Piana var áður með Söru Heimisdóttur en þau gengu í það heilaga þann 17. september á síðasta ári. Brúðkaupið fór fram á sjálfri Mr. Olympia-keppninni í Las Vegas, nánar tiltekið á Orleans hótelinu og var það hið glæsilegasta.
Þau tilkynntu síðan um að sambandinu væri lokið í sumar. Nú er Piana kominn á fast á ný og byrjaður með fyrrverandi kærustunni sinni, Chanel Renee en þau voru áður par og það í 2 og hálft ár. Nútíminn greindi fyrst frá málinu.
Frá þessu greinir hann á Instagram með virkilega fallegum myndum sem sjá má hér að neðan.