„Áður en ég byrjaði í Crossfit var ég feitur krakki“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. júlí 2016 15:00 Ragnheiður Sara þykir til alls líkleg á heimsleikunum sem hefjast á morgun. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir stefnir á sigur á heimsleikunum í Crossfit sem hefjast í Kaliforníu á morgun. Ragnheiður Sara, oftast kölluð Sara, þykir til alls vís en hún var hársbreidd frá sigri í fyrr en þurfti að sætta sig við bronsverðlaun eftir að hafa fatast flugið í uppáhaldsgreininni sinni. „Áður en ég byrjaði í Crossfit var ég feitur krakki. Ég er ennþá feit að innan, ég elska mat,“ segir Sara í afar áhugaverðu innslagi aðstandenda leikanna sem sjá má neðst í fréttinni. Þar kemur fram að Sara hafi lengi leitað að réttu íþróttinni en ekki fundið hana, fyrr en í Crossfit. Skyggnst er á bak við tjöldin hjá Söru, Katrínu Tönju Davíðsdóttur og Annie Mist Þórisdóttur sem allar þykja líklegar til afreka á leikunum. Þær tvær síðarnefndu hafa báðar sigrað á leikunum, Katrín Tanja einmitt í fyrra. Ragnheiður Sara sýnir gamla mynd af sér í myndbandinu. Þar er einnig rætt við föður hennar. „Þegar ég var að verða frekar feit þá notaði ég þetta belti til að sýnast vera grennri,“ segir Sara. Forvitnilegt sé að horfa til baka yfir farin veg en fáir komast með tærnar þar sem hún hefur hælana í dag þegar kemur að heilsu og hreysti. Páfagaukurinn Paulie er kynntur til leiks í innslaginu þar sem fólk fær innsýn í hefðbundinn dag Söru sem borðar hafgragraut í morgunmat og drekkur eitt glas af safa sem hún segir það ógeðslegasta sem hægt er að drekka. Þá borðar hún mikið af berjum og grænmeti. „Ég prófaði alls konar íþróttir þegar ég var yngri en mér líkaði ekki við liðsíþróttir,“ segir Sara. Hún upplýsir að hún hafi búið til afsakanir fyrir æfingar og jafnvel gengið svo langt að setja tómatsósu undir plástra til þess að láta líta út fyrir að um blóð væri að ræða. Henni hafi einfaldlega ekki fundist gaman á æfingunum. Ragnheiður Sara og Annie Mist á verðlaunapalli á Evrópumótinu í vor. Sara hefur í tvígang orðið Evrópumeistari í Crossfit en Njarðvíkingurinn segir árið í fyrra hafa komið henni á óvart. Ekki síst dagarnir á heimsleikunum þar sem hún leiddi lengi vel. „Að vera í fyrsta sæti allan tímann og tapa í lokin í armbeygjum á haus, sem er uppáhaldsæfingin mín. Ég mun hugsa um það augnablik í hvert skipti sem ég velti fyrir mér að gefast upp. Ég ætla aldrei að upplifa þá tilfinningu aftur.“ Njarðvíkingurinn segir frá því hve veik hún sé fyrir bragðarefum, ís með sælgæti í. Þar er smákökudeig uppáhaldið þegar kemur að bragðbæti en hún á uppáhaldsstað í Los Angeles sem heitir Yogurtland. Nú er hins vegar ekki tíminn til að borða ís. „Ég vil verða sú hraustasta á jörðu og verð að borða rétt,“ segir Sara sem ætlar beint í Yogurtland eftir leikana og verðlauna sig. Nokkrir dagar eru í það en keppni ytra hefst á morgun. „Ég vil vinna leikana til að sanna fyrir öllum stelpum sem hættu í íþróttum þegar þær voru ungar, og héldu að ekkert yrði úr þeim, að allt er mögulegt ef þú leggur hart að þér.“Innslagið um íslensku stelpurnar má sjá hér að neðan. CrossFit Tengdar fréttir Fjallið aðstoðar Annie Mist fyrir heimsleikanna: „Við bætum hverja aðra upp“ "Við setjum pressu á hvor aðra. Við erum allar með það hugafar að ef einhver getur bætt sig, þá getum við það allar.“ 18. júlí 2016 12:30 Leiðin á heimsleikanna: Íslensku dæturnar | Myndband Heimsleikarnir í CrossFit hefjast á morgun í StubHub Center í Carson, Kaliforníu. 18. júlí 2016 09:36 Mest lesið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu Lífið samstarf Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Lífið Fleiri fréttir Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan fór út blautbolakeppni Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Sjá meira
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir stefnir á sigur á heimsleikunum í Crossfit sem hefjast í Kaliforníu á morgun. Ragnheiður Sara, oftast kölluð Sara, þykir til alls vís en hún var hársbreidd frá sigri í fyrr en þurfti að sætta sig við bronsverðlaun eftir að hafa fatast flugið í uppáhaldsgreininni sinni. „Áður en ég byrjaði í Crossfit var ég feitur krakki. Ég er ennþá feit að innan, ég elska mat,“ segir Sara í afar áhugaverðu innslagi aðstandenda leikanna sem sjá má neðst í fréttinni. Þar kemur fram að Sara hafi lengi leitað að réttu íþróttinni en ekki fundið hana, fyrr en í Crossfit. Skyggnst er á bak við tjöldin hjá Söru, Katrínu Tönju Davíðsdóttur og Annie Mist Þórisdóttur sem allar þykja líklegar til afreka á leikunum. Þær tvær síðarnefndu hafa báðar sigrað á leikunum, Katrín Tanja einmitt í fyrra. Ragnheiður Sara sýnir gamla mynd af sér í myndbandinu. Þar er einnig rætt við föður hennar. „Þegar ég var að verða frekar feit þá notaði ég þetta belti til að sýnast vera grennri,“ segir Sara. Forvitnilegt sé að horfa til baka yfir farin veg en fáir komast með tærnar þar sem hún hefur hælana í dag þegar kemur að heilsu og hreysti. Páfagaukurinn Paulie er kynntur til leiks í innslaginu þar sem fólk fær innsýn í hefðbundinn dag Söru sem borðar hafgragraut í morgunmat og drekkur eitt glas af safa sem hún segir það ógeðslegasta sem hægt er að drekka. Þá borðar hún mikið af berjum og grænmeti. „Ég prófaði alls konar íþróttir þegar ég var yngri en mér líkaði ekki við liðsíþróttir,“ segir Sara. Hún upplýsir að hún hafi búið til afsakanir fyrir æfingar og jafnvel gengið svo langt að setja tómatsósu undir plástra til þess að láta líta út fyrir að um blóð væri að ræða. Henni hafi einfaldlega ekki fundist gaman á æfingunum. Ragnheiður Sara og Annie Mist á verðlaunapalli á Evrópumótinu í vor. Sara hefur í tvígang orðið Evrópumeistari í Crossfit en Njarðvíkingurinn segir árið í fyrra hafa komið henni á óvart. Ekki síst dagarnir á heimsleikunum þar sem hún leiddi lengi vel. „Að vera í fyrsta sæti allan tímann og tapa í lokin í armbeygjum á haus, sem er uppáhaldsæfingin mín. Ég mun hugsa um það augnablik í hvert skipti sem ég velti fyrir mér að gefast upp. Ég ætla aldrei að upplifa þá tilfinningu aftur.“ Njarðvíkingurinn segir frá því hve veik hún sé fyrir bragðarefum, ís með sælgæti í. Þar er smákökudeig uppáhaldið þegar kemur að bragðbæti en hún á uppáhaldsstað í Los Angeles sem heitir Yogurtland. Nú er hins vegar ekki tíminn til að borða ís. „Ég vil verða sú hraustasta á jörðu og verð að borða rétt,“ segir Sara sem ætlar beint í Yogurtland eftir leikana og verðlauna sig. Nokkrir dagar eru í það en keppni ytra hefst á morgun. „Ég vil vinna leikana til að sanna fyrir öllum stelpum sem hættu í íþróttum þegar þær voru ungar, og héldu að ekkert yrði úr þeim, að allt er mögulegt ef þú leggur hart að þér.“Innslagið um íslensku stelpurnar má sjá hér að neðan.
CrossFit Tengdar fréttir Fjallið aðstoðar Annie Mist fyrir heimsleikanna: „Við bætum hverja aðra upp“ "Við setjum pressu á hvor aðra. Við erum allar með það hugafar að ef einhver getur bætt sig, þá getum við það allar.“ 18. júlí 2016 12:30 Leiðin á heimsleikanna: Íslensku dæturnar | Myndband Heimsleikarnir í CrossFit hefjast á morgun í StubHub Center í Carson, Kaliforníu. 18. júlí 2016 09:36 Mest lesið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu Lífið samstarf Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Lífið Fleiri fréttir Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan fór út blautbolakeppni Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Sjá meira
Fjallið aðstoðar Annie Mist fyrir heimsleikanna: „Við bætum hverja aðra upp“ "Við setjum pressu á hvor aðra. Við erum allar með það hugafar að ef einhver getur bætt sig, þá getum við það allar.“ 18. júlí 2016 12:30
Leiðin á heimsleikanna: Íslensku dæturnar | Myndband Heimsleikarnir í CrossFit hefjast á morgun í StubHub Center í Carson, Kaliforníu. 18. júlí 2016 09:36