Sá sem var næstur í röðinni á Bæjarins bestu æpti á alla að koma sér í burtu Birgir Olgeirsson skrifar 29. september 2016 12:12 Frá vettvangi óhappsins. MyndApríl Harpa „Þetta var svaka dynkur,“ segir Skúli Þórðarson, starfsmaður Bæjarin bestu, um byggingarkranann sem féll á nýbyggingu og yfir á planið við pylsuvagn Bæjarins bestu í Hafnarstræti á tólfta tímanum í morgun. „Kraninn lenti rétt hjá okkur og hlassið sem var í krananum lenti beint fyrir aftan vagninn,“ segir Skúli sem var við afgreiðslu þegar þetta átti sér stað. Nokkrir voru í röðinni við vagninn um þetta leyti, þó færri en vananlega á þessum tíma dags, en sá sem var næstur í röðinni byrjaði að vara alla við og æpti á fólk að koma sér í burtu.Vísir/GVAÞar á meðal Skúla sem var sjálfur í vagninum að afgreiða pylsur af sinni alkunnu snilld. „Ég vissi ekkert hvað var að gerast,“ segir Skúli í samtali við Vísi en til allrar hamingju fór allt vel og urðu engin slys á fólki. Vagninn er lokaður núna í hádeginu eftir þetta atvik en lögregla hefur girt svæðið af. Ekki er hægt að vera við hann og hvað þá í honum fyrr en búið er að hífa kranann í burtu sem hangir nú á stillansinum við hótelið. Skúli segir að miðað við þyngdina á hlassinu þá var mikil lukka að það lenti ekki á vagninum.Vísir/GVA„Vagninn hefði farið í mask ef þetta hefði lent á honum.“Timburbúnt í krananumJóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hafði nýyfirgefið vettvanginn þegar blaðamaður náði af honum tali.„Það er með ólíkindum að ekki hafi orðið slys á fólki,“ segir hann í samtali við Vísi. Ekki liggi fyrir hvað hafi orðið til þess að kraninn féll en mögulega hafi einn fótur kranans gefið sig.Timburbúnt hékk í krananum og féll rétt við pylsuvagninn. „Það munaði ekki miklu að þetta hefði lent ofan á vagninum.“Vísir/GVA Tengdar fréttir Krani féll á nýbyggingu og yfir á planið við Bæjarins bestu Engin tilkynning hefur borist um slys á fólki. 29. september 2016 11:53 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Hugsanlegt oddvitaefni gæti tilkynnt framboð í kvöld Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Sjá meira
„Þetta var svaka dynkur,“ segir Skúli Þórðarson, starfsmaður Bæjarin bestu, um byggingarkranann sem féll á nýbyggingu og yfir á planið við pylsuvagn Bæjarins bestu í Hafnarstræti á tólfta tímanum í morgun. „Kraninn lenti rétt hjá okkur og hlassið sem var í krananum lenti beint fyrir aftan vagninn,“ segir Skúli sem var við afgreiðslu þegar þetta átti sér stað. Nokkrir voru í röðinni við vagninn um þetta leyti, þó færri en vananlega á þessum tíma dags, en sá sem var næstur í röðinni byrjaði að vara alla við og æpti á fólk að koma sér í burtu.Vísir/GVAÞar á meðal Skúla sem var sjálfur í vagninum að afgreiða pylsur af sinni alkunnu snilld. „Ég vissi ekkert hvað var að gerast,“ segir Skúli í samtali við Vísi en til allrar hamingju fór allt vel og urðu engin slys á fólki. Vagninn er lokaður núna í hádeginu eftir þetta atvik en lögregla hefur girt svæðið af. Ekki er hægt að vera við hann og hvað þá í honum fyrr en búið er að hífa kranann í burtu sem hangir nú á stillansinum við hótelið. Skúli segir að miðað við þyngdina á hlassinu þá var mikil lukka að það lenti ekki á vagninum.Vísir/GVA„Vagninn hefði farið í mask ef þetta hefði lent á honum.“Timburbúnt í krananumJóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hafði nýyfirgefið vettvanginn þegar blaðamaður náði af honum tali.„Það er með ólíkindum að ekki hafi orðið slys á fólki,“ segir hann í samtali við Vísi. Ekki liggi fyrir hvað hafi orðið til þess að kraninn féll en mögulega hafi einn fótur kranans gefið sig.Timburbúnt hékk í krananum og féll rétt við pylsuvagninn. „Það munaði ekki miklu að þetta hefði lent ofan á vagninum.“Vísir/GVA
Tengdar fréttir Krani féll á nýbyggingu og yfir á planið við Bæjarins bestu Engin tilkynning hefur borist um slys á fólki. 29. september 2016 11:53 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Hugsanlegt oddvitaefni gæti tilkynnt framboð í kvöld Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Sjá meira
Krani féll á nýbyggingu og yfir á planið við Bæjarins bestu Engin tilkynning hefur borist um slys á fólki. 29. september 2016 11:53