Hrannar taldi sig ekki eiga möguleika gegn Ólafi Ragnari Birta Björnsdóttir skrifar 27. apríl 2016 19:30 Það var Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík sem boðaði til fundar með forsetaframbjóðendum fyrr í dag. Sjö af þeim tólf sem ákveðið hafa að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands mættu til fundarins. Reyndar fækkaði um einn úr röðum frambjóðenda á fundinum sjálfum þegar Hrannar Pétursson tilkynnti þar að hann hyggðist draga framboð sitt til baka. „Ástæðan fyrir því er í raun og veru mjög einföld. Það varð ákveðin eðlisbreyting á kosningabaráttunni með ákvörðun sitjandi forseta um að sækjast eftir endurkjöri. Í ljósi þeirra breyttu aðstæðna fannst mér einfaldlega skynsamlegt að stíga til hliðar. Það er kalt en skynsamlegt mat," sagði Hrannar að fundi loknum. „Það er einfaldlega svo að líkur mínar á góðum árangri minnkuðu all verulega eftir að Ólafur Ragnar ákvað að stíga inn á þennan völl."Heldurðu að þú komir til með að bjóða þig aftur fram einhverntíman í framtíðinni?„Nú hugsa ég bara einn tvo daga fram í tímann og við skulum bara sjá hvað gerist. Ég hlakka til að fylgjast með umræðunni sem framundan er. Það er mikið af góðum hugmyndum og margir frambjóðendur með skýra og góða sýn," sagði Hrannar.Treystir þú þér til að lýsa yfir stuðningi við einhvern af þeim sem ennþá eru í framboði? „Ég ætla að láta það eiga sig. Ég ætla einfaldlega að stíga til hliðar og óska þeim öllum góðs gengis," sagði Hrannar.Á fundinum fengu frambjóðendur tækifæri til að kynna sig áður en þau svöruðu spurningum úr sal. Á meðfylgjandi myndbandi má sjá brot úr ræðum þeirrra Andra Snæs Magnasonar, Ástþórs Magnússonar, Benedikts Kristjáns Mewes, Guðrúnar Margrétar Pálsdóttur, Höllu Tómasdóttur og Hildar Þórðardóttur. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR nýtur Ólafur Ragnar Grímsson langmests stuðnings frambjóðenda og mælist með 52,6 prósenta fylgi. Það er næstum nákvæmlega sama hlutfall og Ólafur Ragnar náði af greiddum atkvæðum þegar hann náði endurkjöri í embættið fyrir fjórum árum síðan. Andri Snær Magnason mælist með 29,4 prósenta fylgi í könnun MMR en könnun var gerð dagana 22-26 apríl. Halla Tómasdóttir mælist með 8,8 prósenta fylgi en aðrir frambjóðendur ná ekki tveggja prósenta fylgi. Háskólamenntaðir og þau sem búsett eru á höfuðborgarsvæðinu eru líklegust til að kjósa Andra Snæ, en Ólafur hefur hlutfallslega mest fylgi meðal þeirra sem hafa lægra menntunarstig og búsett eru á landsbyggðinni. Halla Tómasdóttir hefur hlutfallslega meira fylgi hjá konum og æðstu stjórnendum fyrirtækja, samkvæmt upplýsingum frá MMR. Fresturinn til að skila inn framboði til embættis forseta Íslands rennur út þann 20.maí næstkomandi. Forsetakosningar 2016 Forsetakosningar 2016 video kassi Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira
Það var Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík sem boðaði til fundar með forsetaframbjóðendum fyrr í dag. Sjö af þeim tólf sem ákveðið hafa að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands mættu til fundarins. Reyndar fækkaði um einn úr röðum frambjóðenda á fundinum sjálfum þegar Hrannar Pétursson tilkynnti þar að hann hyggðist draga framboð sitt til baka. „Ástæðan fyrir því er í raun og veru mjög einföld. Það varð ákveðin eðlisbreyting á kosningabaráttunni með ákvörðun sitjandi forseta um að sækjast eftir endurkjöri. Í ljósi þeirra breyttu aðstæðna fannst mér einfaldlega skynsamlegt að stíga til hliðar. Það er kalt en skynsamlegt mat," sagði Hrannar að fundi loknum. „Það er einfaldlega svo að líkur mínar á góðum árangri minnkuðu all verulega eftir að Ólafur Ragnar ákvað að stíga inn á þennan völl."Heldurðu að þú komir til með að bjóða þig aftur fram einhverntíman í framtíðinni?„Nú hugsa ég bara einn tvo daga fram í tímann og við skulum bara sjá hvað gerist. Ég hlakka til að fylgjast með umræðunni sem framundan er. Það er mikið af góðum hugmyndum og margir frambjóðendur með skýra og góða sýn," sagði Hrannar.Treystir þú þér til að lýsa yfir stuðningi við einhvern af þeim sem ennþá eru í framboði? „Ég ætla að láta það eiga sig. Ég ætla einfaldlega að stíga til hliðar og óska þeim öllum góðs gengis," sagði Hrannar.Á fundinum fengu frambjóðendur tækifæri til að kynna sig áður en þau svöruðu spurningum úr sal. Á meðfylgjandi myndbandi má sjá brot úr ræðum þeirrra Andra Snæs Magnasonar, Ástþórs Magnússonar, Benedikts Kristjáns Mewes, Guðrúnar Margrétar Pálsdóttur, Höllu Tómasdóttur og Hildar Þórðardóttur. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR nýtur Ólafur Ragnar Grímsson langmests stuðnings frambjóðenda og mælist með 52,6 prósenta fylgi. Það er næstum nákvæmlega sama hlutfall og Ólafur Ragnar náði af greiddum atkvæðum þegar hann náði endurkjöri í embættið fyrir fjórum árum síðan. Andri Snær Magnason mælist með 29,4 prósenta fylgi í könnun MMR en könnun var gerð dagana 22-26 apríl. Halla Tómasdóttir mælist með 8,8 prósenta fylgi en aðrir frambjóðendur ná ekki tveggja prósenta fylgi. Háskólamenntaðir og þau sem búsett eru á höfuðborgarsvæðinu eru líklegust til að kjósa Andra Snæ, en Ólafur hefur hlutfallslega mest fylgi meðal þeirra sem hafa lægra menntunarstig og búsett eru á landsbyggðinni. Halla Tómasdóttir hefur hlutfallslega meira fylgi hjá konum og æðstu stjórnendum fyrirtækja, samkvæmt upplýsingum frá MMR. Fresturinn til að skila inn framboði til embættis forseta Íslands rennur út þann 20.maí næstkomandi.
Forsetakosningar 2016 Forsetakosningar 2016 video kassi Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira