Táknræn mynd sem sýnir stærð Helga Tómassonar Kristján Már Unnarsson skrifar 28. maí 2016 16:19 Jerome Robbins og Leonard Bernstein ásamt Helga Tómassyni árið 1974 þegar þeir unnu saman að Dybbuk. Helgi Tómasson er sá Íslendingur sem auk Halldórs Laxness og Bjarkar Guðmundsdóttur hefur náð lengst Íslendinga á okkar tímum á alþjóðavettvangi. Þetta skrifar Styrmir Gunnarsson í grein í Morgunblaðinu í dag en bætir við að ekki sé alveg víst að þjóðin sé búin að átta sig á því til fulls. Egill Helgason er annar dálkahöfundur sem ritar um Helga í tilefni af komu San Francisco-ballettsins til Íslands. Egill segir lífsferil Helga, frá því að alast upp í Vestmannaeyjum og allt til þess að byggja upp einn fremsta ballettflokk heims, vera stórkostlegt ævintýri. „Heimsókn San Francisco-ballettsins nú er í okkar augum, sem höfum fylgzt með Helga Tómassyni frá upphafi, eins konar hápunktur á vegferð eins mesta afreksmanns sem íslenzka þjóðin hefur alið á okkar tímum,“ skrifar Styrmir. Myndin hér að ofan, sem tekin var árið 1974, og er á vef Leikminjasafns Íslands, gefur hugmynd um þann sess sem Helgi hafði í listaheiminum þegar hann var á hátindi dansferils síns sem aðaldansari New York City-ballettsins. Tveir af mestu listajöfrum þess tíma, þeir Jerome Robbins og Leonard Bernstein, fengu Helga til samstarfs þegar þeir sömdu ballettinn Dybbuk. Bernstein samdi tónlistina en Robbins dansana og hafði Helga sérstaklega í huga fyrir aðalkarlhlutverkið. Þeir Leonard Bernstein og Jerome Robbins hlutu fyrst heimsfrægð fyrir West Side Story-söngleikinn, Bernstein samdi tónlistina og Robbins dansana. Jafnframt leikstýrði Robbins samnefndri kvikmynd með Natalie Wood í aðalhlutverki árið 1961 og hlaut fyrir Óskarsverðlaun sem besti leikstjóri ásamt Robert Wise. Robbins hlaut önnur Óskarsverðlaun fyrir framlag sitt sem danshöfundur. Bryndís Schram, sem lærði listdans með Helga Tómassyni í Þjóðleikhúsinu, upplifði sjálf í Washington-borg hvaða stöðu Helgi átti síðar eftir að ná sem stjórnandi San Francisco-ballettsins. Í grein, sem lesa má hér, lýsti hún ferli Helga sem einu stórkostlegasta ævintýri íslenskrar nútímalistar. Viðtal var við Helga Tómasson í fréttum Stöðvar 2 í fyrradag. Dans Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Lay Low á Grand Rokk Tónlist Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Helgi Tómasson er sá Íslendingur sem auk Halldórs Laxness og Bjarkar Guðmundsdóttur hefur náð lengst Íslendinga á okkar tímum á alþjóðavettvangi. Þetta skrifar Styrmir Gunnarsson í grein í Morgunblaðinu í dag en bætir við að ekki sé alveg víst að þjóðin sé búin að átta sig á því til fulls. Egill Helgason er annar dálkahöfundur sem ritar um Helga í tilefni af komu San Francisco-ballettsins til Íslands. Egill segir lífsferil Helga, frá því að alast upp í Vestmannaeyjum og allt til þess að byggja upp einn fremsta ballettflokk heims, vera stórkostlegt ævintýri. „Heimsókn San Francisco-ballettsins nú er í okkar augum, sem höfum fylgzt með Helga Tómassyni frá upphafi, eins konar hápunktur á vegferð eins mesta afreksmanns sem íslenzka þjóðin hefur alið á okkar tímum,“ skrifar Styrmir. Myndin hér að ofan, sem tekin var árið 1974, og er á vef Leikminjasafns Íslands, gefur hugmynd um þann sess sem Helgi hafði í listaheiminum þegar hann var á hátindi dansferils síns sem aðaldansari New York City-ballettsins. Tveir af mestu listajöfrum þess tíma, þeir Jerome Robbins og Leonard Bernstein, fengu Helga til samstarfs þegar þeir sömdu ballettinn Dybbuk. Bernstein samdi tónlistina en Robbins dansana og hafði Helga sérstaklega í huga fyrir aðalkarlhlutverkið. Þeir Leonard Bernstein og Jerome Robbins hlutu fyrst heimsfrægð fyrir West Side Story-söngleikinn, Bernstein samdi tónlistina og Robbins dansana. Jafnframt leikstýrði Robbins samnefndri kvikmynd með Natalie Wood í aðalhlutverki árið 1961 og hlaut fyrir Óskarsverðlaun sem besti leikstjóri ásamt Robert Wise. Robbins hlaut önnur Óskarsverðlaun fyrir framlag sitt sem danshöfundur. Bryndís Schram, sem lærði listdans með Helga Tómassyni í Þjóðleikhúsinu, upplifði sjálf í Washington-borg hvaða stöðu Helgi átti síðar eftir að ná sem stjórnandi San Francisco-ballettsins. Í grein, sem lesa má hér, lýsti hún ferli Helga sem einu stórkostlegasta ævintýri íslenskrar nútímalistar. Viðtal var við Helga Tómasson í fréttum Stöðvar 2 í fyrradag.
Dans Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Lay Low á Grand Rokk Tónlist Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning