Flugumferðarstjórar vilja meira en 25% Óli Kr. Ármannsson skrifar 28. maí 2016 07:00 Yfirvinnubann flugumferðarstjóra varð til þess að ekki var þjónusta við annað flug en neyðarflug í Keflavík milli kl. 02 og 07 aðfaranótt fimmtudags og föstudags í vikunni. Fréttablaðið/GVA Flugumferðarstjórar hafa hafnað tilboði sem svarar til 25 prósenta hækkunar launa, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Að því gefnu að heildarlaun flugumferðarstjóra, með grunnlaunum, föstu vaktaálagi og yfirvinnu meðtalinni, nemi að jafnaði um milljón krónum á mánuði, hafa þeir því hafnað launahækkun sem svarar til um 250 þúsund króna á mánuði.Þorsteinn VíglundssonFram kom í tilkynningu sem Flugstoðir (forveri Isavia ohf.) sendu frá sér þegar yfir stóðu samningar við flugumferðarstjóra snemma árs 2010 að þá hefðu heildarmánaðarlaun flugumferðarstjóra numið ríflega 900 þúsund krónum. Þá voru laun 59 ára gamals flugumferðarstjóra, án yfirvinnu og annarra aukagreiðslna, rúmar 800 þúsund krónur. Kjaraviðræður Félags íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) og Samtaka atvinnulífsins (SA), fyrir hönd Isavia, hafa staðið frá því í nóvember. Síðasti fundur í deilunni var 20. maí hjá ríkissáttasemjara. Boða verður til nýs fundar fyrir 3. júní næstkomandi. Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hefur staðið frá 6. apríl og valdið nokkurri röskun á flugi til og frá landinu. Í leiðara fréttabréfs SA segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri samtakanna, kröfur flugumferðarstjóra um hækkanir langt umfram hækkanir í öðrum kjarasamningum. „Yrði gengið að kröfum þeirra raskaðist það dýrkeypta jafnvægi sem komist hefur á kjaramálin,“ segir hann. Við tæki hefðbundið íslenskt höfrungahlaup um launahækkanir sem gæti af sér aukna verðbólgu, hærri vexti og gengisfall að lokum til að lagfæra samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja sem starfa í alþjóðlegri samkeppni. „Niðurstaðan er sú að kjör allra versna til lengri tíma.“ Þorsteinn segir mikið í húfi að launadeilan við flugumferðarstjóra verði ekki til að stefna stöðugleika á vinnumarkaði í voða, en hún gæti líka dregið dilk á eftir sér. Ítrekaðar launadeilur og kröfur um margfaldar launahækkanir á við aðra bjóði þeirri hættu heim að þjónustan færist úr landi. „Engar náttúrulegar aðstæður kalla á að starfsemin sé rekin hér á landi en það væri miður ef sífelldar og óbilgjarnar verkfallsaðgerðir þessa fámenna starfshóps myndu hrekja þjónustuna frá Íslandi.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Flugumferðarstjórar hafa hafnað tilboði sem svarar til 25 prósenta hækkunar launa, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Að því gefnu að heildarlaun flugumferðarstjóra, með grunnlaunum, föstu vaktaálagi og yfirvinnu meðtalinni, nemi að jafnaði um milljón krónum á mánuði, hafa þeir því hafnað launahækkun sem svarar til um 250 þúsund króna á mánuði.Þorsteinn VíglundssonFram kom í tilkynningu sem Flugstoðir (forveri Isavia ohf.) sendu frá sér þegar yfir stóðu samningar við flugumferðarstjóra snemma árs 2010 að þá hefðu heildarmánaðarlaun flugumferðarstjóra numið ríflega 900 þúsund krónum. Þá voru laun 59 ára gamals flugumferðarstjóra, án yfirvinnu og annarra aukagreiðslna, rúmar 800 þúsund krónur. Kjaraviðræður Félags íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) og Samtaka atvinnulífsins (SA), fyrir hönd Isavia, hafa staðið frá því í nóvember. Síðasti fundur í deilunni var 20. maí hjá ríkissáttasemjara. Boða verður til nýs fundar fyrir 3. júní næstkomandi. Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hefur staðið frá 6. apríl og valdið nokkurri röskun á flugi til og frá landinu. Í leiðara fréttabréfs SA segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri samtakanna, kröfur flugumferðarstjóra um hækkanir langt umfram hækkanir í öðrum kjarasamningum. „Yrði gengið að kröfum þeirra raskaðist það dýrkeypta jafnvægi sem komist hefur á kjaramálin,“ segir hann. Við tæki hefðbundið íslenskt höfrungahlaup um launahækkanir sem gæti af sér aukna verðbólgu, hærri vexti og gengisfall að lokum til að lagfæra samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja sem starfa í alþjóðlegri samkeppni. „Niðurstaðan er sú að kjör allra versna til lengri tíma.“ Þorsteinn segir mikið í húfi að launadeilan við flugumferðarstjóra verði ekki til að stefna stöðugleika á vinnumarkaði í voða, en hún gæti líka dregið dilk á eftir sér. Ítrekaðar launadeilur og kröfur um margfaldar launahækkanir á við aðra bjóði þeirri hættu heim að þjónustan færist úr landi. „Engar náttúrulegar aðstæður kalla á að starfsemin sé rekin hér á landi en það væri miður ef sífelldar og óbilgjarnar verkfallsaðgerðir þessa fámenna starfshóps myndu hrekja þjónustuna frá Íslandi.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira