Vilja auka frið fólks í fríinu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 7. maí 2016 10:15 Siggi, Aldís og Aldís sameina áhugasvið sín í hinni nýju ferðaþjónustu og bjóða fólki upp á innihaldsrík frí. Vísir/Pjetur Hrossagaukurinn minnir okkur Pjetur ljósmyndara á vorið þegar við stígum út úr bílnum á Hvanneyri í Borgarfirði, þó jörðin sé enn föl yfir að líta. Í nýlegu húsi á staðnum búa hjónin Aldís Arna Tryggvadóttir og Sigurður Guðmundsson með þremur börnum og þangað er komin á undan okkur móðir húsfreyjunnar, Aldís Aðalbjarnardóttir, sem býr í Kópavogi. Við erum leidd að morgunverðarborði sem svignar undan litríkum kræsingum og þar fáum við að heyra af þeim nýjungum í ferðaþjónustu sem þau ætla að brydda upp á og snúast um að auðvelda fólki að hlaða batteríin til langframa með skjótvirkum hætti. „Við höfum sterka ástríðu fyrir því að vinna saman og erum að leggja grunn að heilsutengdri ferðaþjónustu undir nafninu Coldspot. Við þróuðum hugmyndina með fólki í viðskiptum og frumkvöðlageiranum innan Startup Tourism enda telst það nýsköpun á þessum tæknitímum að taka allt úr sambandi. Ætlum að bjóða upp á sérstakar ferðir þar sem fólk á ekki að hafa áhyggjur af statusfærslum en nýtur samt líðandi stundar,“ segir Aldís Arna og útskýrir pælinguna á bak við nafn fyrirtækisins. „Ís er kaldur og Ísland er depill í Norður-Atlantshafinu. Svo er Wi-Fi hotspot staður með góða nettengingu og símasamband en coldspot er þá þveröfugt.“ „Aðalsérstaða okkar fyrirtækis er nefnilega stafræn afeitrun – digital detox. Grunnhugmyndin að stofnun Coldspot er svolítið á skjön við síkvikan heim tækninnar þar sem hlutirnir gerast á ljóshraða. Við viljum, þvert á hraðann, að fólk fái hvíld og frið í fríinu sínu,“ segir Sigurður sem gengur undir nafninu Siggi. „Það þýðir að fólk geymir snjalltækin, síma, iPad og tölvur á meðan það er í okkar ferðum og er þá ekki á Snapchat, Instagram, Facebook eða að svara tölvupóstum á meðan. Í öllum ferðum verður leiðsögn, líkamleg áreynsla af einhverju tagi og ferðalag inn á við með markþjálfun og innleggi um lífið og tilveruna. Þannig sameinum við áhugasvið okkar þriggja og gestir okkar fá innihaldsrík frí!“ Við eftirgrennslan kemur í ljós að Aldís eldri er kennari að mennt, með BA-próf í þýsku og íslensku og hefur 20 ára reynslu í leiðsögn. Tók meirapróf, fór til Austurríkis í þýskunám og keypti sér fjórhjóladrifinn Ford Econoline. Svo fór hún í leiðsöguskólann, ók af stað og nýtur sérhvers dags í leiðsögn að eigin sögn. Siggi er íþróttakennari og lýðheilsufræðingur að mennt og hefur veitt lýðheilsutengdum viðburðum forstöðu, svo sem Landsmóti UMFÍ 50+ og Hættu að hanga! Komdu að hjóla, synda eða ganga! Hann hefur keppnisskap enda fyrrum afreksmaður í sundi. Aldís Arna er ólíkindatólið, viðskiptafræðingur með reynslu af stjórnun, stjórnsýslu, verðbréfamiðlun og markþjálfun en er svo mikill húmanisti að hún vill umfram allt gefa af sér til fólks. En hvaðan kemur þeim hugmyndin að snjalltækjalausum ferðum? Aldís Arna svarar því og segir fyrirtæki með sömu áherslur farin að ryðja sér til rúms erlendis. „Í Bandaríkjunum eru komin kaffihús þar sem mælst er til að fólk sé ekki með snjalltæki en tali frekar saman augliti til auglitis. Fyrirtæki eru farin að borga starfsmönnum fyrir að fara í frí án tækja. Þá fá þau ánægða starfsmenn til baka með betri einbeitingu en áður.“ Siggi tekur við: „Að vera sítengdur þýðir að skilaboðin koma hvenær sem er. Því er eins og fólk sé alltaf í vinnunni – alltaf að tékka, tékka, tékka, en það er mjög streituvaldandi.“ „Svo er alveg ótrúlegt að sjá fólk vera í símunum á meðan á máltíð stendur í stað þess að njóta samvistanna og spjalla saman,“ bætir Aldís Aðalbjarnar við.Tölvulaus tvo tíma á dag Eins og fram kom í byrjun eiga hjónin þrjú börn. Þau eru í skólum meðan á þessu viðtali stendur en móðir þeirra segir þau hafa á vissan hátt komið hugmyndinni að fyrirtækinu af stað. „Við vorum í bílnum og strákarnir aftur í með síma og ég hafði orð á því að þegar ég hefði verið lítil hefðu ekki verið til svona snjallsímar. Þá sagði átta ára strákurinn: „Mikið varstu heppin, þá þurftir þú ekki að keppa við símana um athyglina hjá foreldrum þínum.“ Ég fór að skoða mína eigin snjalltækjanotkun og komst að því að hún var alltof mikil. Ég var stressaður stjórnandi og ég treysti alltaf á kvöldin til að vinna upp syndir dagsins. Við hér á heimilinu ákváðum að slökkva á tækjunum milli klukkan 17 og 19 og það gerbreytti lífi okkar. Við fórum að taka eftir, leika meira og leyfa börnunum að hjálpa til á heimilinu. Tónhæðin lækkaði og samskiptin bötnuðu.“ Aldís Arna tekur fram að þau þoli alveg tækni. „Nýjungar í tækni, sérstaklega samfélagsmiðlar og sítenging, eru snilld. En við þurfum að vera meðvituð um notkunina og stýra henni, leggja tækin frá okkur af og til og njóta þess. Það mun fólk finna hjá okkur. Það fær kannski smá fráhvarfseinkenni fyrsta daginn en næsta dag finnur það hversu gott það er og hvað það fær í staðinn.“ „Auðvitað förum við á ferðamannastaði en við vitum líka um fjöldann allan af leynilegum stöðum þar sem okkar hópar geta verið einir,“ segir Siggi og bætir við að þau geti til dæmis farið í fjallgöngur eða í miðnæturreiðtúra á björtum sumarnóttum. Aldís Aðalbjarnar tekur undir það. „Það er það sem ferðamenn hrífast mest af, að vera úti í villtri náttúru landsins. Það snertir þá. Þeir eru svo hugfangnir af stórfenglegri náttúrunni að þeir eru oft hrærðir við brottför. Ég held að erlendir ferðamenn hafi opnað augu Íslendinga enn frekar fyrir fegurð landsins með þeirri virðingu og hlýju sem þeir sýna landinu. Því tekur mig það sárt þegar við sjálf göngum fram af offorsi gegn náttúrunni.“ Hún tekur fram að þau skipti fólki ekki í flokka. „Ég hef alltaf lagt áherslu á að ég meti manneskjuna af því hvernig hún er í stað þess að spá í menntun, titil eða bakgrunn. Hún má vera kóngur eða drottning fyrir mér. Þegar erlendu gestirnir eru í ferðarykinu með mér á Íslandi þá eru allir jafnir. Það er mín reynsla.“Tjútt og rokk „Fólk vill alveg prófa eitthvað nýtt,“ segir Aldís Arna. „Af hverju ekki leikfimi klukkan sjö að morgni í elsta íþróttahúsi landsins eða úti í náttúrunni?“ Mamma hennar upplýsir að hún og Páll, maður hennar, sýni oft dans í sínum langferðum. „Við sýnum gömlu dansana og líka tjútt og rokk. Svo kenni ég ferðamönnunum stundum skottís sem vekur alltaf kátínu.“ Siggi er rótgróinn Hvanneyringur og segir Hvanneyri verða útgangspunkt ferðanna en í sérstöku dálæti verði Borgarbyggð, Snæfellsnes, Vestfirðir og Strandir. Hann segir þau vera í samningaviðræðum við sumarbústaðaeigendur í Skorradal í sambandi við gistingu og einnig sé mikil uppbygging hótela og annarra gististaða á Vesturlandi. „Það er fullt af tækifærum hér á Hvanneyri og í Borgarbyggð sem við nýtum enda viljum við láta gott af okkur leiða í samfélaginu.“ Rannsóknir sem Aldís Arna hefur gluggað í sýna að: Fjólubláa ljósið frá skjánum minnkar melatónínið í heilanum og gerir fólki erfiðara að sofna. Við það að missa svefn minnkar einbeiting og afköst minnka en við það eykst stress sem er stærsti ógnvaldur í heilsufari manna á 21. öldinni. „Meðalmaðurinn kíkir 150 sinnum á símann á dag og eyðir 3,5 tímum á miðlum. Fólk sem er mikið á netinu er 2,5 sinnum líklegra til að glíma við þunglyndi en aðrir. l Mikil netnotkun dregur úr félagslegri hæfni, ýtir undir kvíða, félagslega einangrun og einmanaleika. 50% fólks kjósa fremur að eiga samskipti gegnum tæki en augliti til auglitis. 60% fólks segja að hefðbundin ferðalög minnki ekki streitu. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Sjá meira
Hrossagaukurinn minnir okkur Pjetur ljósmyndara á vorið þegar við stígum út úr bílnum á Hvanneyri í Borgarfirði, þó jörðin sé enn föl yfir að líta. Í nýlegu húsi á staðnum búa hjónin Aldís Arna Tryggvadóttir og Sigurður Guðmundsson með þremur börnum og þangað er komin á undan okkur móðir húsfreyjunnar, Aldís Aðalbjarnardóttir, sem býr í Kópavogi. Við erum leidd að morgunverðarborði sem svignar undan litríkum kræsingum og þar fáum við að heyra af þeim nýjungum í ferðaþjónustu sem þau ætla að brydda upp á og snúast um að auðvelda fólki að hlaða batteríin til langframa með skjótvirkum hætti. „Við höfum sterka ástríðu fyrir því að vinna saman og erum að leggja grunn að heilsutengdri ferðaþjónustu undir nafninu Coldspot. Við þróuðum hugmyndina með fólki í viðskiptum og frumkvöðlageiranum innan Startup Tourism enda telst það nýsköpun á þessum tæknitímum að taka allt úr sambandi. Ætlum að bjóða upp á sérstakar ferðir þar sem fólk á ekki að hafa áhyggjur af statusfærslum en nýtur samt líðandi stundar,“ segir Aldís Arna og útskýrir pælinguna á bak við nafn fyrirtækisins. „Ís er kaldur og Ísland er depill í Norður-Atlantshafinu. Svo er Wi-Fi hotspot staður með góða nettengingu og símasamband en coldspot er þá þveröfugt.“ „Aðalsérstaða okkar fyrirtækis er nefnilega stafræn afeitrun – digital detox. Grunnhugmyndin að stofnun Coldspot er svolítið á skjön við síkvikan heim tækninnar þar sem hlutirnir gerast á ljóshraða. Við viljum, þvert á hraðann, að fólk fái hvíld og frið í fríinu sínu,“ segir Sigurður sem gengur undir nafninu Siggi. „Það þýðir að fólk geymir snjalltækin, síma, iPad og tölvur á meðan það er í okkar ferðum og er þá ekki á Snapchat, Instagram, Facebook eða að svara tölvupóstum á meðan. Í öllum ferðum verður leiðsögn, líkamleg áreynsla af einhverju tagi og ferðalag inn á við með markþjálfun og innleggi um lífið og tilveruna. Þannig sameinum við áhugasvið okkar þriggja og gestir okkar fá innihaldsrík frí!“ Við eftirgrennslan kemur í ljós að Aldís eldri er kennari að mennt, með BA-próf í þýsku og íslensku og hefur 20 ára reynslu í leiðsögn. Tók meirapróf, fór til Austurríkis í þýskunám og keypti sér fjórhjóladrifinn Ford Econoline. Svo fór hún í leiðsöguskólann, ók af stað og nýtur sérhvers dags í leiðsögn að eigin sögn. Siggi er íþróttakennari og lýðheilsufræðingur að mennt og hefur veitt lýðheilsutengdum viðburðum forstöðu, svo sem Landsmóti UMFÍ 50+ og Hættu að hanga! Komdu að hjóla, synda eða ganga! Hann hefur keppnisskap enda fyrrum afreksmaður í sundi. Aldís Arna er ólíkindatólið, viðskiptafræðingur með reynslu af stjórnun, stjórnsýslu, verðbréfamiðlun og markþjálfun en er svo mikill húmanisti að hún vill umfram allt gefa af sér til fólks. En hvaðan kemur þeim hugmyndin að snjalltækjalausum ferðum? Aldís Arna svarar því og segir fyrirtæki með sömu áherslur farin að ryðja sér til rúms erlendis. „Í Bandaríkjunum eru komin kaffihús þar sem mælst er til að fólk sé ekki með snjalltæki en tali frekar saman augliti til auglitis. Fyrirtæki eru farin að borga starfsmönnum fyrir að fara í frí án tækja. Þá fá þau ánægða starfsmenn til baka með betri einbeitingu en áður.“ Siggi tekur við: „Að vera sítengdur þýðir að skilaboðin koma hvenær sem er. Því er eins og fólk sé alltaf í vinnunni – alltaf að tékka, tékka, tékka, en það er mjög streituvaldandi.“ „Svo er alveg ótrúlegt að sjá fólk vera í símunum á meðan á máltíð stendur í stað þess að njóta samvistanna og spjalla saman,“ bætir Aldís Aðalbjarnar við.Tölvulaus tvo tíma á dag Eins og fram kom í byrjun eiga hjónin þrjú börn. Þau eru í skólum meðan á þessu viðtali stendur en móðir þeirra segir þau hafa á vissan hátt komið hugmyndinni að fyrirtækinu af stað. „Við vorum í bílnum og strákarnir aftur í með síma og ég hafði orð á því að þegar ég hefði verið lítil hefðu ekki verið til svona snjallsímar. Þá sagði átta ára strákurinn: „Mikið varstu heppin, þá þurftir þú ekki að keppa við símana um athyglina hjá foreldrum þínum.“ Ég fór að skoða mína eigin snjalltækjanotkun og komst að því að hún var alltof mikil. Ég var stressaður stjórnandi og ég treysti alltaf á kvöldin til að vinna upp syndir dagsins. Við hér á heimilinu ákváðum að slökkva á tækjunum milli klukkan 17 og 19 og það gerbreytti lífi okkar. Við fórum að taka eftir, leika meira og leyfa börnunum að hjálpa til á heimilinu. Tónhæðin lækkaði og samskiptin bötnuðu.“ Aldís Arna tekur fram að þau þoli alveg tækni. „Nýjungar í tækni, sérstaklega samfélagsmiðlar og sítenging, eru snilld. En við þurfum að vera meðvituð um notkunina og stýra henni, leggja tækin frá okkur af og til og njóta þess. Það mun fólk finna hjá okkur. Það fær kannski smá fráhvarfseinkenni fyrsta daginn en næsta dag finnur það hversu gott það er og hvað það fær í staðinn.“ „Auðvitað förum við á ferðamannastaði en við vitum líka um fjöldann allan af leynilegum stöðum þar sem okkar hópar geta verið einir,“ segir Siggi og bætir við að þau geti til dæmis farið í fjallgöngur eða í miðnæturreiðtúra á björtum sumarnóttum. Aldís Aðalbjarnar tekur undir það. „Það er það sem ferðamenn hrífast mest af, að vera úti í villtri náttúru landsins. Það snertir þá. Þeir eru svo hugfangnir af stórfenglegri náttúrunni að þeir eru oft hrærðir við brottför. Ég held að erlendir ferðamenn hafi opnað augu Íslendinga enn frekar fyrir fegurð landsins með þeirri virðingu og hlýju sem þeir sýna landinu. Því tekur mig það sárt þegar við sjálf göngum fram af offorsi gegn náttúrunni.“ Hún tekur fram að þau skipti fólki ekki í flokka. „Ég hef alltaf lagt áherslu á að ég meti manneskjuna af því hvernig hún er í stað þess að spá í menntun, titil eða bakgrunn. Hún má vera kóngur eða drottning fyrir mér. Þegar erlendu gestirnir eru í ferðarykinu með mér á Íslandi þá eru allir jafnir. Það er mín reynsla.“Tjútt og rokk „Fólk vill alveg prófa eitthvað nýtt,“ segir Aldís Arna. „Af hverju ekki leikfimi klukkan sjö að morgni í elsta íþróttahúsi landsins eða úti í náttúrunni?“ Mamma hennar upplýsir að hún og Páll, maður hennar, sýni oft dans í sínum langferðum. „Við sýnum gömlu dansana og líka tjútt og rokk. Svo kenni ég ferðamönnunum stundum skottís sem vekur alltaf kátínu.“ Siggi er rótgróinn Hvanneyringur og segir Hvanneyri verða útgangspunkt ferðanna en í sérstöku dálæti verði Borgarbyggð, Snæfellsnes, Vestfirðir og Strandir. Hann segir þau vera í samningaviðræðum við sumarbústaðaeigendur í Skorradal í sambandi við gistingu og einnig sé mikil uppbygging hótela og annarra gististaða á Vesturlandi. „Það er fullt af tækifærum hér á Hvanneyri og í Borgarbyggð sem við nýtum enda viljum við láta gott af okkur leiða í samfélaginu.“ Rannsóknir sem Aldís Arna hefur gluggað í sýna að: Fjólubláa ljósið frá skjánum minnkar melatónínið í heilanum og gerir fólki erfiðara að sofna. Við það að missa svefn minnkar einbeiting og afköst minnka en við það eykst stress sem er stærsti ógnvaldur í heilsufari manna á 21. öldinni. „Meðalmaðurinn kíkir 150 sinnum á símann á dag og eyðir 3,5 tímum á miðlum. Fólk sem er mikið á netinu er 2,5 sinnum líklegra til að glíma við þunglyndi en aðrir. l Mikil netnotkun dregur úr félagslegri hæfni, ýtir undir kvíða, félagslega einangrun og einmanaleika. 50% fólks kjósa fremur að eiga samskipti gegnum tæki en augliti til auglitis. 60% fólks segja að hefðbundin ferðalög minnki ekki streitu.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Sjá meira