Mannréttindi megi ekki víkja í baráttunni gegn hryðjuverkum Una Sighvatsdóttir skrifar 20. júní 2016 20:00 Michael Georg Link er framkvæmdastjóri ODIHR, Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE. Þrjár mannskæðar hryðjuverkaárásir hafa verið framdar í Evrópu á rúmu ári og samhliða því fer óttinn við frekari hryðjuverk vaxandi. Engu að síður eru varhugaverð viðbrögð að auka um of eftirlit með ferðum og samskiptum almennra borgara, að mati framkvæmdastjóra Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE, sem staddur er hér á landi. Hann segir ÖSE vinna út frá þeirri forsendu að varanlegt öryggi í Evrópu verði aldrei tryggt nema með fullri virðingu fyrir mannréttindum. „Opin samfélög kosta líka það að þú getur ekki stjórnað öllu," sagði Link í samtali við fréttastofu að loknu erindi sem hann flutti í Norræna húsinu í dag á vegum utanríkisráðuneytisins og Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands. Link benti á að hryðjuverk séu ekki ný af nálinni í Evrópu en eðli þeirra hafi breyst.Múslimar ekki allir ábyrgir fyrir öfgamönnum „Það sem við sjáum núna eru fyrirbæri eins og Íslamska ríkið, þaðan sem erlendir hermdarverkamenn koma, oft eftir að hafa snúið til trúarinnar, og reyna að smjúka inn í okkar samfélög og gera óvæntar árásir. Hryðjuverk í sjálfu sér eru ekki nýtilkomin, en þetta form þeirra er nýtt," sagði Link. Um leið ítrekaði hann mikilvægi þess að draga ekki múslima alla til ábyrgðar fyrir gjörðum einstaklinga. „Við verðum að taka höndum saman með samfélagi múslima til að berjast gegn þessum hryðjuverkamönnum, í stað þess að einangra múslíma og segja að þeir séu vandamálið. Þeir geta verið hluti af lausninni, en við verðum að vinna með þeim, ekki á móti þeim."Íslendingar öflug stuðningsþjóð ÖSE Öryggi felst að sögn Link ekki aðeins í því að fangelsa hryðjuverkamenn, heldur ekki síður í því að auka meðvitund aðildarríkja ÖSE um að virða mannréttindi og berjast gegn fordómum og hatursorðræðu sem geti af sér ofbeldisverk. Meðal annars í því skyni kom hann hingað til lands, til að ræða bæði við þingmenn og almenning. „Íslendingar eru miklir stuðningsmenn grundvallarmannréttinda og ég vona að sjálfsögðu innilega að þeir verði það áfram. Þegar við stöndum andspænis hryðjuverkaógn er mikilvægt að gefa ekki eftir okkar lífshætti, heldur er verja þá af öllum mætti og verja mannréttindastöðu okkar, sem við getum verið stolt af." Hryðjuverk í Evrópu Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Sjá meira
Þrjár mannskæðar hryðjuverkaárásir hafa verið framdar í Evrópu á rúmu ári og samhliða því fer óttinn við frekari hryðjuverk vaxandi. Engu að síður eru varhugaverð viðbrögð að auka um of eftirlit með ferðum og samskiptum almennra borgara, að mati framkvæmdastjóra Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE, sem staddur er hér á landi. Hann segir ÖSE vinna út frá þeirri forsendu að varanlegt öryggi í Evrópu verði aldrei tryggt nema með fullri virðingu fyrir mannréttindum. „Opin samfélög kosta líka það að þú getur ekki stjórnað öllu," sagði Link í samtali við fréttastofu að loknu erindi sem hann flutti í Norræna húsinu í dag á vegum utanríkisráðuneytisins og Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands. Link benti á að hryðjuverk séu ekki ný af nálinni í Evrópu en eðli þeirra hafi breyst.Múslimar ekki allir ábyrgir fyrir öfgamönnum „Það sem við sjáum núna eru fyrirbæri eins og Íslamska ríkið, þaðan sem erlendir hermdarverkamenn koma, oft eftir að hafa snúið til trúarinnar, og reyna að smjúka inn í okkar samfélög og gera óvæntar árásir. Hryðjuverk í sjálfu sér eru ekki nýtilkomin, en þetta form þeirra er nýtt," sagði Link. Um leið ítrekaði hann mikilvægi þess að draga ekki múslima alla til ábyrgðar fyrir gjörðum einstaklinga. „Við verðum að taka höndum saman með samfélagi múslima til að berjast gegn þessum hryðjuverkamönnum, í stað þess að einangra múslíma og segja að þeir séu vandamálið. Þeir geta verið hluti af lausninni, en við verðum að vinna með þeim, ekki á móti þeim."Íslendingar öflug stuðningsþjóð ÖSE Öryggi felst að sögn Link ekki aðeins í því að fangelsa hryðjuverkamenn, heldur ekki síður í því að auka meðvitund aðildarríkja ÖSE um að virða mannréttindi og berjast gegn fordómum og hatursorðræðu sem geti af sér ofbeldisverk. Meðal annars í því skyni kom hann hingað til lands, til að ræða bæði við þingmenn og almenning. „Íslendingar eru miklir stuðningsmenn grundvallarmannréttinda og ég vona að sjálfsögðu innilega að þeir verði það áfram. Þegar við stöndum andspænis hryðjuverkaógn er mikilvægt að gefa ekki eftir okkar lífshætti, heldur er verja þá af öllum mætti og verja mannréttindastöðu okkar, sem við getum verið stolt af."
Hryðjuverk í Evrópu Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Sjá meira