Nýtt greiðsluþátttökukerfi skref í rétta átt en margt hægt að bæta sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 15. apríl 2016 11:24 Ellen Calmon gagnrýnir það að ekkert samráð hafi verið haft við félagið í tengslum við nýtt frumvarp. Fréttablaðið/Anton Brink Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir frumvarp heilbrigðisráðherra um nýtt greiðsluþátttökukerfi sjúklinga skref í rétta átt. Hins vegar hefði hún viljað sjá tannlæknaþjónustu og sálfræðiþjónustu inni í kerfinu. „Við teljum þetta frumvarp vissulega skref í rétta átt. Þetta er einföldun á greiðsluþáttökukerfi sem áður var kannski í nokkrum bútum og ansi flókið. En við hefðum viljað sjá þarna inni tannlæknaþjónustu og sálfræðiþjónustu. Í greinargerðinni sá ég að þættir sem voru gjaldfrjálsir verða það áfram en engu nýju bætt við í raun og veru," segir Ellen. Hún segir erfitt að segja til um hversu mikla þýðingu nýtt greiðsluþátttökukerfi mun hafa. Félagið muni fara yfir frumvarpið og kynna sínar hugmyndir á málþingi í lok mánaðar. „Ég held að þetta breyti allavega því að þú átt ekki að velkjast í vafa um hver þín upphæð verður í lok árs varðandi þá þætti sem hafa verið færðir inn í þessu kerfi. En við höfum ekki náð að reikna hversu hagkvæmt eða óhagkvæmt þetta sé."Kristján Þór Júlíusson mælti fyrir frumvarpinu í gær. Samkvæmt því mun almennur notandi í nýju kerfi greiða að hámarki 95.200 kr á ári.visir/gvaEkkert samráð haft við félagið Ellen gagnrýnir það að ekkert samráð hafi verið haft við Öryrkjabandalagið, en fram kemur í frumvarpinu að það hafi verið gert. „Eitt af því sem ég sá í greinargerðinni með frumvarpinu að Öryrkjabandalagið hafi verið boðað á fund hjá þessari nefnd sem vann að þessum hugmyndum. Við óskuðum ítrekað eftir aðkomu að nefndinni. Við fengum einu sinni hálftíma upplýsingafund með nefndinni. Síðan fengum við Pétur Blöndal heitinn til Öryrkjabandalagsins þar sem hann útskýrði reiknireglur, en við fengum aldrei nokkra hugmynd um hvað átti að falla undir þetta greiðsluþátttökukerfi. Þannig að samráðið var ekkert," segir Ellen og bætir við að félagið muni halda áfram að reyna að koma sínum hugmyndum á framfæri. „Við höfum ítrekað reynt að koma okkar hugmyndum að til ráðherra. Hann hefur ekki getað tekið við þeim hingað til. Hann verður að sjálfsögðu boðinn á þetta málþing og við munum senda honum skýrsluna og vonumst til þess að hann taki enn stærra skref í þá átt sem við helst óskum, þegar hann hefur séð okkar tillögur á blaði."Hámarkið 95.200 kr Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra mælti fyrir frumvarpinu í gær. Samkvæmt því verður tryggt að mánaðargreiðslur fólks fari aldrei yfir tiltekið hámark og sett verður þak á árleg heildarútgjöld fólks fyrir þá heilbrigðisþjónustu sem fellur undir greiðsluþátttökukerfið. Þannig verða hámarksgreiðslur hjá öldruðum, öryrkjum og börnum lægra en hjá öðrum. Í frumvarpinu segir að almennur notandi muni í nýju kerfi greiða að hámarki 95.200 krónur á ári fyrir heilbrigðisþjónustu, en þó aldrei meira en 33.600 krónur á mánuði. Öryrkjar, aldraðir og börn muni greiða að hámarki 63.500 krónur á ári og aldrei meira en 22.400 krónur á mánuði. Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir frumvarp heilbrigðisráðherra um nýtt greiðsluþátttökukerfi sjúklinga skref í rétta átt. Hins vegar hefði hún viljað sjá tannlæknaþjónustu og sálfræðiþjónustu inni í kerfinu. „Við teljum þetta frumvarp vissulega skref í rétta átt. Þetta er einföldun á greiðsluþáttökukerfi sem áður var kannski í nokkrum bútum og ansi flókið. En við hefðum viljað sjá þarna inni tannlæknaþjónustu og sálfræðiþjónustu. Í greinargerðinni sá ég að þættir sem voru gjaldfrjálsir verða það áfram en engu nýju bætt við í raun og veru," segir Ellen. Hún segir erfitt að segja til um hversu mikla þýðingu nýtt greiðsluþátttökukerfi mun hafa. Félagið muni fara yfir frumvarpið og kynna sínar hugmyndir á málþingi í lok mánaðar. „Ég held að þetta breyti allavega því að þú átt ekki að velkjast í vafa um hver þín upphæð verður í lok árs varðandi þá þætti sem hafa verið færðir inn í þessu kerfi. En við höfum ekki náð að reikna hversu hagkvæmt eða óhagkvæmt þetta sé."Kristján Þór Júlíusson mælti fyrir frumvarpinu í gær. Samkvæmt því mun almennur notandi í nýju kerfi greiða að hámarki 95.200 kr á ári.visir/gvaEkkert samráð haft við félagið Ellen gagnrýnir það að ekkert samráð hafi verið haft við Öryrkjabandalagið, en fram kemur í frumvarpinu að það hafi verið gert. „Eitt af því sem ég sá í greinargerðinni með frumvarpinu að Öryrkjabandalagið hafi verið boðað á fund hjá þessari nefnd sem vann að þessum hugmyndum. Við óskuðum ítrekað eftir aðkomu að nefndinni. Við fengum einu sinni hálftíma upplýsingafund með nefndinni. Síðan fengum við Pétur Blöndal heitinn til Öryrkjabandalagsins þar sem hann útskýrði reiknireglur, en við fengum aldrei nokkra hugmynd um hvað átti að falla undir þetta greiðsluþátttökukerfi. Þannig að samráðið var ekkert," segir Ellen og bætir við að félagið muni halda áfram að reyna að koma sínum hugmyndum á framfæri. „Við höfum ítrekað reynt að koma okkar hugmyndum að til ráðherra. Hann hefur ekki getað tekið við þeim hingað til. Hann verður að sjálfsögðu boðinn á þetta málþing og við munum senda honum skýrsluna og vonumst til þess að hann taki enn stærra skref í þá átt sem við helst óskum, þegar hann hefur séð okkar tillögur á blaði."Hámarkið 95.200 kr Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra mælti fyrir frumvarpinu í gær. Samkvæmt því verður tryggt að mánaðargreiðslur fólks fari aldrei yfir tiltekið hámark og sett verður þak á árleg heildarútgjöld fólks fyrir þá heilbrigðisþjónustu sem fellur undir greiðsluþátttökukerfið. Þannig verða hámarksgreiðslur hjá öldruðum, öryrkjum og börnum lægra en hjá öðrum. Í frumvarpinu segir að almennur notandi muni í nýju kerfi greiða að hámarki 95.200 krónur á ári fyrir heilbrigðisþjónustu, en þó aldrei meira en 33.600 krónur á mánuði. Öryrkjar, aldraðir og börn muni greiða að hámarki 63.500 krónur á ári og aldrei meira en 22.400 krónur á mánuði.
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira