Bökuðu tvíburaköku fyrir Gleðibankann Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 2. október 2016 10:15 Svanhildur Dóra, Svanhildur Margrét, Heiðrún og Valgerður Birna hittust fyrst allar í 1. bekk Hlíðaskóla. Mynd/Brynhildur Þegar auglýst var kökukeppni í félagsmiðstöðinni í Hlíðaskóla lögðu þær Heiðrún, Svanhildur Dóra, Svanhildur Margrét og Valgerður Birna á ráðin, bökuðu og hönnuðu. Afraksturinn var skemmtileg og skrýtin kaka sem var líka mjög góð á bragðið. En hvernig kaka? SD: Þetta er kaka með hálfpartinn tveimur hausum, tvíburakaka. H: Á botninum er marens, svo súkkulaðikrem og rjómi með bláum matarlit og ávöxtum. Þar ofan á eru svampbotnar sem líta út eins og smábörn sem eru græn og appelsínugul á litinn. V: Svo tókum við piparkökuform og tókum út úr kökunum og svissuðum litum svo það var komin græn stjarna í appelsínugula svampbotninn og appelsínugul í þann græna. H: Og svo settum við fullt af gúmmíi og nammi og kökuskrauti og piparkökum frá síðustu jólum á hliðarnar. SM: Og þá var komin marenskaka með smábarnaandlitum! Hvernig gekk að vera fjórar saman að baka? SD: Það gekk bara vel. Ég þeytti rjóma og skreytti. H: Það var æðislegt. Mér finnst gaman að baka með vinum mínum. Og mér er alveg sama hvort við vinnum eða ekki. V: Það gekk frekar vel. Við vorum ekki alltaf sammála í byrjun en svo komumst við að niðurstöðu með lýðræði. Hvað eruð þið búnar að vera vinkonur lengi? SM: Mjög lengi. Við Heiðrún vorum saman í leikskóla og Valgerður B. og Svanhildur D. líka. Við hittumst allar í 1. bekk í Hlíðaskóla, en urðum samt ekki alveg strax vinkonur. Ætlið þið að verða bakarar þegar þið verðið stórar? H og SM: Ég veit ekki. V: Maður veit aldrei??Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. október 2016. Lífið Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Fleiri fréttir Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Sjá meira
Þegar auglýst var kökukeppni í félagsmiðstöðinni í Hlíðaskóla lögðu þær Heiðrún, Svanhildur Dóra, Svanhildur Margrét og Valgerður Birna á ráðin, bökuðu og hönnuðu. Afraksturinn var skemmtileg og skrýtin kaka sem var líka mjög góð á bragðið. En hvernig kaka? SD: Þetta er kaka með hálfpartinn tveimur hausum, tvíburakaka. H: Á botninum er marens, svo súkkulaðikrem og rjómi með bláum matarlit og ávöxtum. Þar ofan á eru svampbotnar sem líta út eins og smábörn sem eru græn og appelsínugul á litinn. V: Svo tókum við piparkökuform og tókum út úr kökunum og svissuðum litum svo það var komin græn stjarna í appelsínugula svampbotninn og appelsínugul í þann græna. H: Og svo settum við fullt af gúmmíi og nammi og kökuskrauti og piparkökum frá síðustu jólum á hliðarnar. SM: Og þá var komin marenskaka með smábarnaandlitum! Hvernig gekk að vera fjórar saman að baka? SD: Það gekk bara vel. Ég þeytti rjóma og skreytti. H: Það var æðislegt. Mér finnst gaman að baka með vinum mínum. Og mér er alveg sama hvort við vinnum eða ekki. V: Það gekk frekar vel. Við vorum ekki alltaf sammála í byrjun en svo komumst við að niðurstöðu með lýðræði. Hvað eruð þið búnar að vera vinkonur lengi? SM: Mjög lengi. Við Heiðrún vorum saman í leikskóla og Valgerður B. og Svanhildur D. líka. Við hittumst allar í 1. bekk í Hlíðaskóla, en urðum samt ekki alveg strax vinkonur. Ætlið þið að verða bakarar þegar þið verðið stórar? H og SM: Ég veit ekki. V: Maður veit aldrei??Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. október 2016.
Lífið Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Fleiri fréttir Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Sjá meira