fellowes hér og í myndbandinu hér að neðan sem Lára Hanna Einarsdóttir klippti og birti á Facebook-síðu sinni en þau byrja að ræða saman þegar á mínútu 9:30.
Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels