Landsnet segir niðurstöðuna hafa komið á óvart Samúel Karl Ólason skrifar 12. maí 2016 18:04 Vísir/Vilhelm Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í dag að Landsneti væri óheimilt að taka land eignarnámi á fimm jörðum á Reykjanesi vegna byggingar Suðurnesjalínu 2. Landsnet segir ákvörðun meirihluta Hæstaréttar hafa komið á óvart og að hún muni seinka brýnum framkvæmdum við uppbyggingu flutningskerfis raforku til Suðurnesja. Tveir dómarar töldu að staðfesta ætti niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur frá 30. júní í fyrra, þar sem Landsnet og atvinnuvega og nýskipunarráðuneytið voru sýknuð af kröfum landeigenda. Meirihluti dómaranna taldi annmarka vera á eignarnámskákvörðuninni svo ógildingu varð. Sjá einnig: Hæstiréttur fellst ekki á eignarnám vegna Suðurnesjalínu 2 Í tilkynningu frá Landsnet segir að fyrirtækið vonist til þess að seinkanir verði ekki langvarandi og að leitast verði við að lágmarka það tjón sem kunni að hljótast þeirra vegna. „Í eignarnámsákvörðunum ráðherra og í dómum héraðsdóms var talið að samningaviðræður við landeigendur gætu ekki tekið til annarrar framkvæmdar en þeirrar sem framkvæmdaaðili hefði undirbúið í samræmi við lögbundna ferla, s.s. mat á umhverfisáhrifum og skipulagsákvarðanir sveitarfélaga. Með dómi meirihluta Hæstaréttar er horfið frá þeim sjónarmiðum og kallað eftir nýrri nálgun á grundvelli friðhelgi eignarréttar einstaklinga. Með vísan til lögbundinnar skyldu Landsnets – samkvæmt raforkulögum og stefnu stjórnvalda um lagningu raflína – verður unnið að því að bæta úr þeim annmörkum sem Hæstiréttur telur vera á eignarnámsákvörðuninni.“ Línan er skipulögð á milli Hafnarfjarðar og Grindavíkurbæjar og er hún 220 kV háspennulína. „Unnið hefur verið að undirbúningi verkefnisins í áratug og Landsnet hefur lagt ríka áherslu á að kynna verkefnið. Það var fyrst kynnt landeigendum árið 2007, auk þess sem haldnir voru opnir fundir og sérstök heimasíða opnuð til að efla upplýsingagjöf. Öll tilskilin leyfi liggja fyrir, þ.á m. mat á umhverfisáhrifum, samþykktar skipulagsáætlanir, framkvæmdaleyfi sveitarfélaga á svæðinu, sem og leyfi Orkustofnunar. Þrátt fyrir vandaða og ítarlega málsmeðferð hefur öllum ákvörðunum stjórnvalda um leyfi verið vísað til dómstóla og/eða æðra stjórnvalds.“ Suðurnesjalína 2 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í dag að Landsneti væri óheimilt að taka land eignarnámi á fimm jörðum á Reykjanesi vegna byggingar Suðurnesjalínu 2. Landsnet segir ákvörðun meirihluta Hæstaréttar hafa komið á óvart og að hún muni seinka brýnum framkvæmdum við uppbyggingu flutningskerfis raforku til Suðurnesja. Tveir dómarar töldu að staðfesta ætti niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur frá 30. júní í fyrra, þar sem Landsnet og atvinnuvega og nýskipunarráðuneytið voru sýknuð af kröfum landeigenda. Meirihluti dómaranna taldi annmarka vera á eignarnámskákvörðuninni svo ógildingu varð. Sjá einnig: Hæstiréttur fellst ekki á eignarnám vegna Suðurnesjalínu 2 Í tilkynningu frá Landsnet segir að fyrirtækið vonist til þess að seinkanir verði ekki langvarandi og að leitast verði við að lágmarka það tjón sem kunni að hljótast þeirra vegna. „Í eignarnámsákvörðunum ráðherra og í dómum héraðsdóms var talið að samningaviðræður við landeigendur gætu ekki tekið til annarrar framkvæmdar en þeirrar sem framkvæmdaaðili hefði undirbúið í samræmi við lögbundna ferla, s.s. mat á umhverfisáhrifum og skipulagsákvarðanir sveitarfélaga. Með dómi meirihluta Hæstaréttar er horfið frá þeim sjónarmiðum og kallað eftir nýrri nálgun á grundvelli friðhelgi eignarréttar einstaklinga. Með vísan til lögbundinnar skyldu Landsnets – samkvæmt raforkulögum og stefnu stjórnvalda um lagningu raflína – verður unnið að því að bæta úr þeim annmörkum sem Hæstiréttur telur vera á eignarnámsákvörðuninni.“ Línan er skipulögð á milli Hafnarfjarðar og Grindavíkurbæjar og er hún 220 kV háspennulína. „Unnið hefur verið að undirbúningi verkefnisins í áratug og Landsnet hefur lagt ríka áherslu á að kynna verkefnið. Það var fyrst kynnt landeigendum árið 2007, auk þess sem haldnir voru opnir fundir og sérstök heimasíða opnuð til að efla upplýsingagjöf. Öll tilskilin leyfi liggja fyrir, þ.á m. mat á umhverfisáhrifum, samþykktar skipulagsáætlanir, framkvæmdaleyfi sveitarfélaga á svæðinu, sem og leyfi Orkustofnunar. Þrátt fyrir vandaða og ítarlega málsmeðferð hefur öllum ákvörðunum stjórnvalda um leyfi verið vísað til dómstóla og/eða æðra stjórnvalds.“
Suðurnesjalína 2 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira