Selma leysir Jóhönnu Vigdísi af í Mamma Mia! Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 7. maí 2016 15:00 Selma skellir sér í hlutverk Donnu í fjarveru Jóhönnu Vigdísar og segir það bæði vera stressandi og spennandi. Fréttablaðið/Vilhelm „Það er náttúrulega bara klikkun,“ segir Selma Björnsdóttir hlæjandi þegar hún er spurð að því hvernig það sé að hoppa inn í sýningu þar sem blandað er saman leiklist, dansi og söng. Selma mun leika aðalhlutverkið í sýningunni Mamma Mia! í Borgarleikhúsinu í vikutíma. Aðalleikkona sýningarinnar, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, heldur utan og hleypur Selma því í skarðið. „Ég hef nú hoppað inn í sýningar áður þannig að ég ákvað bara að gera þetta. Ég er náttúrulega líka gamall ABBA-aðdáandi og er mikið að syngja lögin með Regínu vinkonu minni á árshátíðum og svona. Þannig að ég er ekki ókunnug þessum lögum en það var vissulega áskorun að læra þetta allt á íslensku.“ Jóhanna Vigdís leikur aðalhlutverk sýningarinnar, Donnu, sem flestir ættu að hafa séð stórleikonuna Meryl Streep túlka í samnefndri kvikmynd sem kom út árið 2008. Sjálf var Selma hrifin af kvikmyndinni og tekur fram að Streep hafi verið í miklu uppáhaldi hjá henni og á Selma að sjálfsögðu nokkur uppáhalds ABBA-lög. „Winner Takes It All og svo My Love, My Life sem er kannski ekki þeirra þekktasta lag en það er eitt af mínum uppáhalds. Síðan finnst mér Gimmie! Gimmie! Gimmie! alveg hrikalega flott.“ Þó að Selma ætti að teljast þaulvön því að syngja hina ýmsu smelli sveitarinnar og með allar laglínurnar á kristaltæru þá er sýningin á íslensku og textar laganna þýddir yfir á hið ástkæra og ylhýra. „Ég setti mér það markmið fyrir mánuði að læra einn lagatexta á dag. Það er nú ekki vanþörf á því þar sem Hansa er með einhver níu sólónúmer og dúetta,“ segir hún létt í bragði og segir að fyrir sér liggi það beinast við að byrja þar. „Mér fannst gáfulegast að byrja á lögunum því svo þarf að bæta hreyfingunum ofan í þau og þá þarf maður að kunna lögin ofsalega vel. Þannig ég byrjaði á því að fókusera á þessa íslensku lagatexta, svo hreyfingarnar og svo tók ég senurnar. Ég fékk bara upptöku af sýningunni og er búin að liggja við tölvuskjáinn heima og með handritið. Svo er ég búin að vera dugleg við það að koma á sýningar og bæði horfa út í sal og svo elta Hönsu baksviðs til þess að læra á ferðalagið hennar þar.“ Hún segir bæði spennu og stress fylgja því að stíga á svið og tækla Donnu en Selma mun leysa Jóhönnu af í næstu viku á meðan sú síðarnefnda er stödd erlendis. Annað kvöld er fyrsta kvöldið sem hún stígur á svið í sýningunni. „Það er eins og ég segi, þetta er pínu klikkun en svo er þetta líka gaman og það er spenna í þessu öllu saman. Það er eitthvert svona adrenalínkikk sem er skemmtilegt,“ segir hún rétt áður en hún hleypur inn á æfingu. gydaloa@frettabladid.is Leikhús Tengdar fréttir Hlustaðu á Helga Björns og Hönsu taka lagið úr heitasta söngleiknum á Íslandi Negla SOS með ABBA. 11. mars 2016 15:27 Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Fleiri fréttir Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ Sjá meira
„Það er náttúrulega bara klikkun,“ segir Selma Björnsdóttir hlæjandi þegar hún er spurð að því hvernig það sé að hoppa inn í sýningu þar sem blandað er saman leiklist, dansi og söng. Selma mun leika aðalhlutverkið í sýningunni Mamma Mia! í Borgarleikhúsinu í vikutíma. Aðalleikkona sýningarinnar, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, heldur utan og hleypur Selma því í skarðið. „Ég hef nú hoppað inn í sýningar áður þannig að ég ákvað bara að gera þetta. Ég er náttúrulega líka gamall ABBA-aðdáandi og er mikið að syngja lögin með Regínu vinkonu minni á árshátíðum og svona. Þannig að ég er ekki ókunnug þessum lögum en það var vissulega áskorun að læra þetta allt á íslensku.“ Jóhanna Vigdís leikur aðalhlutverk sýningarinnar, Donnu, sem flestir ættu að hafa séð stórleikonuna Meryl Streep túlka í samnefndri kvikmynd sem kom út árið 2008. Sjálf var Selma hrifin af kvikmyndinni og tekur fram að Streep hafi verið í miklu uppáhaldi hjá henni og á Selma að sjálfsögðu nokkur uppáhalds ABBA-lög. „Winner Takes It All og svo My Love, My Life sem er kannski ekki þeirra þekktasta lag en það er eitt af mínum uppáhalds. Síðan finnst mér Gimmie! Gimmie! Gimmie! alveg hrikalega flott.“ Þó að Selma ætti að teljast þaulvön því að syngja hina ýmsu smelli sveitarinnar og með allar laglínurnar á kristaltæru þá er sýningin á íslensku og textar laganna þýddir yfir á hið ástkæra og ylhýra. „Ég setti mér það markmið fyrir mánuði að læra einn lagatexta á dag. Það er nú ekki vanþörf á því þar sem Hansa er með einhver níu sólónúmer og dúetta,“ segir hún létt í bragði og segir að fyrir sér liggi það beinast við að byrja þar. „Mér fannst gáfulegast að byrja á lögunum því svo þarf að bæta hreyfingunum ofan í þau og þá þarf maður að kunna lögin ofsalega vel. Þannig ég byrjaði á því að fókusera á þessa íslensku lagatexta, svo hreyfingarnar og svo tók ég senurnar. Ég fékk bara upptöku af sýningunni og er búin að liggja við tölvuskjáinn heima og með handritið. Svo er ég búin að vera dugleg við það að koma á sýningar og bæði horfa út í sal og svo elta Hönsu baksviðs til þess að læra á ferðalagið hennar þar.“ Hún segir bæði spennu og stress fylgja því að stíga á svið og tækla Donnu en Selma mun leysa Jóhönnu af í næstu viku á meðan sú síðarnefnda er stödd erlendis. Annað kvöld er fyrsta kvöldið sem hún stígur á svið í sýningunni. „Það er eins og ég segi, þetta er pínu klikkun en svo er þetta líka gaman og það er spenna í þessu öllu saman. Það er eitthvert svona adrenalínkikk sem er skemmtilegt,“ segir hún rétt áður en hún hleypur inn á æfingu. gydaloa@frettabladid.is
Leikhús Tengdar fréttir Hlustaðu á Helga Björns og Hönsu taka lagið úr heitasta söngleiknum á Íslandi Negla SOS með ABBA. 11. mars 2016 15:27 Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Fleiri fréttir Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ Sjá meira
Hlustaðu á Helga Björns og Hönsu taka lagið úr heitasta söngleiknum á Íslandi Negla SOS með ABBA. 11. mars 2016 15:27