Lagið er hið fyrsta sem áhorfendur sveitarinnar fá að heyra frá því fyrir rúmum þremur árum en þá kom platan Kveikur út. Lagið hefur verið leikið á tónleikum á ferð sveitarinnar um heiminn en hljóðversútgáfan hefur enn ekki litið dagsins ljós. Útgáfan sem verður leikin næsta sólarhringinn er nokkuð óvenjuleg en smáforrit verður brúkað til að endurraða því í sífellu.
Enn hefur ekki verið gefið út hvort ný plata sé á leiðinni en það verður að teljast líklegt. Sú yrði áttunda í röðinni.
Hringferðin hefur hlotið nafnið Route One en það er unnið í samstarfi með RÚV. Hún er hægvarp stofnunarinnar þetta árið en í fyrra var riðið á vaðið með því að sýna frá sauðburði í sólarhring undir nafninu Beint frá burði.