Sport

Fékk rúmlega 8 milljarða króna samning en getur ekkert

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
„Sorry guys. My bad.“ Osweiler er sagður vera köttur í sekk.
„Sorry guys. My bad.“ Osweiler er sagður vera köttur í sekk. vísir/getty
Mörgum þótti NFL-liðið Houston Texans tefla djarft er það bauð leikstjórnandanum Brock 72 milljóna dollara samning.

Það er 8,2 milljarðar íslenskra króna. Fyrir leikmann sem hafði ekki spilað marga leiki og í raun ekki sýnt neina stjörnutakta.

Í gær tapaði Texans 27-0 gegn New England Patriots þar sem leikstjórnandi Patriots var nýliði sem fékk þrjá daga til þess að undirbúa sig.

Texans var búið að vinna fyrstu tvo leiki sína á tímabilinu en það var ekki fyrir snilldartakta Osweiler.

Í leiknum gegn Patriots komst Texans ekki yfir miðju fyrr en 39 mínútur voru liðnar af leiknum. Sóknarleikurinn var eins mikið drasl og hægt er að bjóða upp á.

Það var ekkert í fari Osweiler sem gaf ástæðu til bjartsýni fyrir stuðningsmenn Texans. Nú þegar er byrjað að tala um að þetta hafi verið versti samningur sem félag hefur gert í sögu NFL-deildarinnar.

NFL

Tengdar fréttir

Nýliðinn leiddi Patriots til sigurs

Þriðji leikstjórnandi New England Patriots, nýliðinn Jacoby Brissett, varð að spila fyrir liðið gegn Houston í nótt og hann leiddi Patriots til stórsigurs, 27-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×