Bjarni Felixson áttræður: Fagnaði afmælinu oft í vinnunni Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. desember 2016 14:30 Börn Bjarna Felixsonar halda veislu honum til heiðurs. vísir/stefán Bjarni Felixson, fyrrverandi íþróttafréttamaður og landsliðsmaður í knattspyrnu, fagnar í dag áttatíu ára afmæli sínu. Deginum mun Bjarni verja í faðmi fjölskyldunnar. Dagurinn í dag er ekki aðeins afmælisdagur íþróttalýsandans ástsæla því í dag eru 55 ár síðan Bjarni og Álfheiður Gísladóttir, eiginkona hans, opinberuðu trúlofun sína. Þau gengu í það heilaga 3. júní ári síðar. Sjálfur er Bjarni lítið afmælisbarn og segir það hafi í gegnum tíðina verið afar þægilegt að eiga afmæli 27. desember. Líkt og alþjóð veit fylgir sá dagur svo að segja alltaf öðrum í jólum og því hefur veisluhald oft farið fyrir ofan garð og neðan. „Ég hef sjaldan haldið upp á afmælið mitt. Það hafa verið veisluhöld dagana á undan og það er of mikið að hafa veislu fjórða daginn í röð,“ segir Bjarni. Sú regla er þó háð undantekningum. Bjarni hélt upp á fimmtugsafmælið sitt og bauð í heilmikla veislu þar sem fjölskylda hans og vinir drógu hann sundur og saman í háði. „Sú veisla yljar manni enn. Æran var gjörsamlega tætt af manni,“ segir Bjarni og hlær. Fór Ellert Schram, fyrrverandi þingmaður og samherji Bjarna í KR, þar fremstur í flokki að sögn afmælisbarnsins. Þetta er hins vegar í eina skiptið sem blásið var til stórrar veislu. Lýsing íþróttaviðburða var talsvert algengri heldur en afmælisveislur. „Það voru mjög oft handboltaleikir á afmælisdaginn sem ég lýsti. Það gerðist til dæmis reglulega að það var leikur milli Íslendinga og Dana,“ segir Bjarni. Hann segir það hafi ekki verið svo að menn kæmu þungir í leikina sökum veisluhaldsins dagana á undan. „Það var þá allavega jafnt á komið hjá Íslendingum og Dönum í þeim efnum.“ „Ég er afskaplega ríkur maður,“ segir Bjarni en þau Álfheiður eiga fjögur börn, níu barnabörn og eitt barnabarnabarn. „Börnin ætla að halda veislu í tilefni dagsins. Það verður matarboð fyrir mig og mína nánustu af þeim sökum. Ég fékk engu um það ráðið.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Bjarni Felixson, fyrrverandi íþróttafréttamaður og landsliðsmaður í knattspyrnu, fagnar í dag áttatíu ára afmæli sínu. Deginum mun Bjarni verja í faðmi fjölskyldunnar. Dagurinn í dag er ekki aðeins afmælisdagur íþróttalýsandans ástsæla því í dag eru 55 ár síðan Bjarni og Álfheiður Gísladóttir, eiginkona hans, opinberuðu trúlofun sína. Þau gengu í það heilaga 3. júní ári síðar. Sjálfur er Bjarni lítið afmælisbarn og segir það hafi í gegnum tíðina verið afar þægilegt að eiga afmæli 27. desember. Líkt og alþjóð veit fylgir sá dagur svo að segja alltaf öðrum í jólum og því hefur veisluhald oft farið fyrir ofan garð og neðan. „Ég hef sjaldan haldið upp á afmælið mitt. Það hafa verið veisluhöld dagana á undan og það er of mikið að hafa veislu fjórða daginn í röð,“ segir Bjarni. Sú regla er þó háð undantekningum. Bjarni hélt upp á fimmtugsafmælið sitt og bauð í heilmikla veislu þar sem fjölskylda hans og vinir drógu hann sundur og saman í háði. „Sú veisla yljar manni enn. Æran var gjörsamlega tætt af manni,“ segir Bjarni og hlær. Fór Ellert Schram, fyrrverandi þingmaður og samherji Bjarna í KR, þar fremstur í flokki að sögn afmælisbarnsins. Þetta er hins vegar í eina skiptið sem blásið var til stórrar veislu. Lýsing íþróttaviðburða var talsvert algengri heldur en afmælisveislur. „Það voru mjög oft handboltaleikir á afmælisdaginn sem ég lýsti. Það gerðist til dæmis reglulega að það var leikur milli Íslendinga og Dana,“ segir Bjarni. Hann segir það hafi ekki verið svo að menn kæmu þungir í leikina sökum veisluhaldsins dagana á undan. „Það var þá allavega jafnt á komið hjá Íslendingum og Dönum í þeim efnum.“ „Ég er afskaplega ríkur maður,“ segir Bjarni en þau Álfheiður eiga fjögur börn, níu barnabörn og eitt barnabarnabarn. „Börnin ætla að halda veislu í tilefni dagsins. Það verður matarboð fyrir mig og mína nánustu af þeim sökum. Ég fékk engu um það ráðið.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira