Missti putta á Secret Solstice: „Heilinn er ekki búinn að meðtaka að puttinn er farinn“ Birgir Olgeirsson skrifar 20. júní 2016 20:15 Puttinn varð eftir þegar Viljar Már reyndi að stytta sér leið yfir grindverk til að komast á tjaldsvæðið. Vísir/Viljar Már „Heilsan er bara fín, bara mínus þessi putti, ég get bara talið upp að níu, en annars allt í lagi,“ segir Viljar Már Hafþórsson sem missti baugfingur á hægri hendi þegar hann stytti sér leið inn á tjaldsvæði tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice í Laugardal í Reykjavík aðfaranótt föstudags.Viljar Már á sjúkrahúsinu.Vísir„Síðan flæktist fingurinn í grindverkinu þegar ég hoppa af og puttinn varð eftir á grindverkinu,“ segir Viljar Már í samtali við Vísi um óhappið en Viljar er rétthentur. Hann segist hafa fundið strax og hann lenti að ekki var allt með felldu. Hann leit á höndin og sá þar hálft bein sem stóð út og puttann hangandi á grindverkinu. Hann segir verkinn hafa horfið fljótt þegar adrenalínið tók yfir. Sjúkraflutningamenn voru snöggir á vettvang og hlúðu að Viljari Má en hann segir sjálfur svo frá að óvenju lítil blæðing hafi hlotist af þessu óhappi. Sjúkraflutningamennirnir sóttu puttann sem fékk hins vegar „dauðadóm“ frá læknum við komuna á sjúkrahúsið og var í kjölfarið brenndur og nú orðinn að ösku. „Hann rifnaði allt of mikið, skinnið í tætlur og beinið brotnaði. Það var ekki hægt að festa hann aftur á,“ segir Viljar Már. Hann segir læknana hafa verið ánægða með hve vel Viljar Már tók þessu óhappi. Hann var sólarhring á sjúkrahúsi þar sem hann var sendur í aðgerð til að gera að hendinni en eftir það lá leið hans beint aftur á Solstice-hátíðina.Viljar Már fór á puttanum heim til Akureyrar eftir hátíðina.Vísir/Viljar MárHann segist finna fyrir vofuverkjum nú þegar puttinn er farinn. Með orðinu vofuverkur er átt við það þegar fólk missir útlim en finnur samt endrum og sinnum til í honum, en Vísindavefur Háskóla Íslands tekur sem dæmi kláða eða annan verk. „Heilinn er ekki búinn að meðtaka að puttinn er farinn, hann heldur að hann sé þarna enn þá,“ segir Viljar Már sem gengst við að sakna hans en hann starfar sem þjónn en í því starfi kemur fingrafimi sér vel og verður Viljar Már því frá vinnu í einhvern tíma núna. Hann býr og starfar á Akureyri en eftir að hátíðinni lauk fór hann „á puttanum“ heim. „Þetta er skemmtilegt óhapp, góð saga til að segja frá. Það er ekkert sem ég get gert í því. Hann er farinn og orðinn að ösku.“ Tengdar fréttir „Vorum að reyna að gera það besta úr ótrúlega leiðinlegum aðstæðum“ Tónleikahaldarar Secret Solstice neyddust til að taka erfiða ákvörðun í gær en minnstu munaði að ekki yrði að tónleikum Die Antwoord. 20. júní 2016 11:26 Geimverurnar lentu og tóku yfir Ísland Tónleikar Die Antwoord voru án efa hápunktur Secret Solstice hátíðarinnar. 20. júní 2016 13:23 Kannabisský yfir Laugardalnum um helgina Frjálslegar grasreykingar voru stundaðar á Secret Solstice-hátíðinni en átta fíkniefnamál komu á borð lögreglu. 20. júní 2016 13:07 Myndasyrpa frá Solstice: Gleðin ríkjandi á tónlistarhátíðinni Tónlistarhátíðinni lauk í gærkvöldi. 20. júní 2016 07:33 Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Fyrsta háhælahlaup Íslandssögunnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Sjá meira
„Heilsan er bara fín, bara mínus þessi putti, ég get bara talið upp að níu, en annars allt í lagi,“ segir Viljar Már Hafþórsson sem missti baugfingur á hægri hendi þegar hann stytti sér leið inn á tjaldsvæði tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice í Laugardal í Reykjavík aðfaranótt föstudags.Viljar Már á sjúkrahúsinu.Vísir„Síðan flæktist fingurinn í grindverkinu þegar ég hoppa af og puttinn varð eftir á grindverkinu,“ segir Viljar Már í samtali við Vísi um óhappið en Viljar er rétthentur. Hann segist hafa fundið strax og hann lenti að ekki var allt með felldu. Hann leit á höndin og sá þar hálft bein sem stóð út og puttann hangandi á grindverkinu. Hann segir verkinn hafa horfið fljótt þegar adrenalínið tók yfir. Sjúkraflutningamenn voru snöggir á vettvang og hlúðu að Viljari Má en hann segir sjálfur svo frá að óvenju lítil blæðing hafi hlotist af þessu óhappi. Sjúkraflutningamennirnir sóttu puttann sem fékk hins vegar „dauðadóm“ frá læknum við komuna á sjúkrahúsið og var í kjölfarið brenndur og nú orðinn að ösku. „Hann rifnaði allt of mikið, skinnið í tætlur og beinið brotnaði. Það var ekki hægt að festa hann aftur á,“ segir Viljar Már. Hann segir læknana hafa verið ánægða með hve vel Viljar Már tók þessu óhappi. Hann var sólarhring á sjúkrahúsi þar sem hann var sendur í aðgerð til að gera að hendinni en eftir það lá leið hans beint aftur á Solstice-hátíðina.Viljar Már fór á puttanum heim til Akureyrar eftir hátíðina.Vísir/Viljar MárHann segist finna fyrir vofuverkjum nú þegar puttinn er farinn. Með orðinu vofuverkur er átt við það þegar fólk missir útlim en finnur samt endrum og sinnum til í honum, en Vísindavefur Háskóla Íslands tekur sem dæmi kláða eða annan verk. „Heilinn er ekki búinn að meðtaka að puttinn er farinn, hann heldur að hann sé þarna enn þá,“ segir Viljar Már sem gengst við að sakna hans en hann starfar sem þjónn en í því starfi kemur fingrafimi sér vel og verður Viljar Már því frá vinnu í einhvern tíma núna. Hann býr og starfar á Akureyri en eftir að hátíðinni lauk fór hann „á puttanum“ heim. „Þetta er skemmtilegt óhapp, góð saga til að segja frá. Það er ekkert sem ég get gert í því. Hann er farinn og orðinn að ösku.“
Tengdar fréttir „Vorum að reyna að gera það besta úr ótrúlega leiðinlegum aðstæðum“ Tónleikahaldarar Secret Solstice neyddust til að taka erfiða ákvörðun í gær en minnstu munaði að ekki yrði að tónleikum Die Antwoord. 20. júní 2016 11:26 Geimverurnar lentu og tóku yfir Ísland Tónleikar Die Antwoord voru án efa hápunktur Secret Solstice hátíðarinnar. 20. júní 2016 13:23 Kannabisský yfir Laugardalnum um helgina Frjálslegar grasreykingar voru stundaðar á Secret Solstice-hátíðinni en átta fíkniefnamál komu á borð lögreglu. 20. júní 2016 13:07 Myndasyrpa frá Solstice: Gleðin ríkjandi á tónlistarhátíðinni Tónlistarhátíðinni lauk í gærkvöldi. 20. júní 2016 07:33 Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Fyrsta háhælahlaup Íslandssögunnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Sjá meira
„Vorum að reyna að gera það besta úr ótrúlega leiðinlegum aðstæðum“ Tónleikahaldarar Secret Solstice neyddust til að taka erfiða ákvörðun í gær en minnstu munaði að ekki yrði að tónleikum Die Antwoord. 20. júní 2016 11:26
Geimverurnar lentu og tóku yfir Ísland Tónleikar Die Antwoord voru án efa hápunktur Secret Solstice hátíðarinnar. 20. júní 2016 13:23
Kannabisský yfir Laugardalnum um helgina Frjálslegar grasreykingar voru stundaðar á Secret Solstice-hátíðinni en átta fíkniefnamál komu á borð lögreglu. 20. júní 2016 13:07
Myndasyrpa frá Solstice: Gleðin ríkjandi á tónlistarhátíðinni Tónlistarhátíðinni lauk í gærkvöldi. 20. júní 2016 07:33