„Vorum að reyna að gera það besta úr ótrúlega leiðinlegum aðstæðum“ Birgir Örn Steinarsson skrifar 20. júní 2016 11:26 Yolandi Visser og Ninja úr sveitinni Die Antwoord lögðu undir sig Laugardalshöll í gærkvöldi. Vísir/Hanna Það voru blendnar tilfinningar í gær á meðal gesta Secret Solstice með þá ákvörðun tónleikahaldara að færa Suðurafrísku rappsveitina Die Antwoord inn í Laugardalshöll. Þeir rúmlega 5000 manns sem komust inn upplifðu líklegast eina mögnuðustu tónleikaupplifun sem þar hefur farið fram á meðan þeir sem biðu í röð og komust svo ekki inn fannst þeir illa sviknir. Ástæðan fyrir því að tónleikarnir voru færðir inn í Hel, eins og gamli salur Laugardalshallar hét í gær, voru tafir á flugsamgöngum til og frá landinu. „Annað hvort var að halda þessa tónleika þarna inni eða sleppa þeim alveg,“ segir Ósk Gunnarsdóttir einn skipuleggjanda hátíðarinnar. „Við vorum að reyna gera það besta úr ótrúlega leiðinlegum aðstæðum.“Die Antwoord töluðu mikið um það hversu lengi það hefur verið draumur þeirra að spila á Íslandi.Vísir/HannaMinnstu munaði að Die Antwoord hefði ekki spilaðÓsk segir að liðsmenn Die Antwoord og tækjabúnaður hafi lent á Keflavíkurflugvelli um sex leytið í gærkvöldi. Það var aðeins skömmu áður en sveitin hefði átt að koma fram á auglýstum tíma á aðalútisviðinu Valhöll og því ljóst að af því gæti aldrei orðið. Næsta vandamál hafi verið að þar sem það er nokkurra klukkutíma verk að stilla upp sviðsmynd og öðru sem fylgir tónleikum Die Antwoord hafi ekki verið mögulegt að halda tónleikana úti. Það hafi verið vegna þess að hátíðarhaldarar höfðu einungis leyfi frá yfirvöldum fyrir útitónleikum til miðnættis af virðingu við íbúa á svæðinu. „Við þurftum því að rjúka inn í Laugardalshöll og byggja upp nýtt svið, setja upp öll tilheyrandi ljós og hljóðprufa á eins skömmum tíma og mögulegt var. Það mátti ekki tæpara standa að þau hefðu ekki spilað. Okkur fannst það betri hugmynd að bjóða upp á tónleikana svona en að sleppa þeim alveg af dagskránni.“ Það var því mat tónleikahaldara að af tveimur slæmum kostum væri þetta betra þar sem fleiri hefðu orðið svekktir ef aflýsa hefði þurft framkomu sveitarinnar. „Við vorum mjög ánægð með þessa ákvörðun eftir á því þetta voru geðveikir tónleikar. Þetta var ekki viljaverk að gera þetta svona. Skipuleggjendur voru bara að reyna gera það besta úr aðstæðum sem við réðum ekki við.“ Ósk segir hátíðarhaldara hafa gert sér grein fyrir því fyrirfram að fjöldi manns yrðu svekktur vegna þessa og segir hátíðarhaldara harma það. Ekki hefur verið tekin afstaða til þess hvort verði komið til móts við þá sem súrir urðu eða þá með hvaða hætti. Tónlist Tengdar fréttir Tískan á Solstice Glamour x Secret Solstice 2016. 18. júní 2016 13:15 Brjáluð stemning á M.O.P. á Solstice: "Ísland. Ísland. Ísland!“ - myndband Rappdúóið tryllti lýðinn í Laugardalnum í gær. 19. júní 2016 10:30 Myndasyrpa frá Solstice: Gleðin ríkjandi á tónlistarhátíðinni Tónlistarhátíðinni lauk í gærkvöldi. 20. júní 2016 07:33 Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fleiri fréttir Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Sjá meira
Það voru blendnar tilfinningar í gær á meðal gesta Secret Solstice með þá ákvörðun tónleikahaldara að færa Suðurafrísku rappsveitina Die Antwoord inn í Laugardalshöll. Þeir rúmlega 5000 manns sem komust inn upplifðu líklegast eina mögnuðustu tónleikaupplifun sem þar hefur farið fram á meðan þeir sem biðu í röð og komust svo ekki inn fannst þeir illa sviknir. Ástæðan fyrir því að tónleikarnir voru færðir inn í Hel, eins og gamli salur Laugardalshallar hét í gær, voru tafir á flugsamgöngum til og frá landinu. „Annað hvort var að halda þessa tónleika þarna inni eða sleppa þeim alveg,“ segir Ósk Gunnarsdóttir einn skipuleggjanda hátíðarinnar. „Við vorum að reyna gera það besta úr ótrúlega leiðinlegum aðstæðum.“Die Antwoord töluðu mikið um það hversu lengi það hefur verið draumur þeirra að spila á Íslandi.Vísir/HannaMinnstu munaði að Die Antwoord hefði ekki spilaðÓsk segir að liðsmenn Die Antwoord og tækjabúnaður hafi lent á Keflavíkurflugvelli um sex leytið í gærkvöldi. Það var aðeins skömmu áður en sveitin hefði átt að koma fram á auglýstum tíma á aðalútisviðinu Valhöll og því ljóst að af því gæti aldrei orðið. Næsta vandamál hafi verið að þar sem það er nokkurra klukkutíma verk að stilla upp sviðsmynd og öðru sem fylgir tónleikum Die Antwoord hafi ekki verið mögulegt að halda tónleikana úti. Það hafi verið vegna þess að hátíðarhaldarar höfðu einungis leyfi frá yfirvöldum fyrir útitónleikum til miðnættis af virðingu við íbúa á svæðinu. „Við þurftum því að rjúka inn í Laugardalshöll og byggja upp nýtt svið, setja upp öll tilheyrandi ljós og hljóðprufa á eins skömmum tíma og mögulegt var. Það mátti ekki tæpara standa að þau hefðu ekki spilað. Okkur fannst það betri hugmynd að bjóða upp á tónleikana svona en að sleppa þeim alveg af dagskránni.“ Það var því mat tónleikahaldara að af tveimur slæmum kostum væri þetta betra þar sem fleiri hefðu orðið svekktir ef aflýsa hefði þurft framkomu sveitarinnar. „Við vorum mjög ánægð með þessa ákvörðun eftir á því þetta voru geðveikir tónleikar. Þetta var ekki viljaverk að gera þetta svona. Skipuleggjendur voru bara að reyna gera það besta úr aðstæðum sem við réðum ekki við.“ Ósk segir hátíðarhaldara hafa gert sér grein fyrir því fyrirfram að fjöldi manns yrðu svekktur vegna þessa og segir hátíðarhaldara harma það. Ekki hefur verið tekin afstaða til þess hvort verði komið til móts við þá sem súrir urðu eða þá með hvaða hætti.
Tónlist Tengdar fréttir Tískan á Solstice Glamour x Secret Solstice 2016. 18. júní 2016 13:15 Brjáluð stemning á M.O.P. á Solstice: "Ísland. Ísland. Ísland!“ - myndband Rappdúóið tryllti lýðinn í Laugardalnum í gær. 19. júní 2016 10:30 Myndasyrpa frá Solstice: Gleðin ríkjandi á tónlistarhátíðinni Tónlistarhátíðinni lauk í gærkvöldi. 20. júní 2016 07:33 Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fleiri fréttir Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Sjá meira
Brjáluð stemning á M.O.P. á Solstice: "Ísland. Ísland. Ísland!“ - myndband Rappdúóið tryllti lýðinn í Laugardalnum í gær. 19. júní 2016 10:30
Myndasyrpa frá Solstice: Gleðin ríkjandi á tónlistarhátíðinni Tónlistarhátíðinni lauk í gærkvöldi. 20. júní 2016 07:33