Kosið um aðild BDSM félagsins að Samtökunum 78: „Vitum að þetta er umdeilt í félaginu“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 5. mars 2016 12:13 „Hef fulla trú á að fólk kynni sér málin og taki svo eigin afstöðu með tilliti til þeirra upplýsinga sem liggja fyrir,” segir formaður Samtakanna '78. vísir/getty Kosið verður um aðild BDSM-félagsins á Íslandi að Samtökunum ’78 á aðalfundi samtakanna í dag. Hilmar Hildarson Magnúsarson, formaður Samtakanna ’78, segir umsóknina hafa verið vel kynnta fyrir félagsmönnum. Vissulega séu skiptar skoðanir, en að hann treysti því að fólk taki upplýsta ákvörðun um málið. „ Við höfum haldið opna og upplýsandi fundi fyrir okkar félagsfólk. Mér finnst umræður hafa verið mjög góðar og málefnalegar til að upplýsa þessi mál. Ef ég á að vera alveg heiðarlegur þá eru deildar meiningar um þetta en ég hef fulla trú á því að fólk kynni sér málin og taki svo afstöðu með tilliti til þeirra upplýsinga sem liggja fyrir. En það er auðvitað þess vegna sem stjórnin hefur ákveðið að gefa ekki út neina línu í þessu máli. Við vitum að þetta er umdeilt í félaginu,” segir Hilmar í samtali við Vísi.Hilmar Hildarson Magnúsarson.vísir/gvaEkki þörf á endurskilgreiningu Aðspurður segir hann fordæmi fyrir því að BDSM-félag sé partur af samtökum hinsegin fólks. „Já, þetta þekkist í nágrannalöndum, til dæmis í Noregi, Landssamtökum hinsegin fólks í Noregi, LLH. Ég veit ekki betur en að það hafi gengið ágætlega.” Þá segir hann samtökin koma til með að stækka eilítið, verði aðild félagsins samþykkt. Líklega séu 30-50 manns í BDSM félaginu. Hann segir ekki þörf á að endurskilgreina samtökin „Þau tala um BDSM sem kynhneigð og ég myndi ekki telja að það sé þörf á einhverri endurskilgreiningu.”Ekki allir sammála um hvað sé kynhneigð Magnús Hákonarson, formaður BDSM á Íslandi, sagði í samtali við Fréttablaðið á dögunum að aðild BDSM-félaga að hinsegin-hópum sé stórflókið og rammpólitískt mál. Fræðimenn séu ekki sammála um hvað sé kynhneigð og hversu mikið hún orsakist af líffræðilegum þáttum eða félagsmótun. „Það sem menn eru að sjá í dag er að stór hluti BDSM-fólks upplifir þetta sem part af sinni kynverund. Það hefur ekkert með það að gera hvað það gerir inni í svefnherbergi eða ekki. Það fólk er inni í skápnum á nákvæmlega sama hátt og að strögla í mjög svipaða veru með að koma út út skápnum,“ sagði Magnús. Aðalfundur Samtakanna 78 hefst klukkan 14 í dag og er niðurstaðna úr atkvæðagreiðslunni, sem verður leynileg, að vænta upp úr klukkan 17. Hinsegin Tengdar fréttir Vilja kynna BDSM fyrir íslenskum unglingum Félag BDSM áhugafólks á Íslandi bíður eftir að félagsmenn Samtakanna 78 kjósi um aðild þeirra að samtökunum. Heimildir Fréttablaðsins herma að skiptar skoðanir séu um aðildina. Formaður segir BDSM-fólk þurfa að koma út úr skápnum. 25. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Kosið verður um aðild BDSM-félagsins á Íslandi að Samtökunum ’78 á aðalfundi samtakanna í dag. Hilmar Hildarson Magnúsarson, formaður Samtakanna ’78, segir umsóknina hafa verið vel kynnta fyrir félagsmönnum. Vissulega séu skiptar skoðanir, en að hann treysti því að fólk taki upplýsta ákvörðun um málið. „ Við höfum haldið opna og upplýsandi fundi fyrir okkar félagsfólk. Mér finnst umræður hafa verið mjög góðar og málefnalegar til að upplýsa þessi mál. Ef ég á að vera alveg heiðarlegur þá eru deildar meiningar um þetta en ég hef fulla trú á því að fólk kynni sér málin og taki svo afstöðu með tilliti til þeirra upplýsinga sem liggja fyrir. En það er auðvitað þess vegna sem stjórnin hefur ákveðið að gefa ekki út neina línu í þessu máli. Við vitum að þetta er umdeilt í félaginu,” segir Hilmar í samtali við Vísi.Hilmar Hildarson Magnúsarson.vísir/gvaEkki þörf á endurskilgreiningu Aðspurður segir hann fordæmi fyrir því að BDSM-félag sé partur af samtökum hinsegin fólks. „Já, þetta þekkist í nágrannalöndum, til dæmis í Noregi, Landssamtökum hinsegin fólks í Noregi, LLH. Ég veit ekki betur en að það hafi gengið ágætlega.” Þá segir hann samtökin koma til með að stækka eilítið, verði aðild félagsins samþykkt. Líklega séu 30-50 manns í BDSM félaginu. Hann segir ekki þörf á að endurskilgreina samtökin „Þau tala um BDSM sem kynhneigð og ég myndi ekki telja að það sé þörf á einhverri endurskilgreiningu.”Ekki allir sammála um hvað sé kynhneigð Magnús Hákonarson, formaður BDSM á Íslandi, sagði í samtali við Fréttablaðið á dögunum að aðild BDSM-félaga að hinsegin-hópum sé stórflókið og rammpólitískt mál. Fræðimenn séu ekki sammála um hvað sé kynhneigð og hversu mikið hún orsakist af líffræðilegum þáttum eða félagsmótun. „Það sem menn eru að sjá í dag er að stór hluti BDSM-fólks upplifir þetta sem part af sinni kynverund. Það hefur ekkert með það að gera hvað það gerir inni í svefnherbergi eða ekki. Það fólk er inni í skápnum á nákvæmlega sama hátt og að strögla í mjög svipaða veru með að koma út út skápnum,“ sagði Magnús. Aðalfundur Samtakanna 78 hefst klukkan 14 í dag og er niðurstaðna úr atkvæðagreiðslunni, sem verður leynileg, að vænta upp úr klukkan 17.
Hinsegin Tengdar fréttir Vilja kynna BDSM fyrir íslenskum unglingum Félag BDSM áhugafólks á Íslandi bíður eftir að félagsmenn Samtakanna 78 kjósi um aðild þeirra að samtökunum. Heimildir Fréttablaðsins herma að skiptar skoðanir séu um aðildina. Formaður segir BDSM-fólk þurfa að koma út úr skápnum. 25. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Vilja kynna BDSM fyrir íslenskum unglingum Félag BDSM áhugafólks á Íslandi bíður eftir að félagsmenn Samtakanna 78 kjósi um aðild þeirra að samtökunum. Heimildir Fréttablaðsins herma að skiptar skoðanir séu um aðildina. Formaður segir BDSM-fólk þurfa að koma út úr skápnum. 25. febrúar 2016 07:00