Fjármagn tryggt til að bjóða út meðferðarkjarna við Hringbraut Bjarki Ármannsson skrifar 25. apríl 2016 14:48 Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra. Vísir/Anton Brink Fjármagn til að bjóða út nýjan meðferðarkjarna sem rísa mun á lóð Landspítalans við Hringbraut er tryggt í nýrri fimm ára fjármálaáætlun ríkisins. Þetta kom fram í ávarpi Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra á ársfundi Landspítalans, sem nú stendur yfir og fylgjast má með í beinni útsendingu á Vísi. Til stendur að meðferðarkjarninn verðir á sex hæðum og að þar verði að finna megnið af þeirri starfsemi spítalans sem snertir sjúklinga beint, til að mynda bráðamóttöku, gjörgæslu og skurðstofur. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, hefur kallað meðferðarkjarnann flóknustu og stærstu bygginguna í nýja klasanum sem rísa mun á lóðinni. Í ávarpi sínu í dag fjallaði Kristján meðal annars um fjárveitingar til spítalans undanfarin ár og vék tali að fimm ára áætluninni, sem kynnt verður á næstu dögum.Tölvuteiknuð mynd af meðferðarkjarnanum.„Þar er í fyrsta sinn áætlað fyrir milljarða framkvæmdum við meðferðarkjarna nýs spítala sem rísa mun á lóð Landspítalans við Hringbraut í samræmi við áætlanir og ákvarðanir stjórnvalda og fyrirliggjandi skipulag,“ segir Kristján. „Í áætluninni er tryggt fjármagn sem gerir kleift að bjóða út framkvæmdir við nýjan meðferðarkjarna strax og hönnunarferlinu líkur 2018.“ Undanfarnir tólf mánuðir hafa verið nokkuð stormasamir á Landspítalanum og fjallaði Kristján Þór meðal annars um verkföll og kjaradeilur á spítalanum og sýknudóm yfir hjúkrunarfræðingi sem ákærður var fyrir manndráp af gáleysi. Þá talaði ráðherrann stuttlega um tillögur sínar að nýju greiðsluþátttökukerfi fyrir notendur heilbrigðisþjónustunnar, sem talsvert hafa verið til umfjöllunar að undanförnu. Tillögurnar segir Kristján meðal annars miða að því að einfalda núverandi kerfi og vernda þá sem mest þurfa á þjónustunni að halda frá háum útgjöldum. „Til marks um núverandi flækjustig má nefna að kerfið er samsett úr mörgum tugum mismunandi kerfa, sem enginn hefur yfirsýn yfir, og veldur því að okkar veikasta fólk er illa, og í sumum tilfellum, alls ekki tryggt fyrir veikindum þeirra,“ segir Kristján. „Frumvarp um nýtt greiðsluþátttökukerfi liggur fyrir þingi og ég vona að það verði samþykkt þaðan áður en langt um líður.“ Tengdar fréttir Ekki nokkur spurning um nýjan spítala við Hringbraut Heilbrigðisráðherra segir það ekki nokkra spurningu að nýbyggingar Landspítala muni rísa við Hringbraut. Málið hefur velkst í pólitíkinni í þrettán ár. Forsætisráðherra segir staðsetninguna ekki hafa verið samþykkta á Alþingi. 30. apríl 2015 07:00 Nýtt greiðsluþátttökukerfi skref í rétta átt en margt hægt að bæta Formaður ÖBÍ gagnrýnir það að ekkert samráð hafi verið haft við félagið í tengslum við nýtt frumvarp. 15. apríl 2016 11:24 Lægsta tilboðið helmingur af kostnaðaráætlun Tilboð í fullnaðarhönnun meðferðarkjarna vegna nýbygginga við Landspítalann voru opnuð í dag. 16. júlí 2015 14:51 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Fjármagn til að bjóða út nýjan meðferðarkjarna sem rísa mun á lóð Landspítalans við Hringbraut er tryggt í nýrri fimm ára fjármálaáætlun ríkisins. Þetta kom fram í ávarpi Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra á ársfundi Landspítalans, sem nú stendur yfir og fylgjast má með í beinni útsendingu á Vísi. Til stendur að meðferðarkjarninn verðir á sex hæðum og að þar verði að finna megnið af þeirri starfsemi spítalans sem snertir sjúklinga beint, til að mynda bráðamóttöku, gjörgæslu og skurðstofur. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, hefur kallað meðferðarkjarnann flóknustu og stærstu bygginguna í nýja klasanum sem rísa mun á lóðinni. Í ávarpi sínu í dag fjallaði Kristján meðal annars um fjárveitingar til spítalans undanfarin ár og vék tali að fimm ára áætluninni, sem kynnt verður á næstu dögum.Tölvuteiknuð mynd af meðferðarkjarnanum.„Þar er í fyrsta sinn áætlað fyrir milljarða framkvæmdum við meðferðarkjarna nýs spítala sem rísa mun á lóð Landspítalans við Hringbraut í samræmi við áætlanir og ákvarðanir stjórnvalda og fyrirliggjandi skipulag,“ segir Kristján. „Í áætluninni er tryggt fjármagn sem gerir kleift að bjóða út framkvæmdir við nýjan meðferðarkjarna strax og hönnunarferlinu líkur 2018.“ Undanfarnir tólf mánuðir hafa verið nokkuð stormasamir á Landspítalanum og fjallaði Kristján Þór meðal annars um verkföll og kjaradeilur á spítalanum og sýknudóm yfir hjúkrunarfræðingi sem ákærður var fyrir manndráp af gáleysi. Þá talaði ráðherrann stuttlega um tillögur sínar að nýju greiðsluþátttökukerfi fyrir notendur heilbrigðisþjónustunnar, sem talsvert hafa verið til umfjöllunar að undanförnu. Tillögurnar segir Kristján meðal annars miða að því að einfalda núverandi kerfi og vernda þá sem mest þurfa á þjónustunni að halda frá háum útgjöldum. „Til marks um núverandi flækjustig má nefna að kerfið er samsett úr mörgum tugum mismunandi kerfa, sem enginn hefur yfirsýn yfir, og veldur því að okkar veikasta fólk er illa, og í sumum tilfellum, alls ekki tryggt fyrir veikindum þeirra,“ segir Kristján. „Frumvarp um nýtt greiðsluþátttökukerfi liggur fyrir þingi og ég vona að það verði samþykkt þaðan áður en langt um líður.“
Tengdar fréttir Ekki nokkur spurning um nýjan spítala við Hringbraut Heilbrigðisráðherra segir það ekki nokkra spurningu að nýbyggingar Landspítala muni rísa við Hringbraut. Málið hefur velkst í pólitíkinni í þrettán ár. Forsætisráðherra segir staðsetninguna ekki hafa verið samþykkta á Alþingi. 30. apríl 2015 07:00 Nýtt greiðsluþátttökukerfi skref í rétta átt en margt hægt að bæta Formaður ÖBÍ gagnrýnir það að ekkert samráð hafi verið haft við félagið í tengslum við nýtt frumvarp. 15. apríl 2016 11:24 Lægsta tilboðið helmingur af kostnaðaráætlun Tilboð í fullnaðarhönnun meðferðarkjarna vegna nýbygginga við Landspítalann voru opnuð í dag. 16. júlí 2015 14:51 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Ekki nokkur spurning um nýjan spítala við Hringbraut Heilbrigðisráðherra segir það ekki nokkra spurningu að nýbyggingar Landspítala muni rísa við Hringbraut. Málið hefur velkst í pólitíkinni í þrettán ár. Forsætisráðherra segir staðsetninguna ekki hafa verið samþykkta á Alþingi. 30. apríl 2015 07:00
Nýtt greiðsluþátttökukerfi skref í rétta átt en margt hægt að bæta Formaður ÖBÍ gagnrýnir það að ekkert samráð hafi verið haft við félagið í tengslum við nýtt frumvarp. 15. apríl 2016 11:24
Lægsta tilboðið helmingur af kostnaðaráætlun Tilboð í fullnaðarhönnun meðferðarkjarna vegna nýbygginga við Landspítalann voru opnuð í dag. 16. júlí 2015 14:51