Útilokar fjögurra flokka stjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsókn Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. nóvember 2016 13:45 Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar. Vísir/Þorbjörn Þórðarson Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar útilokar þátttöku í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum jafnvel þótt Björt framtíð yrði líka með í fjögurra flokka stjórn. Fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins telur besta kostinn fyrir þjóðina vera ríksstjórn sem felur í sér samstarf VG og Sjálfstæðisflokksins. Frá því að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins tók við umboði til stjórnarmyndunar frá forseta Íslands á þriðjudag hefur hann átt fundi með formönnum þeirra flokka sem eiga kjörna fulltrúa á Alþlingi auk þingflokks síns. Formlegar stjórnarmyndunarviðræður hafa þó ekki hafist og Bjarni hefur ekki tekið ákvörðun um hvern hann boðar til slíkra viðræðna. Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar útilokar þátttöku í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum jafnvel þótt Björt framtíð yrði líka með í fjögurra flokka stjórn. „Við höfum sagt mjög skýrt að við ætlum ekki að fara í stjórn með þessum tveimur flokkum saman.“Jafnvel þótt Björt framtíð yrði með ykkur í fjögurra flokka stjórn? „Nei, nei og ég held að þau hafi engan áhuga á því heldur.“ Benedikt segist ekki viss hvaða stjórn sé líklegust í augnablikinu. „Það eru margir ólíklegir kostir og tiltölulega fáir eftir.“ Bjarni Benediktsson ræddi við blaðamenn eftir að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tilkynnti að hann fæli Bjarna stjórnarmyndunarumboð. Vísir/EyþórStaðan flókin - ummæli Bjarna vekja athygli Að þessu sögðu er staðan mjög flókin. Ummæli Bjarna Benediktssonar eftir fund með formönnum flokkanna í ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu fyrr í þessari viku hafa vakið athygli en þá sagði Bjarni aðspurður um mögulegt samstarf Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna: „Auðvitað er það ljóst í viðræðum við Vinstri græna að það ber langmest í milli en ég hef hins vegar verið að velta því upp hvort að þau atriði sem mest ber í milli séu þau atriði sem helst verða á dagskrá á næstu árum. Það er ekkert endilega augljóst,“ sagði Bjarni en ummælin má túlka á þann veg að þessi hugmyndafræðilegi ágreiningur sé ekki óbrúanlegur og að flokkarnir séu sammála um brýnustu verkefnin. Engin tveggja flokka stjórn hefur nægan þingstyrk og ef Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri grænir ná saman þurfa þeir stuðning þriðja flokksins til að ríkisstjórnin haldi velli. Einhverjir stuðningsmenn og þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru spenntir og áhugasamir um samstarf þessara tveggja flokka, VG og Sjálfstæðisflokksins. Þannig hefur verið bent á að þrátt fyrir að flokkarnir tveir séu á öndverðum meiði þegar pólitísk hugmyndafræði sé annars vegar sé ekki ágreiningur á milli þeirra um brýnustu verkefni ríkisins. Eins og fjárfestingu í innviðum, eflingu menntakerfisins og aukin útgjöld til heilbrigðismála. Þá eru báðir flokkarnir andvígir aðild Íslands að Evrópusambandinu í prinsippinu þótt VG vilji leiða fram þjóðarvilja um áframhald aðildarviðræðna við sambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu.Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins.Farsælasta niðurstaðan fyrir þjóðina Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins segir að það væri farsælasta niðurstaðan fyrir þjóðina, ef þessir flokkar næðu saman. „Ég geri mér grein fyrir því að það eru alls konar erfiðleikar sem eru samfara slíkri stjórnarmyndun og það þarf kannski svolítill tími að líða til þess að hún geti orðið að veruleika,“ segir Styrmir.Katrín Jakobsdóttir hefur sagt að það gæti orðið erfitt að fara í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum. Mun það ekki leggjast dálítið illa í grasrótina í VG? „Jú ég held að þar sé vandinn. Ég held að vandinn sé ekki fólginn í ólíkri málefnastöðu þessara flokka. Ég fjalla nú um það í grein í Morgunblaðinu í dag þar sem ég færi rök fyrir því að þeir eigi að geta náð saman um helstu málefni sem um er að ræða. Ég held hins vegar að vandinn sé fólginn í þeim áratuga gömlu tilfinningum sem er til staðar á milli þessara gömlu stjórnmálaafla. Ég held að þessi vandi sé í raun og veru frekar tilfinningalegur en frekar vandi við að ná saman um málefni.“Menn hafa sagt að það hafi verið koss dauðans fyrir Samfylkinguna að fara í samstarf með Sjálfstæðisflokknum árið 2007. Er ekki lykilatriðið í þessu sambandi hvernig menn nálgast slíkt samstarf þannig að VG getur farið í stjórnarsamstarf við flokk sem er á öndverðum meiði ef flokkurinn stendur vörð um sín grunngildi í slíku samstarfi? „Ég var þeirrar skoðunar árið 2007 að það hafi verið mistök hjá Sjálfstæðisflokknum að ganga til samstarf við Samfylkinguna á þeim tíma en þá var ég að nálgast málið út frá sjónarhóli Sjálfstæðisflokksins. Auðvitað snýst þetta allt um hvernig menn nálgast svona mál. Mér finnst bara að í ljósi þess að þessi mikli ágreiningur á milli manna á hægri og vinstri vængnum varð auðvitað til af hugmyndafræðilegum ástæðum sem ekki eru lengur til staðar. Hann varð líka til vegna Kalda stríðsins á milli Sovétríkjanna og Vesturlanda. Því er líka lokið og hvers vegna í ósköpunum ættu menn ekki að geta náð saman um íslensk innalandsmál þegar önnur mál eru ekki að þvælast fyrir? Ég skil það ekki,“ segir Styrmir Gunnarsson. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Fleiri fréttir „Mikilvægt að hafa mann sem er vaxinn þessu starfi“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Sjá meira
Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar útilokar þátttöku í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum jafnvel þótt Björt framtíð yrði líka með í fjögurra flokka stjórn. Fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins telur besta kostinn fyrir þjóðina vera ríksstjórn sem felur í sér samstarf VG og Sjálfstæðisflokksins. Frá því að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins tók við umboði til stjórnarmyndunar frá forseta Íslands á þriðjudag hefur hann átt fundi með formönnum þeirra flokka sem eiga kjörna fulltrúa á Alþlingi auk þingflokks síns. Formlegar stjórnarmyndunarviðræður hafa þó ekki hafist og Bjarni hefur ekki tekið ákvörðun um hvern hann boðar til slíkra viðræðna. Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar útilokar þátttöku í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum jafnvel þótt Björt framtíð yrði líka með í fjögurra flokka stjórn. „Við höfum sagt mjög skýrt að við ætlum ekki að fara í stjórn með þessum tveimur flokkum saman.“Jafnvel þótt Björt framtíð yrði með ykkur í fjögurra flokka stjórn? „Nei, nei og ég held að þau hafi engan áhuga á því heldur.“ Benedikt segist ekki viss hvaða stjórn sé líklegust í augnablikinu. „Það eru margir ólíklegir kostir og tiltölulega fáir eftir.“ Bjarni Benediktsson ræddi við blaðamenn eftir að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tilkynnti að hann fæli Bjarna stjórnarmyndunarumboð. Vísir/EyþórStaðan flókin - ummæli Bjarna vekja athygli Að þessu sögðu er staðan mjög flókin. Ummæli Bjarna Benediktssonar eftir fund með formönnum flokkanna í ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu fyrr í þessari viku hafa vakið athygli en þá sagði Bjarni aðspurður um mögulegt samstarf Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna: „Auðvitað er það ljóst í viðræðum við Vinstri græna að það ber langmest í milli en ég hef hins vegar verið að velta því upp hvort að þau atriði sem mest ber í milli séu þau atriði sem helst verða á dagskrá á næstu árum. Það er ekkert endilega augljóst,“ sagði Bjarni en ummælin má túlka á þann veg að þessi hugmyndafræðilegi ágreiningur sé ekki óbrúanlegur og að flokkarnir séu sammála um brýnustu verkefnin. Engin tveggja flokka stjórn hefur nægan þingstyrk og ef Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri grænir ná saman þurfa þeir stuðning þriðja flokksins til að ríkisstjórnin haldi velli. Einhverjir stuðningsmenn og þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru spenntir og áhugasamir um samstarf þessara tveggja flokka, VG og Sjálfstæðisflokksins. Þannig hefur verið bent á að þrátt fyrir að flokkarnir tveir séu á öndverðum meiði þegar pólitísk hugmyndafræði sé annars vegar sé ekki ágreiningur á milli þeirra um brýnustu verkefni ríkisins. Eins og fjárfestingu í innviðum, eflingu menntakerfisins og aukin útgjöld til heilbrigðismála. Þá eru báðir flokkarnir andvígir aðild Íslands að Evrópusambandinu í prinsippinu þótt VG vilji leiða fram þjóðarvilja um áframhald aðildarviðræðna við sambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu.Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins.Farsælasta niðurstaðan fyrir þjóðina Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins segir að það væri farsælasta niðurstaðan fyrir þjóðina, ef þessir flokkar næðu saman. „Ég geri mér grein fyrir því að það eru alls konar erfiðleikar sem eru samfara slíkri stjórnarmyndun og það þarf kannski svolítill tími að líða til þess að hún geti orðið að veruleika,“ segir Styrmir.Katrín Jakobsdóttir hefur sagt að það gæti orðið erfitt að fara í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum. Mun það ekki leggjast dálítið illa í grasrótina í VG? „Jú ég held að þar sé vandinn. Ég held að vandinn sé ekki fólginn í ólíkri málefnastöðu þessara flokka. Ég fjalla nú um það í grein í Morgunblaðinu í dag þar sem ég færi rök fyrir því að þeir eigi að geta náð saman um helstu málefni sem um er að ræða. Ég held hins vegar að vandinn sé fólginn í þeim áratuga gömlu tilfinningum sem er til staðar á milli þessara gömlu stjórnmálaafla. Ég held að þessi vandi sé í raun og veru frekar tilfinningalegur en frekar vandi við að ná saman um málefni.“Menn hafa sagt að það hafi verið koss dauðans fyrir Samfylkinguna að fara í samstarf með Sjálfstæðisflokknum árið 2007. Er ekki lykilatriðið í þessu sambandi hvernig menn nálgast slíkt samstarf þannig að VG getur farið í stjórnarsamstarf við flokk sem er á öndverðum meiði ef flokkurinn stendur vörð um sín grunngildi í slíku samstarfi? „Ég var þeirrar skoðunar árið 2007 að það hafi verið mistök hjá Sjálfstæðisflokknum að ganga til samstarf við Samfylkinguna á þeim tíma en þá var ég að nálgast málið út frá sjónarhóli Sjálfstæðisflokksins. Auðvitað snýst þetta allt um hvernig menn nálgast svona mál. Mér finnst bara að í ljósi þess að þessi mikli ágreiningur á milli manna á hægri og vinstri vængnum varð auðvitað til af hugmyndafræðilegum ástæðum sem ekki eru lengur til staðar. Hann varð líka til vegna Kalda stríðsins á milli Sovétríkjanna og Vesturlanda. Því er líka lokið og hvers vegna í ósköpunum ættu menn ekki að geta náð saman um íslensk innalandsmál þegar önnur mál eru ekki að þvælast fyrir? Ég skil það ekki,“ segir Styrmir Gunnarsson.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Fleiri fréttir „Mikilvægt að hafa mann sem er vaxinn þessu starfi“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Sjá meira