Nýliðinn leiddi Patriots til sigurs Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. september 2016 09:15 Brissett fagnar snertimarki sínu í nótt. vísir/getty Þriðji leikstjórnandi New England Patriots, nýliðinn Jacoby Brissett, varð að spila fyrir liðið gegn Houston í nótt og hann leiddi Patriots til stórsigurs, 27-0. Tom Brady, aðalleikstjórnandi Patriots, er í banni og varamaður hans, Jimmy Garoppolo, meiddist í síðasta leik. Þá stóð aðeins eftir hinn 23 ára gamli Jacoby Brissett. Ef hann hefði meiðst þá var ekki til annar leikstjórnandi til þess að taka við af honum. Útherjinn Julian Edelman hefði þá farið í að kasta boltanum. Brissett var valinn númer 91 í nýliðavalinu síðast og var eini leikmaðurinn í valinu sem hafnaði því að vera með umboðsmann. Það er skemmst frá því að segja að strákurinn stóð sig frábærlega. Hann skoraði fyrsta snertimark leiksins eftir frábært hlaup og spilaði síðan skynsamlega. Flott fraumraun. New England er því búið að vinna alla þrjá leiki sína á tímabilinu og það án Tom Brady. Liðið virðist geta unnið með hvaða leikstjórnanda sem er. Brady á einn leik eftir í banni og er hann kemur til baka verður liðið fyrst illviðráðanlegt. Brissett kláraði 11 af 19 sendingum sínum í nótt fyrr 103 jördum. Hann hljóp 48 jarda og skoraði snertimark eins og áður segir. Hann kastaði engum bolta frá sér heldur. Milljarðamaðurinn Brock Osweiler, leikstjórnandi Houston, var arfaslakur. Kláraði 24 af 41 sendingu sinni fyrir 196 jördum. Ekkert snertimark og einn tapaður bolti. Þetta var fyrsta tap Houston í vetur. NFL Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sport Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Vildi hvergi annarsstaðar spila Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjá meira
Þriðji leikstjórnandi New England Patriots, nýliðinn Jacoby Brissett, varð að spila fyrir liðið gegn Houston í nótt og hann leiddi Patriots til stórsigurs, 27-0. Tom Brady, aðalleikstjórnandi Patriots, er í banni og varamaður hans, Jimmy Garoppolo, meiddist í síðasta leik. Þá stóð aðeins eftir hinn 23 ára gamli Jacoby Brissett. Ef hann hefði meiðst þá var ekki til annar leikstjórnandi til þess að taka við af honum. Útherjinn Julian Edelman hefði þá farið í að kasta boltanum. Brissett var valinn númer 91 í nýliðavalinu síðast og var eini leikmaðurinn í valinu sem hafnaði því að vera með umboðsmann. Það er skemmst frá því að segja að strákurinn stóð sig frábærlega. Hann skoraði fyrsta snertimark leiksins eftir frábært hlaup og spilaði síðan skynsamlega. Flott fraumraun. New England er því búið að vinna alla þrjá leiki sína á tímabilinu og það án Tom Brady. Liðið virðist geta unnið með hvaða leikstjórnanda sem er. Brady á einn leik eftir í banni og er hann kemur til baka verður liðið fyrst illviðráðanlegt. Brissett kláraði 11 af 19 sendingum sínum í nótt fyrr 103 jördum. Hann hljóp 48 jarda og skoraði snertimark eins og áður segir. Hann kastaði engum bolta frá sér heldur. Milljarðamaðurinn Brock Osweiler, leikstjórnandi Houston, var arfaslakur. Kláraði 24 af 41 sendingu sinni fyrir 196 jördum. Ekkert snertimark og einn tapaður bolti. Þetta var fyrsta tap Houston í vetur.
NFL Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sport Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Vildi hvergi annarsstaðar spila Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjá meira