Grunnskólakennarar felldu kjarasamning: „Staðan er orðin mjög þröng“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. september 2016 16:09 Grunnskólakennarar hafa fellt nýgerðan kjarasamning. Vísir/Vilhekm Félagsmenn í Félagi grunnskólakennara felldu nýjan kjarasamning við Samband íslenska sveitarfélaga í atkvæðagreiðslu sem stóð dagana 31. ágúst til 5. september. Formaður félagsins hefur áhyggjur af dræmri þáttöku í atkvæðagreiðslunni og segir ljóst að staðan í samningamálum sé orðin þung. Á kjörskrá voru 4.513 félagsmenn. 57,5 prósent félagsmanna sögðu nei, eða 1.740 félagsmenn. Já sögðu 39,7 prósent eða 1.201 félagsmaður. Auðir seðlar voru 87 en 3.028 greiddu atkvæði í kosningunni eða um 67 prósent félagsmanna í félaginu. Ólafur Loftsson, formaður félagsins, segir að búið sé að boða til fundar hjá samninganefnd á miðvikudaginn þar sem farið verði yfir stöðu mála. Ljóst sé þó að staðan sé orðin þung enda er þetta í annað sinn sem félagsmenn hafa hafnað samningum.Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara.Vísir/Vilhelm„Staðan er orðin mjög þröng. Það gefur auga leið að það er búið að ræða efnið mjög mikið og mjög lengi og taka tvær atrennur að því að ná þessu saman. Það verður mjög þungt að halda áfram en það er ekkert annað í boði,“ segir Ólafur í samtali við Vísi.Ekki í verkfall nema allt annað hafi verið reyntSkrifað var undir samningana sem hafnað var í dag í síðasta mánuði og í tilkynningu frá félaginu sagði að það væri mat samninganefndar að búið væri að sníða af helstu vankanta í fyrri samning sem hafnað var. Ólafur segir þó að ljóst sé nú að félagsmenn í félaginu séu ósammála því mati. „Það gefur auga leið að maður leggur ekki fram kjarasamning sem maður vill að verði felldur. Það er áhyggjuefni að það skuli vera svona langt bil á milli okkar og félagasmanna. Við höfum einnig áhyggjur af því að þáttakan sé bara 70 prósent. Það er áhyggjuefni.“ Aðspurður hvort að verkfall grunnskólakennara væri framundan segir Ólafur að ekki sé tímabært að ræða það en það sé þó félagsmanna að ákveða. „Þú ferð ekki í verkfall nema þú hafir reynt allt annað. Við erum ekki komin enn á þann stað. Það er þó ljóst að ef ekki nást samningar um það sem er ásættanlegt þá er næsta skref að fara að hugsa um verkfall. Það er félagsmanna að taka ákvörðun um það sé það vilji þeirra.“ Verkfall 2016 Tengdar fréttir Grunnskólakennarar skrifa undir nýjan kjarasamning Í tilkynningu frá félaginu segir að það sé mat samninganefndar og svæðaformanna að með hinum nýja kjarasamningi séu helstu vankantar fyrri samnings lagaðir. 24. ágúst 2016 08:01 Grunnskólakennarar felldu kjarasamning 72 prósent felldu samninginn. 9. júní 2016 17:56 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Félagsmenn í Félagi grunnskólakennara felldu nýjan kjarasamning við Samband íslenska sveitarfélaga í atkvæðagreiðslu sem stóð dagana 31. ágúst til 5. september. Formaður félagsins hefur áhyggjur af dræmri þáttöku í atkvæðagreiðslunni og segir ljóst að staðan í samningamálum sé orðin þung. Á kjörskrá voru 4.513 félagsmenn. 57,5 prósent félagsmanna sögðu nei, eða 1.740 félagsmenn. Já sögðu 39,7 prósent eða 1.201 félagsmaður. Auðir seðlar voru 87 en 3.028 greiddu atkvæði í kosningunni eða um 67 prósent félagsmanna í félaginu. Ólafur Loftsson, formaður félagsins, segir að búið sé að boða til fundar hjá samninganefnd á miðvikudaginn þar sem farið verði yfir stöðu mála. Ljóst sé þó að staðan sé orðin þung enda er þetta í annað sinn sem félagsmenn hafa hafnað samningum.Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara.Vísir/Vilhelm„Staðan er orðin mjög þröng. Það gefur auga leið að það er búið að ræða efnið mjög mikið og mjög lengi og taka tvær atrennur að því að ná þessu saman. Það verður mjög þungt að halda áfram en það er ekkert annað í boði,“ segir Ólafur í samtali við Vísi.Ekki í verkfall nema allt annað hafi verið reyntSkrifað var undir samningana sem hafnað var í dag í síðasta mánuði og í tilkynningu frá félaginu sagði að það væri mat samninganefndar að búið væri að sníða af helstu vankanta í fyrri samning sem hafnað var. Ólafur segir þó að ljóst sé nú að félagsmenn í félaginu séu ósammála því mati. „Það gefur auga leið að maður leggur ekki fram kjarasamning sem maður vill að verði felldur. Það er áhyggjuefni að það skuli vera svona langt bil á milli okkar og félagasmanna. Við höfum einnig áhyggjur af því að þáttakan sé bara 70 prósent. Það er áhyggjuefni.“ Aðspurður hvort að verkfall grunnskólakennara væri framundan segir Ólafur að ekki sé tímabært að ræða það en það sé þó félagsmanna að ákveða. „Þú ferð ekki í verkfall nema þú hafir reynt allt annað. Við erum ekki komin enn á þann stað. Það er þó ljóst að ef ekki nást samningar um það sem er ásættanlegt þá er næsta skref að fara að hugsa um verkfall. Það er félagsmanna að taka ákvörðun um það sé það vilji þeirra.“
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Grunnskólakennarar skrifa undir nýjan kjarasamning Í tilkynningu frá félaginu segir að það sé mat samninganefndar og svæðaformanna að með hinum nýja kjarasamningi séu helstu vankantar fyrri samnings lagaðir. 24. ágúst 2016 08:01 Grunnskólakennarar felldu kjarasamning 72 prósent felldu samninginn. 9. júní 2016 17:56 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Grunnskólakennarar skrifa undir nýjan kjarasamning Í tilkynningu frá félaginu segir að það sé mat samninganefndar og svæðaformanna að með hinum nýja kjarasamningi séu helstu vankantar fyrri samnings lagaðir. 24. ágúst 2016 08:01