Telati-fjölskyldan trúði ekki góðu fréttunum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 23. janúar 2016 07:00 Hamingjusöm og hólpin fjölskylda með Reykjavík í bakgrunni. vísir/vilhelm „Ég var kvíðinn fyrir því að hitta lögfræðing okkar. Hún hringdi í mig og sagðist hafa fréttir að færa mér og konunni minni og bað okkur um að hitta sig. Á leiðinni þangað hugsaði ég um hvort við værum að fara að fá slæmar fréttir. Svo þegar hún sagði mér fréttirnar þá fóru þær inn um annað eyrað og út um hitt. Ég hreinlega náði ekki því sem hún sagði því ég hafði verið búinn undir það versta,“segir Hasan Telati ákaflega hamingjusamur fjölskyldufaðir. Hasan, eiginkona hans Aleka og börnin þeirra þrjú Laura, Janie og Petrit eru frá Albaníu og hafa fengið dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum og vegna sérstakra tengsla þeirra við landið. Fjölskyldan komst í fréttirnar í september þegar Fréttablaðið greindi frá því að börnin þrjú höfðu ekki fengið skólavist þrátt fyrir að hafa dvalið á landinu frá því í júní. Forstjóri Útlendingastofnunar sagði að mistök hefðu verið gerð, stofnunin hafi ekki brugðist nógu hratt við og að verkferlum yrði breytt svo að að slíkt kæmi ekki fyrir aftur. Fór svo að börnin fengu inni í skóla í Laugarneshverfinu og kunna öll vel við sig þar. Laura Telati brosir út að eyrum. „Ég kastaði mér í gólfið af gleði, skólafélagar mínir samglöddust mér innilega,“ segir hún. Laura er í tíunda bekk í Laugalækjarskóla og hefur, þótt ung sé, sjálf barist fyrir málstað fjölskyldunnar og flutti meðal annars hjartnæma ræðu á meðmælafundi sem var haldinn í Laugarneskirkju þar sem hún bað um að fá að vera áfram á Íslandi. Það var síðan í október sem Útlendingastofnun synjaði fjölskyldunni um dvalarleyfi. Kom fram í synjun stofnunarinnar að fjölskyldan væri ekki álitin flóttafólk þar sem hún væri ekki talin í lífshættu í heimalandinu Albaníu og ætti ekki ofsóknir á hættu. Synjunin var fjölskyldunni mikið áfall. Fjölskyldan áfrýjaði úrskurðinum og það vakti mikla reiði í samfélaginu að senda ætti þau úr landi. Rithöfundurinn Illugi Jökulsson setti af stað undirskriftasöfnun til þess að þrýsta á stjórnvöld um að leyfa fjölskyldunni að vera hér áfram. Á rúmum þremur sólarhringum höfðu 10 þúsund manns skrifað undir. Alls kyns aðstoð barst fjölskyldunni, atvinnutilboð, gjafir og góðvild. „Við erum innilega þakklát og hlökkum til að byggja upp líf okkar í ró og næði hér á Íslandi. Okkur gengur svo vel og það er því góða fólki að þakka sem hefur orðið á vegi okkar og tekið upp málstað okkar,“ segir Aleka. Flóttamenn Tengdar fréttir Telati fjölskyldan fékk dvalarleyfi Laura, Hasan Aleka, Janie og Petrit, betur þekkt sem Telati fjölskyldan frá Albaníu, hafa fengið dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum og vegna sérstakra tengsla þeirra við landið. 22. janúar 2016 13:44 Illugi Jökulsson: „Afskaplega glaður fyrir þeirra hönd“ Illugi Jökulsson rithöfundur er afar glaður yfir nýjustu fréttum af Telati-fjölskyldinni. 22. janúar 2016 14:43 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
„Ég var kvíðinn fyrir því að hitta lögfræðing okkar. Hún hringdi í mig og sagðist hafa fréttir að færa mér og konunni minni og bað okkur um að hitta sig. Á leiðinni þangað hugsaði ég um hvort við værum að fara að fá slæmar fréttir. Svo þegar hún sagði mér fréttirnar þá fóru þær inn um annað eyrað og út um hitt. Ég hreinlega náði ekki því sem hún sagði því ég hafði verið búinn undir það versta,“segir Hasan Telati ákaflega hamingjusamur fjölskyldufaðir. Hasan, eiginkona hans Aleka og börnin þeirra þrjú Laura, Janie og Petrit eru frá Albaníu og hafa fengið dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum og vegna sérstakra tengsla þeirra við landið. Fjölskyldan komst í fréttirnar í september þegar Fréttablaðið greindi frá því að börnin þrjú höfðu ekki fengið skólavist þrátt fyrir að hafa dvalið á landinu frá því í júní. Forstjóri Útlendingastofnunar sagði að mistök hefðu verið gerð, stofnunin hafi ekki brugðist nógu hratt við og að verkferlum yrði breytt svo að að slíkt kæmi ekki fyrir aftur. Fór svo að börnin fengu inni í skóla í Laugarneshverfinu og kunna öll vel við sig þar. Laura Telati brosir út að eyrum. „Ég kastaði mér í gólfið af gleði, skólafélagar mínir samglöddust mér innilega,“ segir hún. Laura er í tíunda bekk í Laugalækjarskóla og hefur, þótt ung sé, sjálf barist fyrir málstað fjölskyldunnar og flutti meðal annars hjartnæma ræðu á meðmælafundi sem var haldinn í Laugarneskirkju þar sem hún bað um að fá að vera áfram á Íslandi. Það var síðan í október sem Útlendingastofnun synjaði fjölskyldunni um dvalarleyfi. Kom fram í synjun stofnunarinnar að fjölskyldan væri ekki álitin flóttafólk þar sem hún væri ekki talin í lífshættu í heimalandinu Albaníu og ætti ekki ofsóknir á hættu. Synjunin var fjölskyldunni mikið áfall. Fjölskyldan áfrýjaði úrskurðinum og það vakti mikla reiði í samfélaginu að senda ætti þau úr landi. Rithöfundurinn Illugi Jökulsson setti af stað undirskriftasöfnun til þess að þrýsta á stjórnvöld um að leyfa fjölskyldunni að vera hér áfram. Á rúmum þremur sólarhringum höfðu 10 þúsund manns skrifað undir. Alls kyns aðstoð barst fjölskyldunni, atvinnutilboð, gjafir og góðvild. „Við erum innilega þakklát og hlökkum til að byggja upp líf okkar í ró og næði hér á Íslandi. Okkur gengur svo vel og það er því góða fólki að þakka sem hefur orðið á vegi okkar og tekið upp málstað okkar,“ segir Aleka.
Flóttamenn Tengdar fréttir Telati fjölskyldan fékk dvalarleyfi Laura, Hasan Aleka, Janie og Petrit, betur þekkt sem Telati fjölskyldan frá Albaníu, hafa fengið dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum og vegna sérstakra tengsla þeirra við landið. 22. janúar 2016 13:44 Illugi Jökulsson: „Afskaplega glaður fyrir þeirra hönd“ Illugi Jökulsson rithöfundur er afar glaður yfir nýjustu fréttum af Telati-fjölskyldinni. 22. janúar 2016 14:43 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Telati fjölskyldan fékk dvalarleyfi Laura, Hasan Aleka, Janie og Petrit, betur þekkt sem Telati fjölskyldan frá Albaníu, hafa fengið dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum og vegna sérstakra tengsla þeirra við landið. 22. janúar 2016 13:44
Illugi Jökulsson: „Afskaplega glaður fyrir þeirra hönd“ Illugi Jökulsson rithöfundur er afar glaður yfir nýjustu fréttum af Telati-fjölskyldinni. 22. janúar 2016 14:43