Lilja segir sig úr Samtökunum ´78 eftir 28 ár Jakob Bjarnar skrifar 11. apríl 2016 13:52 Lilja telur sig ekki eiga samleið í Magnúsi, í Samtökunum ´78. Rithöfundurinn Lilja Sigurðardóttir hefur sent bréf til Samtakanna ´78 sem er alvöruþrungið. Þar segir hún úr sig úr samtökunum eftir 28 ára órofna félagsaðild. Ástæðan sem hún gefur upp eru vinnubrögð stjórnar varðandi hina umdeildu aðildarumsókn BDSM á Íslandi. Vísir hefur fjallað nokkuð um málið sem reynst hefur Samtökunum ´78 gríðarlega erfitt. En, einnig BDSM-fólki og hér má meðal annars finna viðtal við Magnús Hákonarson formann BDSM á Íslandi. Aðild BDSM var samþykkt á síðasta aðalfundi en í gær var haldinn félagsfundur þar sem rætt var lögfræðiálit, en vafi leikur á um lögmæti þeirrar samþykktar vegna þess að boða átti til fundarins bréflega. Lilja segir að stór hluti félagsmanna hafi krafist nýs aðalfundar til að skera úr um þetta atriði, þannig að enginn minnsti vafi léki þar á um. En, allt kom fyrir ekki. Lilja segir stjórnina ekki virðast sjá ástæðu til að leita sátta heldur misbeiti leikreglum til að þvinga aðild BDSM í gegn, meðal annars með smölun félaga þess ágæta félags á umræddan félagsfund.Stór hluti gamalgróinna félagsmanna á förumLilja sér fyrir sér fjöldaúrsagnir. „Stjórn virðist geta hugsað sér að sitja í vafasömu umboði og taka mjög umdeilda ákvörðun sem Samtökin´78 munu gjalda dýru verði, þar sem stór hluti félaga mun segja sig úr félaginu. Það segir mér að stjórnin sé ekki starfi sínu vaxin og taki eigin völd og vilja fram yfir hag félagsins í heild.“ Á síðu félagsins er nánar greint frá félagsfundinum sem haldinn var á laugardaginn. Þar var félagsfólki boðið að kjósa um tvær leiðir til að leysa þennan ágreining sem lýtur meðal annars að hugmyndafræðinni um tilgang, stefnu og starf samtakanna, en umsókn BDSM á Íslandi um stöðu hagsmunafélags í samtökunum er hluti af því sem rætt er um.Erfiður félagsfundur um helginaEkki er dregin fjöður yfir það, í þeirri greinargerð, að fundurinn hafi reynst félagsfólki erfiður: „Félagar ákváðu að fara þá leið að staðfesta eða synja því sem fram fór á aðalfundinum 5. mars sl. Lyktir urðu þær að öll atriði aðalfundar voru staðfest, þ.m.t. umsókn BDSM á Íslandi um hagsmunaaðild að samtökunum. Sá liður var staðfestur með 72 atkvæðum eða 55,81% greiddra atkvæða. Með synjun kusu 56 eða 43,41%. Einn sat hjá eða 0,78%. Alls greiddu 129 félagar atkvæði um þennan lið.“ Tengdar fréttir Stjórn ´78 vill kjósa aftur um aðild BDSM á Íslandi Aðild BDSM-fólks að Samtökunum ´78 í uppnámi vegna formgalla á fundarboði. 10. mars 2016 15:08 Aðild BDSM-samtakanna við að kljúfa Samtökin ´78 Búist er við úrsögnum úr Samtökunum ´78 í dag. Yfirlýsingar stjórnar að vænta í dag. 7. mars 2016 10:08 Félagsfundur hefur það í hendi sér að hafna aðild BDSM á Íslandi að Samtökunum '78 Boðað hefur verið til félagsfundar hjá samtökunum þar sem annað hvort verður farið lið fyrir lið í gegnum ákvarðanir aðalfundarins eða boðað verður til nýs aðalfundar. 18. mars 2016 15:59 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Rithöfundurinn Lilja Sigurðardóttir hefur sent bréf til Samtakanna ´78 sem er alvöruþrungið. Þar segir hún úr sig úr samtökunum eftir 28 ára órofna félagsaðild. Ástæðan sem hún gefur upp eru vinnubrögð stjórnar varðandi hina umdeildu aðildarumsókn BDSM á Íslandi. Vísir hefur fjallað nokkuð um málið sem reynst hefur Samtökunum ´78 gríðarlega erfitt. En, einnig BDSM-fólki og hér má meðal annars finna viðtal við Magnús Hákonarson formann BDSM á Íslandi. Aðild BDSM var samþykkt á síðasta aðalfundi en í gær var haldinn félagsfundur þar sem rætt var lögfræðiálit, en vafi leikur á um lögmæti þeirrar samþykktar vegna þess að boða átti til fundarins bréflega. Lilja segir að stór hluti félagsmanna hafi krafist nýs aðalfundar til að skera úr um þetta atriði, þannig að enginn minnsti vafi léki þar á um. En, allt kom fyrir ekki. Lilja segir stjórnina ekki virðast sjá ástæðu til að leita sátta heldur misbeiti leikreglum til að þvinga aðild BDSM í gegn, meðal annars með smölun félaga þess ágæta félags á umræddan félagsfund.Stór hluti gamalgróinna félagsmanna á förumLilja sér fyrir sér fjöldaúrsagnir. „Stjórn virðist geta hugsað sér að sitja í vafasömu umboði og taka mjög umdeilda ákvörðun sem Samtökin´78 munu gjalda dýru verði, þar sem stór hluti félaga mun segja sig úr félaginu. Það segir mér að stjórnin sé ekki starfi sínu vaxin og taki eigin völd og vilja fram yfir hag félagsins í heild.“ Á síðu félagsins er nánar greint frá félagsfundinum sem haldinn var á laugardaginn. Þar var félagsfólki boðið að kjósa um tvær leiðir til að leysa þennan ágreining sem lýtur meðal annars að hugmyndafræðinni um tilgang, stefnu og starf samtakanna, en umsókn BDSM á Íslandi um stöðu hagsmunafélags í samtökunum er hluti af því sem rætt er um.Erfiður félagsfundur um helginaEkki er dregin fjöður yfir það, í þeirri greinargerð, að fundurinn hafi reynst félagsfólki erfiður: „Félagar ákváðu að fara þá leið að staðfesta eða synja því sem fram fór á aðalfundinum 5. mars sl. Lyktir urðu þær að öll atriði aðalfundar voru staðfest, þ.m.t. umsókn BDSM á Íslandi um hagsmunaaðild að samtökunum. Sá liður var staðfestur með 72 atkvæðum eða 55,81% greiddra atkvæða. Með synjun kusu 56 eða 43,41%. Einn sat hjá eða 0,78%. Alls greiddu 129 félagar atkvæði um þennan lið.“
Tengdar fréttir Stjórn ´78 vill kjósa aftur um aðild BDSM á Íslandi Aðild BDSM-fólks að Samtökunum ´78 í uppnámi vegna formgalla á fundarboði. 10. mars 2016 15:08 Aðild BDSM-samtakanna við að kljúfa Samtökin ´78 Búist er við úrsögnum úr Samtökunum ´78 í dag. Yfirlýsingar stjórnar að vænta í dag. 7. mars 2016 10:08 Félagsfundur hefur það í hendi sér að hafna aðild BDSM á Íslandi að Samtökunum '78 Boðað hefur verið til félagsfundar hjá samtökunum þar sem annað hvort verður farið lið fyrir lið í gegnum ákvarðanir aðalfundarins eða boðað verður til nýs aðalfundar. 18. mars 2016 15:59 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Stjórn ´78 vill kjósa aftur um aðild BDSM á Íslandi Aðild BDSM-fólks að Samtökunum ´78 í uppnámi vegna formgalla á fundarboði. 10. mars 2016 15:08
Aðild BDSM-samtakanna við að kljúfa Samtökin ´78 Búist er við úrsögnum úr Samtökunum ´78 í dag. Yfirlýsingar stjórnar að vænta í dag. 7. mars 2016 10:08
Félagsfundur hefur það í hendi sér að hafna aðild BDSM á Íslandi að Samtökunum '78 Boðað hefur verið til félagsfundar hjá samtökunum þar sem annað hvort verður farið lið fyrir lið í gegnum ákvarðanir aðalfundarins eða boðað verður til nýs aðalfundar. 18. mars 2016 15:59