Hvorki líkamsárás né kynferðisbrot tilkynnt á fjölmennustu bæjarhátíð landsins Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 8. ágúst 2016 15:21 Mynd/Bjarni Eiríksson Samkvæmt tölum frá vegagerðinni sóttu um 33 þúsund manns hátíðarhöld á Dalvík um helgina, en þar var Fiskidagurinn mikli haldinn í sextánda sinn. Friðleifur Ingi Brynjarsson, verkefnastjóri hjá Vegagerðinni, var í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hann segir umferðina að Dalvík á fiskidaginn hafa verið nokkuð jafna á árunum 2011 til 2014 eða í kringum 26-27 þúsund gesti. „Síðan tekur þetta kipp upp í 30 þúsund árið 2015 og nú upp í 33 þúsund árið 2016,“ segir Friðleifur. „Vegagerðin hefur í gegnum tíðina gert umferðarkannanir og þar með kannað fjölda farþega í hverjum bíl og út frá því höfum við getað áætlað hversu margir farþegar hafi verið í þessum ökutækjum,“ segir Friðleifur. „Ég hef yfirleitt leitað álits fiskidagsmanna á því hvort þetta sé í samræmi við það sem þeir telja og það hefur alltaf verið samræmi þarna á milli,“ segir Friðleifur.Friðrik Ómar segir að allt hafi gengið upp. Myndin er frá tónleikunum á laugardagskvöld.Mynd/Bjarni EiríkssonEngin mál á borði lögreglu Sævar Freyr Ingason, lögreglumaður á Dalvík, segir að hátíðarhöldin hafi farið mjög vel fram og að engar kærur liggi á borði lögreglu eftir helgina. „Það virðist ekki skipta miklu máli hver fjöldinn er hérna, þetta virðist oftast heppnast vel,“ segir Sævar. Hann segist þó ekki vita nákvæman fjölda gesta. „Það er verið að tala um 33 þúsund og það getur vel verið. Eina sem ég get sagt er að það voru fleiri núna en í fyrra, það er alveg á hreinu,“ segir Sævar að lokum.Allt gekk upp að lokum Friðrik Ómar Hjörleifsson söngvari var meðal þeirra tónlistarmanna sem steig á stokk á laugardagskvöldið þegar hátíðarhöld náðu hámarki. Minnstu munaði þó að söngvarinn gæti ekki komið fram sökum veikinda. „Það gekk annars allt bara upp að lokum,“ segir Friðrik Ómar í samtali við Vísi. Hann tekur undir orð Friðleifs og Sævars að fleiri hafi verið á hátíðinni en fyrri ár. „Það er gaman að segja frá jákvæðum fréttum þar sem svona margir eru komnir saman. Ég held að fólk átti sig ekki á stærðinni á þessu, þarna eru helmingi fleiri en á Þjóðhátíð í Eyjum,“ segir Friðrik Ómar.Viðtalið við Friðleif Inga Brynjarsson má heyra hér að ofan. Dalvíkurbyggð Fiskidagurinn mikli Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Sjá meira
Samkvæmt tölum frá vegagerðinni sóttu um 33 þúsund manns hátíðarhöld á Dalvík um helgina, en þar var Fiskidagurinn mikli haldinn í sextánda sinn. Friðleifur Ingi Brynjarsson, verkefnastjóri hjá Vegagerðinni, var í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hann segir umferðina að Dalvík á fiskidaginn hafa verið nokkuð jafna á árunum 2011 til 2014 eða í kringum 26-27 þúsund gesti. „Síðan tekur þetta kipp upp í 30 þúsund árið 2015 og nú upp í 33 þúsund árið 2016,“ segir Friðleifur. „Vegagerðin hefur í gegnum tíðina gert umferðarkannanir og þar með kannað fjölda farþega í hverjum bíl og út frá því höfum við getað áætlað hversu margir farþegar hafi verið í þessum ökutækjum,“ segir Friðleifur. „Ég hef yfirleitt leitað álits fiskidagsmanna á því hvort þetta sé í samræmi við það sem þeir telja og það hefur alltaf verið samræmi þarna á milli,“ segir Friðleifur.Friðrik Ómar segir að allt hafi gengið upp. Myndin er frá tónleikunum á laugardagskvöld.Mynd/Bjarni EiríkssonEngin mál á borði lögreglu Sævar Freyr Ingason, lögreglumaður á Dalvík, segir að hátíðarhöldin hafi farið mjög vel fram og að engar kærur liggi á borði lögreglu eftir helgina. „Það virðist ekki skipta miklu máli hver fjöldinn er hérna, þetta virðist oftast heppnast vel,“ segir Sævar. Hann segist þó ekki vita nákvæman fjölda gesta. „Það er verið að tala um 33 þúsund og það getur vel verið. Eina sem ég get sagt er að það voru fleiri núna en í fyrra, það er alveg á hreinu,“ segir Sævar að lokum.Allt gekk upp að lokum Friðrik Ómar Hjörleifsson söngvari var meðal þeirra tónlistarmanna sem steig á stokk á laugardagskvöldið þegar hátíðarhöld náðu hámarki. Minnstu munaði þó að söngvarinn gæti ekki komið fram sökum veikinda. „Það gekk annars allt bara upp að lokum,“ segir Friðrik Ómar í samtali við Vísi. Hann tekur undir orð Friðleifs og Sævars að fleiri hafi verið á hátíðinni en fyrri ár. „Það er gaman að segja frá jákvæðum fréttum þar sem svona margir eru komnir saman. Ég held að fólk átti sig ekki á stærðinni á þessu, þarna eru helmingi fleiri en á Þjóðhátíð í Eyjum,“ segir Friðrik Ómar.Viðtalið við Friðleif Inga Brynjarsson má heyra hér að ofan.
Dalvíkurbyggð Fiskidagurinn mikli Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent