Samtökin ´78 bjóða upp á jólamat en vona að enginn komi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 13. desember 2016 12:45 Samtökin '78 bjóða nú í fyrsta sinn í kvöldverð á Aðfangadag fyrir þá sem eiga ekki í nein hús að venda um hátíðarnar. Myndvinnsla/Garðar Samtökin ‘78 bjóða nú í fyrsta sinn í kvöldverð á Aðfangadag fyrir þá sem eiga ekki í nein hús að venda um hátíðarnar. Þau vonast þó til að sjá sem fæsta og segja að draumurinn sé að allir eigi samastað um hátíðarnar. „Það getur alltaf komið upp sú staða hjá fólki að það eigi ekki í nein hús að venda um hátíðarnar,“ segir María Helga Guðmundsdóttir, formaður samtakanna, í samtali við Vísi. Hún segir það geta verið af ýmsum ástæðum. „Til dæmis eru ýmsir einstaklingar sem leita til okkar sem eru hælisleitendur og hafa þess vegna ekki ríkt stuðningsnet og vilja gjarnan komast í umhverfi þar sem þeir geta notið samvista við fólk og haft frelsi til að vera þau sjálf yfir hátíðarnar. Svo eru einnig einstaklingar sem vilja bara vera í umhverfi þar sem hægt er að upplifa ákveðið öryggi og líða vel yfir jólin. Það eru ekki allir sem ganga að því vísu heima hjá sér, það getur verið allur gangur á því.“Vonar að enginn komi Guðmunda Smári Veigarsdóttir, meðstjórnandi samtakanna, hefur umsjón með verkefninu og mun taka á móti gestum á Aðfangadagskvöld. „Ég vona að það komi enginn, en það hafa nokkrir sýnt þessu áhuga. Við verðum líklega fimm til tíu, eftir því hvort fólk kemur inn af götunni,“ segir Guðmunda í samtali við Vísi. „Það væri draumurinn að allir hafi stað til að vera á með fjölskyldu eða vinum en það er ekki alltaf staðreyndin.“ Guðmunda segir að fólk hafi ýmsar ástæður til að leita til samtakanna yfir jólin, allt frá því að fjölskylduaðstæður geri það að verkum að börn eyði jólunum annars staðar til þess að trans einstaklingar upplifi sig ekki velkomna hjá fjölskyldu sinni. „Ég held þetta sé algengara en flestir geri sér grein fyrir, en ég vona að það sé ekkert bráðalgengt. En já, ég veit um slatta af einstaklingum sem fara ekki til fjölskyldunnar sinnar vegna þess að þeim líður ekki vel þar.“ Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Samtökin ‘78 bjóða nú í fyrsta sinn í kvöldverð á Aðfangadag fyrir þá sem eiga ekki í nein hús að venda um hátíðarnar. Þau vonast þó til að sjá sem fæsta og segja að draumurinn sé að allir eigi samastað um hátíðarnar. „Það getur alltaf komið upp sú staða hjá fólki að það eigi ekki í nein hús að venda um hátíðarnar,“ segir María Helga Guðmundsdóttir, formaður samtakanna, í samtali við Vísi. Hún segir það geta verið af ýmsum ástæðum. „Til dæmis eru ýmsir einstaklingar sem leita til okkar sem eru hælisleitendur og hafa þess vegna ekki ríkt stuðningsnet og vilja gjarnan komast í umhverfi þar sem þeir geta notið samvista við fólk og haft frelsi til að vera þau sjálf yfir hátíðarnar. Svo eru einnig einstaklingar sem vilja bara vera í umhverfi þar sem hægt er að upplifa ákveðið öryggi og líða vel yfir jólin. Það eru ekki allir sem ganga að því vísu heima hjá sér, það getur verið allur gangur á því.“Vonar að enginn komi Guðmunda Smári Veigarsdóttir, meðstjórnandi samtakanna, hefur umsjón með verkefninu og mun taka á móti gestum á Aðfangadagskvöld. „Ég vona að það komi enginn, en það hafa nokkrir sýnt þessu áhuga. Við verðum líklega fimm til tíu, eftir því hvort fólk kemur inn af götunni,“ segir Guðmunda í samtali við Vísi. „Það væri draumurinn að allir hafi stað til að vera á með fjölskyldu eða vinum en það er ekki alltaf staðreyndin.“ Guðmunda segir að fólk hafi ýmsar ástæður til að leita til samtakanna yfir jólin, allt frá því að fjölskylduaðstæður geri það að verkum að börn eyði jólunum annars staðar til þess að trans einstaklingar upplifi sig ekki velkomna hjá fjölskyldu sinni. „Ég held þetta sé algengara en flestir geri sér grein fyrir, en ég vona að það sé ekkert bráðalgengt. En já, ég veit um slatta af einstaklingum sem fara ekki til fjölskyldunnar sinnar vegna þess að þeim líður ekki vel þar.“
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira