Birgitta sagði höfundi Downton Abbey að skammast sín Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. nóvember 2016 21:42 Skjáskot úr þættinum í kvöld. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, var gestur í Skavlan, vinsælasta spjallþætti Norðurlanda, í kvöld ásamt Julian Fellowes, höfundi Downton Abbey og lávarði Íhaldsflokksins í lávarðadeild breska þingsins. Þau áttu í nokkuð snörpum orðaskiptum og sagði Birgitta Fellowes á einum tímapunkti að hann ætti að skammast sín. Þau ræddu um Wikileaks og hlutverk uppljóstrunarsíðunnar en Birgitta var meðal annars spurð að því hvað henni þætti um hlutverk Wikileaks í tengslum við bandarísku forsetakosningarnar þar sem vefurinn lak upplýsingum varðandi tölvupóstnotkun Hillary Clinton til fjölmiðla. „Mér fannst þeir hafa gengið of langt. Ég hefði getað skilið þetta ef að Bandaríkin hefðu verið að skipta sér af minna ríki og kosningum þar og þeir hefðu því verið í einhverjum aðgerðum til að stoppa það, en þarna vorum við með tvo mjög sterka einstaklinga...“Sagði Wikileaks mikil svik við Bandaríkin Hér greip Fellowes fram í fyrir Birgittu og sagðist ekki geta látið þetta halda svona áfram. „Wikileaks voru mikil svik við Bandaríkin. Þetta voru gjörðir svikara og ég get ekki setið hjá og látið einhvern halda því hér fram að þetta sé eitthvað jákvætt.“ „Ég sagði það aldrei,“ sagði Birgitta þá. „Þú sagðir að þetta væri ásættanlegt.“ „Nei, ég sagði það aldrei. Í byrjun var Wikileaks mjög mikilvæg síða og ef þú ert ósammála því þá geturðu verið það,“ sagði Birgitta. Fellowes sagðist vera að tala um Wikileaks almennt en Birgitta benti á að síðan hefði verið öruggur staður þar sem fólk gat lekið skjölum. Hún nefndi svo Panama-lekann.Var klappað lof í lófa þegar hún sagði Fellowes að skammast sín „Panama-lekinn var ótrúlega mikilvægur og það var staðið mjög vel að honum þar sem rannsóknarblaðamenn alls staðar að úr heiminum unnu að mjög flóknu máli sem tók 10 mánuði að vinna. Ég held að ef að Wikileaks væri ekki til þá hefðum við ekki séð svona vinnu.“ Hún sagðist styðja algjörlega þá vinnu sem Wikileaks var í á árunum 2009 til 2012. Fellowes sagði þá að honum þætti það fáránlegt að tala eins og hægt væri að stjórna landi með því að nota svikara til að ljóstra upp um leynileg skjöl. „Skammastu þín, skammastu þín!“ sagði Birgitta þá og var klappað fyrir henni í salnum. „Uppljóstrar sem koma upp um spillingu hjá ríkisstjórnum og stríðsglæpi eru ekki svikarar. Skammastu þín!“Hægt er að sjá orðaskipti Birgittu og Fellowes hér og í myndbandinu hér að neðan sem Lára Hanna Einarsdóttir klippti og birti á Facebook-síðu sinni en þau byrja að ræða saman þegar á mínútu 9:30. Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, var gestur í Skavlan, vinsælasta spjallþætti Norðurlanda, í kvöld ásamt Julian Fellowes, höfundi Downton Abbey og lávarði Íhaldsflokksins í lávarðadeild breska þingsins. Þau áttu í nokkuð snörpum orðaskiptum og sagði Birgitta Fellowes á einum tímapunkti að hann ætti að skammast sín. Þau ræddu um Wikileaks og hlutverk uppljóstrunarsíðunnar en Birgitta var meðal annars spurð að því hvað henni þætti um hlutverk Wikileaks í tengslum við bandarísku forsetakosningarnar þar sem vefurinn lak upplýsingum varðandi tölvupóstnotkun Hillary Clinton til fjölmiðla. „Mér fannst þeir hafa gengið of langt. Ég hefði getað skilið þetta ef að Bandaríkin hefðu verið að skipta sér af minna ríki og kosningum þar og þeir hefðu því verið í einhverjum aðgerðum til að stoppa það, en þarna vorum við með tvo mjög sterka einstaklinga...“Sagði Wikileaks mikil svik við Bandaríkin Hér greip Fellowes fram í fyrir Birgittu og sagðist ekki geta látið þetta halda svona áfram. „Wikileaks voru mikil svik við Bandaríkin. Þetta voru gjörðir svikara og ég get ekki setið hjá og látið einhvern halda því hér fram að þetta sé eitthvað jákvætt.“ „Ég sagði það aldrei,“ sagði Birgitta þá. „Þú sagðir að þetta væri ásættanlegt.“ „Nei, ég sagði það aldrei. Í byrjun var Wikileaks mjög mikilvæg síða og ef þú ert ósammála því þá geturðu verið það,“ sagði Birgitta. Fellowes sagðist vera að tala um Wikileaks almennt en Birgitta benti á að síðan hefði verið öruggur staður þar sem fólk gat lekið skjölum. Hún nefndi svo Panama-lekann.Var klappað lof í lófa þegar hún sagði Fellowes að skammast sín „Panama-lekinn var ótrúlega mikilvægur og það var staðið mjög vel að honum þar sem rannsóknarblaðamenn alls staðar að úr heiminum unnu að mjög flóknu máli sem tók 10 mánuði að vinna. Ég held að ef að Wikileaks væri ekki til þá hefðum við ekki séð svona vinnu.“ Hún sagðist styðja algjörlega þá vinnu sem Wikileaks var í á árunum 2009 til 2012. Fellowes sagði þá að honum þætti það fáránlegt að tala eins og hægt væri að stjórna landi með því að nota svikara til að ljóstra upp um leynileg skjöl. „Skammastu þín, skammastu þín!“ sagði Birgitta þá og var klappað fyrir henni í salnum. „Uppljóstrar sem koma upp um spillingu hjá ríkisstjórnum og stríðsglæpi eru ekki svikarar. Skammastu þín!“Hægt er að sjá orðaskipti Birgittu og Fellowes hér og í myndbandinu hér að neðan sem Lára Hanna Einarsdóttir klippti og birti á Facebook-síðu sinni en þau byrja að ræða saman þegar á mínútu 9:30.
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira