Birgitta sagði höfundi Downton Abbey að skammast sín Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. nóvember 2016 21:42 Skjáskot úr þættinum í kvöld. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, var gestur í Skavlan, vinsælasta spjallþætti Norðurlanda, í kvöld ásamt Julian Fellowes, höfundi Downton Abbey og lávarði Íhaldsflokksins í lávarðadeild breska þingsins. Þau áttu í nokkuð snörpum orðaskiptum og sagði Birgitta Fellowes á einum tímapunkti að hann ætti að skammast sín. Þau ræddu um Wikileaks og hlutverk uppljóstrunarsíðunnar en Birgitta var meðal annars spurð að því hvað henni þætti um hlutverk Wikileaks í tengslum við bandarísku forsetakosningarnar þar sem vefurinn lak upplýsingum varðandi tölvupóstnotkun Hillary Clinton til fjölmiðla. „Mér fannst þeir hafa gengið of langt. Ég hefði getað skilið þetta ef að Bandaríkin hefðu verið að skipta sér af minna ríki og kosningum þar og þeir hefðu því verið í einhverjum aðgerðum til að stoppa það, en þarna vorum við með tvo mjög sterka einstaklinga...“Sagði Wikileaks mikil svik við Bandaríkin Hér greip Fellowes fram í fyrir Birgittu og sagðist ekki geta látið þetta halda svona áfram. „Wikileaks voru mikil svik við Bandaríkin. Þetta voru gjörðir svikara og ég get ekki setið hjá og látið einhvern halda því hér fram að þetta sé eitthvað jákvætt.“ „Ég sagði það aldrei,“ sagði Birgitta þá. „Þú sagðir að þetta væri ásættanlegt.“ „Nei, ég sagði það aldrei. Í byrjun var Wikileaks mjög mikilvæg síða og ef þú ert ósammála því þá geturðu verið það,“ sagði Birgitta. Fellowes sagðist vera að tala um Wikileaks almennt en Birgitta benti á að síðan hefði verið öruggur staður þar sem fólk gat lekið skjölum. Hún nefndi svo Panama-lekann.Var klappað lof í lófa þegar hún sagði Fellowes að skammast sín „Panama-lekinn var ótrúlega mikilvægur og það var staðið mjög vel að honum þar sem rannsóknarblaðamenn alls staðar að úr heiminum unnu að mjög flóknu máli sem tók 10 mánuði að vinna. Ég held að ef að Wikileaks væri ekki til þá hefðum við ekki séð svona vinnu.“ Hún sagðist styðja algjörlega þá vinnu sem Wikileaks var í á árunum 2009 til 2012. Fellowes sagði þá að honum þætti það fáránlegt að tala eins og hægt væri að stjórna landi með því að nota svikara til að ljóstra upp um leynileg skjöl. „Skammastu þín, skammastu þín!“ sagði Birgitta þá og var klappað fyrir henni í salnum. „Uppljóstrar sem koma upp um spillingu hjá ríkisstjórnum og stríðsglæpi eru ekki svikarar. Skammastu þín!“Hægt er að sjá orðaskipti Birgittu og Fellowes hér og í myndbandinu hér að neðan sem Lára Hanna Einarsdóttir klippti og birti á Facebook-síðu sinni en þau byrja að ræða saman þegar á mínútu 9:30. Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, var gestur í Skavlan, vinsælasta spjallþætti Norðurlanda, í kvöld ásamt Julian Fellowes, höfundi Downton Abbey og lávarði Íhaldsflokksins í lávarðadeild breska þingsins. Þau áttu í nokkuð snörpum orðaskiptum og sagði Birgitta Fellowes á einum tímapunkti að hann ætti að skammast sín. Þau ræddu um Wikileaks og hlutverk uppljóstrunarsíðunnar en Birgitta var meðal annars spurð að því hvað henni þætti um hlutverk Wikileaks í tengslum við bandarísku forsetakosningarnar þar sem vefurinn lak upplýsingum varðandi tölvupóstnotkun Hillary Clinton til fjölmiðla. „Mér fannst þeir hafa gengið of langt. Ég hefði getað skilið þetta ef að Bandaríkin hefðu verið að skipta sér af minna ríki og kosningum þar og þeir hefðu því verið í einhverjum aðgerðum til að stoppa það, en þarna vorum við með tvo mjög sterka einstaklinga...“Sagði Wikileaks mikil svik við Bandaríkin Hér greip Fellowes fram í fyrir Birgittu og sagðist ekki geta látið þetta halda svona áfram. „Wikileaks voru mikil svik við Bandaríkin. Þetta voru gjörðir svikara og ég get ekki setið hjá og látið einhvern halda því hér fram að þetta sé eitthvað jákvætt.“ „Ég sagði það aldrei,“ sagði Birgitta þá. „Þú sagðir að þetta væri ásættanlegt.“ „Nei, ég sagði það aldrei. Í byrjun var Wikileaks mjög mikilvæg síða og ef þú ert ósammála því þá geturðu verið það,“ sagði Birgitta. Fellowes sagðist vera að tala um Wikileaks almennt en Birgitta benti á að síðan hefði verið öruggur staður þar sem fólk gat lekið skjölum. Hún nefndi svo Panama-lekann.Var klappað lof í lófa þegar hún sagði Fellowes að skammast sín „Panama-lekinn var ótrúlega mikilvægur og það var staðið mjög vel að honum þar sem rannsóknarblaðamenn alls staðar að úr heiminum unnu að mjög flóknu máli sem tók 10 mánuði að vinna. Ég held að ef að Wikileaks væri ekki til þá hefðum við ekki séð svona vinnu.“ Hún sagðist styðja algjörlega þá vinnu sem Wikileaks var í á árunum 2009 til 2012. Fellowes sagði þá að honum þætti það fáránlegt að tala eins og hægt væri að stjórna landi með því að nota svikara til að ljóstra upp um leynileg skjöl. „Skammastu þín, skammastu þín!“ sagði Birgitta þá og var klappað fyrir henni í salnum. „Uppljóstrar sem koma upp um spillingu hjá ríkisstjórnum og stríðsglæpi eru ekki svikarar. Skammastu þín!“Hægt er að sjá orðaskipti Birgittu og Fellowes hér og í myndbandinu hér að neðan sem Lára Hanna Einarsdóttir klippti og birti á Facebook-síðu sinni en þau byrja að ræða saman þegar á mínútu 9:30.
Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Sjá meira