Selma leysir Jóhönnu Vigdísi af í Mamma Mia! Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 7. maí 2016 15:00 Selma skellir sér í hlutverk Donnu í fjarveru Jóhönnu Vigdísar og segir það bæði vera stressandi og spennandi. Fréttablaðið/Vilhelm „Það er náttúrulega bara klikkun,“ segir Selma Björnsdóttir hlæjandi þegar hún er spurð að því hvernig það sé að hoppa inn í sýningu þar sem blandað er saman leiklist, dansi og söng. Selma mun leika aðalhlutverkið í sýningunni Mamma Mia! í Borgarleikhúsinu í vikutíma. Aðalleikkona sýningarinnar, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, heldur utan og hleypur Selma því í skarðið. „Ég hef nú hoppað inn í sýningar áður þannig að ég ákvað bara að gera þetta. Ég er náttúrulega líka gamall ABBA-aðdáandi og er mikið að syngja lögin með Regínu vinkonu minni á árshátíðum og svona. Þannig að ég er ekki ókunnug þessum lögum en það var vissulega áskorun að læra þetta allt á íslensku.“ Jóhanna Vigdís leikur aðalhlutverk sýningarinnar, Donnu, sem flestir ættu að hafa séð stórleikonuna Meryl Streep túlka í samnefndri kvikmynd sem kom út árið 2008. Sjálf var Selma hrifin af kvikmyndinni og tekur fram að Streep hafi verið í miklu uppáhaldi hjá henni og á Selma að sjálfsögðu nokkur uppáhalds ABBA-lög. „Winner Takes It All og svo My Love, My Life sem er kannski ekki þeirra þekktasta lag en það er eitt af mínum uppáhalds. Síðan finnst mér Gimmie! Gimmie! Gimmie! alveg hrikalega flott.“ Þó að Selma ætti að teljast þaulvön því að syngja hina ýmsu smelli sveitarinnar og með allar laglínurnar á kristaltæru þá er sýningin á íslensku og textar laganna þýddir yfir á hið ástkæra og ylhýra. „Ég setti mér það markmið fyrir mánuði að læra einn lagatexta á dag. Það er nú ekki vanþörf á því þar sem Hansa er með einhver níu sólónúmer og dúetta,“ segir hún létt í bragði og segir að fyrir sér liggi það beinast við að byrja þar. „Mér fannst gáfulegast að byrja á lögunum því svo þarf að bæta hreyfingunum ofan í þau og þá þarf maður að kunna lögin ofsalega vel. Þannig ég byrjaði á því að fókusera á þessa íslensku lagatexta, svo hreyfingarnar og svo tók ég senurnar. Ég fékk bara upptöku af sýningunni og er búin að liggja við tölvuskjáinn heima og með handritið. Svo er ég búin að vera dugleg við það að koma á sýningar og bæði horfa út í sal og svo elta Hönsu baksviðs til þess að læra á ferðalagið hennar þar.“ Hún segir bæði spennu og stress fylgja því að stíga á svið og tækla Donnu en Selma mun leysa Jóhönnu af í næstu viku á meðan sú síðarnefnda er stödd erlendis. Annað kvöld er fyrsta kvöldið sem hún stígur á svið í sýningunni. „Það er eins og ég segi, þetta er pínu klikkun en svo er þetta líka gaman og það er spenna í þessu öllu saman. Það er eitthvert svona adrenalínkikk sem er skemmtilegt,“ segir hún rétt áður en hún hleypur inn á æfingu. gydaloa@frettabladid.is Leikhús Tengdar fréttir Hlustaðu á Helga Björns og Hönsu taka lagið úr heitasta söngleiknum á Íslandi Negla SOS með ABBA. 11. mars 2016 15:27 Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Sjá meira
„Það er náttúrulega bara klikkun,“ segir Selma Björnsdóttir hlæjandi þegar hún er spurð að því hvernig það sé að hoppa inn í sýningu þar sem blandað er saman leiklist, dansi og söng. Selma mun leika aðalhlutverkið í sýningunni Mamma Mia! í Borgarleikhúsinu í vikutíma. Aðalleikkona sýningarinnar, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, heldur utan og hleypur Selma því í skarðið. „Ég hef nú hoppað inn í sýningar áður þannig að ég ákvað bara að gera þetta. Ég er náttúrulega líka gamall ABBA-aðdáandi og er mikið að syngja lögin með Regínu vinkonu minni á árshátíðum og svona. Þannig að ég er ekki ókunnug þessum lögum en það var vissulega áskorun að læra þetta allt á íslensku.“ Jóhanna Vigdís leikur aðalhlutverk sýningarinnar, Donnu, sem flestir ættu að hafa séð stórleikonuna Meryl Streep túlka í samnefndri kvikmynd sem kom út árið 2008. Sjálf var Selma hrifin af kvikmyndinni og tekur fram að Streep hafi verið í miklu uppáhaldi hjá henni og á Selma að sjálfsögðu nokkur uppáhalds ABBA-lög. „Winner Takes It All og svo My Love, My Life sem er kannski ekki þeirra þekktasta lag en það er eitt af mínum uppáhalds. Síðan finnst mér Gimmie! Gimmie! Gimmie! alveg hrikalega flott.“ Þó að Selma ætti að teljast þaulvön því að syngja hina ýmsu smelli sveitarinnar og með allar laglínurnar á kristaltæru þá er sýningin á íslensku og textar laganna þýddir yfir á hið ástkæra og ylhýra. „Ég setti mér það markmið fyrir mánuði að læra einn lagatexta á dag. Það er nú ekki vanþörf á því þar sem Hansa er með einhver níu sólónúmer og dúetta,“ segir hún létt í bragði og segir að fyrir sér liggi það beinast við að byrja þar. „Mér fannst gáfulegast að byrja á lögunum því svo þarf að bæta hreyfingunum ofan í þau og þá þarf maður að kunna lögin ofsalega vel. Þannig ég byrjaði á því að fókusera á þessa íslensku lagatexta, svo hreyfingarnar og svo tók ég senurnar. Ég fékk bara upptöku af sýningunni og er búin að liggja við tölvuskjáinn heima og með handritið. Svo er ég búin að vera dugleg við það að koma á sýningar og bæði horfa út í sal og svo elta Hönsu baksviðs til þess að læra á ferðalagið hennar þar.“ Hún segir bæði spennu og stress fylgja því að stíga á svið og tækla Donnu en Selma mun leysa Jóhönnu af í næstu viku á meðan sú síðarnefnda er stödd erlendis. Annað kvöld er fyrsta kvöldið sem hún stígur á svið í sýningunni. „Það er eins og ég segi, þetta er pínu klikkun en svo er þetta líka gaman og það er spenna í þessu öllu saman. Það er eitthvert svona adrenalínkikk sem er skemmtilegt,“ segir hún rétt áður en hún hleypur inn á æfingu. gydaloa@frettabladid.is
Leikhús Tengdar fréttir Hlustaðu á Helga Björns og Hönsu taka lagið úr heitasta söngleiknum á Íslandi Negla SOS með ABBA. 11. mars 2016 15:27 Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Sjá meira
Hlustaðu á Helga Björns og Hönsu taka lagið úr heitasta söngleiknum á Íslandi Negla SOS með ABBA. 11. mars 2016 15:27