Hvorki líkamsárás né kynferðisbrot tilkynnt á fjölmennustu bæjarhátíð landsins Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 8. ágúst 2016 15:21 Mynd/Bjarni Eiríksson Samkvæmt tölum frá vegagerðinni sóttu um 33 þúsund manns hátíðarhöld á Dalvík um helgina, en þar var Fiskidagurinn mikli haldinn í sextánda sinn. Friðleifur Ingi Brynjarsson, verkefnastjóri hjá Vegagerðinni, var í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hann segir umferðina að Dalvík á fiskidaginn hafa verið nokkuð jafna á árunum 2011 til 2014 eða í kringum 26-27 þúsund gesti. „Síðan tekur þetta kipp upp í 30 þúsund árið 2015 og nú upp í 33 þúsund árið 2016,“ segir Friðleifur. „Vegagerðin hefur í gegnum tíðina gert umferðarkannanir og þar með kannað fjölda farþega í hverjum bíl og út frá því höfum við getað áætlað hversu margir farþegar hafi verið í þessum ökutækjum,“ segir Friðleifur. „Ég hef yfirleitt leitað álits fiskidagsmanna á því hvort þetta sé í samræmi við það sem þeir telja og það hefur alltaf verið samræmi þarna á milli,“ segir Friðleifur.Friðrik Ómar segir að allt hafi gengið upp. Myndin er frá tónleikunum á laugardagskvöld.Mynd/Bjarni EiríkssonEngin mál á borði lögreglu Sævar Freyr Ingason, lögreglumaður á Dalvík, segir að hátíðarhöldin hafi farið mjög vel fram og að engar kærur liggi á borði lögreglu eftir helgina. „Það virðist ekki skipta miklu máli hver fjöldinn er hérna, þetta virðist oftast heppnast vel,“ segir Sævar. Hann segist þó ekki vita nákvæman fjölda gesta. „Það er verið að tala um 33 þúsund og það getur vel verið. Eina sem ég get sagt er að það voru fleiri núna en í fyrra, það er alveg á hreinu,“ segir Sævar að lokum.Allt gekk upp að lokum Friðrik Ómar Hjörleifsson söngvari var meðal þeirra tónlistarmanna sem steig á stokk á laugardagskvöldið þegar hátíðarhöld náðu hámarki. Minnstu munaði þó að söngvarinn gæti ekki komið fram sökum veikinda. „Það gekk annars allt bara upp að lokum,“ segir Friðrik Ómar í samtali við Vísi. Hann tekur undir orð Friðleifs og Sævars að fleiri hafi verið á hátíðinni en fyrri ár. „Það er gaman að segja frá jákvæðum fréttum þar sem svona margir eru komnir saman. Ég held að fólk átti sig ekki á stærðinni á þessu, þarna eru helmingi fleiri en á Þjóðhátíð í Eyjum,“ segir Friðrik Ómar.Viðtalið við Friðleif Inga Brynjarsson má heyra hér að ofan. Dalvíkurbyggð Fiskidagurinn mikli Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
Samkvæmt tölum frá vegagerðinni sóttu um 33 þúsund manns hátíðarhöld á Dalvík um helgina, en þar var Fiskidagurinn mikli haldinn í sextánda sinn. Friðleifur Ingi Brynjarsson, verkefnastjóri hjá Vegagerðinni, var í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hann segir umferðina að Dalvík á fiskidaginn hafa verið nokkuð jafna á árunum 2011 til 2014 eða í kringum 26-27 þúsund gesti. „Síðan tekur þetta kipp upp í 30 þúsund árið 2015 og nú upp í 33 þúsund árið 2016,“ segir Friðleifur. „Vegagerðin hefur í gegnum tíðina gert umferðarkannanir og þar með kannað fjölda farþega í hverjum bíl og út frá því höfum við getað áætlað hversu margir farþegar hafi verið í þessum ökutækjum,“ segir Friðleifur. „Ég hef yfirleitt leitað álits fiskidagsmanna á því hvort þetta sé í samræmi við það sem þeir telja og það hefur alltaf verið samræmi þarna á milli,“ segir Friðleifur.Friðrik Ómar segir að allt hafi gengið upp. Myndin er frá tónleikunum á laugardagskvöld.Mynd/Bjarni EiríkssonEngin mál á borði lögreglu Sævar Freyr Ingason, lögreglumaður á Dalvík, segir að hátíðarhöldin hafi farið mjög vel fram og að engar kærur liggi á borði lögreglu eftir helgina. „Það virðist ekki skipta miklu máli hver fjöldinn er hérna, þetta virðist oftast heppnast vel,“ segir Sævar. Hann segist þó ekki vita nákvæman fjölda gesta. „Það er verið að tala um 33 þúsund og það getur vel verið. Eina sem ég get sagt er að það voru fleiri núna en í fyrra, það er alveg á hreinu,“ segir Sævar að lokum.Allt gekk upp að lokum Friðrik Ómar Hjörleifsson söngvari var meðal þeirra tónlistarmanna sem steig á stokk á laugardagskvöldið þegar hátíðarhöld náðu hámarki. Minnstu munaði þó að söngvarinn gæti ekki komið fram sökum veikinda. „Það gekk annars allt bara upp að lokum,“ segir Friðrik Ómar í samtali við Vísi. Hann tekur undir orð Friðleifs og Sævars að fleiri hafi verið á hátíðinni en fyrri ár. „Það er gaman að segja frá jákvæðum fréttum þar sem svona margir eru komnir saman. Ég held að fólk átti sig ekki á stærðinni á þessu, þarna eru helmingi fleiri en á Þjóðhátíð í Eyjum,“ segir Friðrik Ómar.Viðtalið við Friðleif Inga Brynjarsson má heyra hér að ofan.
Dalvíkurbyggð Fiskidagurinn mikli Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira