Sá sem var næstur í röðinni á Bæjarins bestu æpti á alla að koma sér í burtu Birgir Olgeirsson skrifar 29. september 2016 12:12 Frá vettvangi óhappsins. MyndApríl Harpa „Þetta var svaka dynkur,“ segir Skúli Þórðarson, starfsmaður Bæjarin bestu, um byggingarkranann sem féll á nýbyggingu og yfir á planið við pylsuvagn Bæjarins bestu í Hafnarstræti á tólfta tímanum í morgun. „Kraninn lenti rétt hjá okkur og hlassið sem var í krananum lenti beint fyrir aftan vagninn,“ segir Skúli sem var við afgreiðslu þegar þetta átti sér stað. Nokkrir voru í röðinni við vagninn um þetta leyti, þó færri en vananlega á þessum tíma dags, en sá sem var næstur í röðinni byrjaði að vara alla við og æpti á fólk að koma sér í burtu.Vísir/GVAÞar á meðal Skúla sem var sjálfur í vagninum að afgreiða pylsur af sinni alkunnu snilld. „Ég vissi ekkert hvað var að gerast,“ segir Skúli í samtali við Vísi en til allrar hamingju fór allt vel og urðu engin slys á fólki. Vagninn er lokaður núna í hádeginu eftir þetta atvik en lögregla hefur girt svæðið af. Ekki er hægt að vera við hann og hvað þá í honum fyrr en búið er að hífa kranann í burtu sem hangir nú á stillansinum við hótelið. Skúli segir að miðað við þyngdina á hlassinu þá var mikil lukka að það lenti ekki á vagninum.Vísir/GVA„Vagninn hefði farið í mask ef þetta hefði lent á honum.“Timburbúnt í krananumJóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hafði nýyfirgefið vettvanginn þegar blaðamaður náði af honum tali.„Það er með ólíkindum að ekki hafi orðið slys á fólki,“ segir hann í samtali við Vísi. Ekki liggi fyrir hvað hafi orðið til þess að kraninn féll en mögulega hafi einn fótur kranans gefið sig.Timburbúnt hékk í krananum og féll rétt við pylsuvagninn. „Það munaði ekki miklu að þetta hefði lent ofan á vagninum.“Vísir/GVA Tengdar fréttir Krani féll á nýbyggingu og yfir á planið við Bæjarins bestu Engin tilkynning hefur borist um slys á fólki. 29. september 2016 11:53 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
„Þetta var svaka dynkur,“ segir Skúli Þórðarson, starfsmaður Bæjarin bestu, um byggingarkranann sem féll á nýbyggingu og yfir á planið við pylsuvagn Bæjarins bestu í Hafnarstræti á tólfta tímanum í morgun. „Kraninn lenti rétt hjá okkur og hlassið sem var í krananum lenti beint fyrir aftan vagninn,“ segir Skúli sem var við afgreiðslu þegar þetta átti sér stað. Nokkrir voru í röðinni við vagninn um þetta leyti, þó færri en vananlega á þessum tíma dags, en sá sem var næstur í röðinni byrjaði að vara alla við og æpti á fólk að koma sér í burtu.Vísir/GVAÞar á meðal Skúla sem var sjálfur í vagninum að afgreiða pylsur af sinni alkunnu snilld. „Ég vissi ekkert hvað var að gerast,“ segir Skúli í samtali við Vísi en til allrar hamingju fór allt vel og urðu engin slys á fólki. Vagninn er lokaður núna í hádeginu eftir þetta atvik en lögregla hefur girt svæðið af. Ekki er hægt að vera við hann og hvað þá í honum fyrr en búið er að hífa kranann í burtu sem hangir nú á stillansinum við hótelið. Skúli segir að miðað við þyngdina á hlassinu þá var mikil lukka að það lenti ekki á vagninum.Vísir/GVA„Vagninn hefði farið í mask ef þetta hefði lent á honum.“Timburbúnt í krananumJóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hafði nýyfirgefið vettvanginn þegar blaðamaður náði af honum tali.„Það er með ólíkindum að ekki hafi orðið slys á fólki,“ segir hann í samtali við Vísi. Ekki liggi fyrir hvað hafi orðið til þess að kraninn féll en mögulega hafi einn fótur kranans gefið sig.Timburbúnt hékk í krananum og féll rétt við pylsuvagninn. „Það munaði ekki miklu að þetta hefði lent ofan á vagninum.“Vísir/GVA
Tengdar fréttir Krani féll á nýbyggingu og yfir á planið við Bæjarins bestu Engin tilkynning hefur borist um slys á fólki. 29. september 2016 11:53 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Krani féll á nýbyggingu og yfir á planið við Bæjarins bestu Engin tilkynning hefur borist um slys á fólki. 29. september 2016 11:53