Bjarni Felixson áttræður: Fagnaði afmælinu oft í vinnunni Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. desember 2016 14:30 Börn Bjarna Felixsonar halda veislu honum til heiðurs. vísir/stefán Bjarni Felixson, fyrrverandi íþróttafréttamaður og landsliðsmaður í knattspyrnu, fagnar í dag áttatíu ára afmæli sínu. Deginum mun Bjarni verja í faðmi fjölskyldunnar. Dagurinn í dag er ekki aðeins afmælisdagur íþróttalýsandans ástsæla því í dag eru 55 ár síðan Bjarni og Álfheiður Gísladóttir, eiginkona hans, opinberuðu trúlofun sína. Þau gengu í það heilaga 3. júní ári síðar. Sjálfur er Bjarni lítið afmælisbarn og segir það hafi í gegnum tíðina verið afar þægilegt að eiga afmæli 27. desember. Líkt og alþjóð veit fylgir sá dagur svo að segja alltaf öðrum í jólum og því hefur veisluhald oft farið fyrir ofan garð og neðan. „Ég hef sjaldan haldið upp á afmælið mitt. Það hafa verið veisluhöld dagana á undan og það er of mikið að hafa veislu fjórða daginn í röð,“ segir Bjarni. Sú regla er þó háð undantekningum. Bjarni hélt upp á fimmtugsafmælið sitt og bauð í heilmikla veislu þar sem fjölskylda hans og vinir drógu hann sundur og saman í háði. „Sú veisla yljar manni enn. Æran var gjörsamlega tætt af manni,“ segir Bjarni og hlær. Fór Ellert Schram, fyrrverandi þingmaður og samherji Bjarna í KR, þar fremstur í flokki að sögn afmælisbarnsins. Þetta er hins vegar í eina skiptið sem blásið var til stórrar veislu. Lýsing íþróttaviðburða var talsvert algengri heldur en afmælisveislur. „Það voru mjög oft handboltaleikir á afmælisdaginn sem ég lýsti. Það gerðist til dæmis reglulega að það var leikur milli Íslendinga og Dana,“ segir Bjarni. Hann segir það hafi ekki verið svo að menn kæmu þungir í leikina sökum veisluhaldsins dagana á undan. „Það var þá allavega jafnt á komið hjá Íslendingum og Dönum í þeim efnum.“ „Ég er afskaplega ríkur maður,“ segir Bjarni en þau Álfheiður eiga fjögur börn, níu barnabörn og eitt barnabarnabarn. „Börnin ætla að halda veislu í tilefni dagsins. Það verður matarboð fyrir mig og mína nánustu af þeim sökum. Ég fékk engu um það ráðið.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Sjá meira
Bjarni Felixson, fyrrverandi íþróttafréttamaður og landsliðsmaður í knattspyrnu, fagnar í dag áttatíu ára afmæli sínu. Deginum mun Bjarni verja í faðmi fjölskyldunnar. Dagurinn í dag er ekki aðeins afmælisdagur íþróttalýsandans ástsæla því í dag eru 55 ár síðan Bjarni og Álfheiður Gísladóttir, eiginkona hans, opinberuðu trúlofun sína. Þau gengu í það heilaga 3. júní ári síðar. Sjálfur er Bjarni lítið afmælisbarn og segir það hafi í gegnum tíðina verið afar þægilegt að eiga afmæli 27. desember. Líkt og alþjóð veit fylgir sá dagur svo að segja alltaf öðrum í jólum og því hefur veisluhald oft farið fyrir ofan garð og neðan. „Ég hef sjaldan haldið upp á afmælið mitt. Það hafa verið veisluhöld dagana á undan og það er of mikið að hafa veislu fjórða daginn í röð,“ segir Bjarni. Sú regla er þó háð undantekningum. Bjarni hélt upp á fimmtugsafmælið sitt og bauð í heilmikla veislu þar sem fjölskylda hans og vinir drógu hann sundur og saman í háði. „Sú veisla yljar manni enn. Æran var gjörsamlega tætt af manni,“ segir Bjarni og hlær. Fór Ellert Schram, fyrrverandi þingmaður og samherji Bjarna í KR, þar fremstur í flokki að sögn afmælisbarnsins. Þetta er hins vegar í eina skiptið sem blásið var til stórrar veislu. Lýsing íþróttaviðburða var talsvert algengri heldur en afmælisveislur. „Það voru mjög oft handboltaleikir á afmælisdaginn sem ég lýsti. Það gerðist til dæmis reglulega að það var leikur milli Íslendinga og Dana,“ segir Bjarni. Hann segir það hafi ekki verið svo að menn kæmu þungir í leikina sökum veisluhaldsins dagana á undan. „Það var þá allavega jafnt á komið hjá Íslendingum og Dönum í þeim efnum.“ „Ég er afskaplega ríkur maður,“ segir Bjarni en þau Álfheiður eiga fjögur börn, níu barnabörn og eitt barnabarnabarn. „Börnin ætla að halda veislu í tilefni dagsins. Það verður matarboð fyrir mig og mína nánustu af þeim sökum. Ég fékk engu um það ráðið.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Sjá meira