„Vorum að reyna að gera það besta úr ótrúlega leiðinlegum aðstæðum“ Birgir Örn Steinarsson skrifar 20. júní 2016 11:26 Yolandi Visser og Ninja úr sveitinni Die Antwoord lögðu undir sig Laugardalshöll í gærkvöldi. Vísir/Hanna Það voru blendnar tilfinningar í gær á meðal gesta Secret Solstice með þá ákvörðun tónleikahaldara að færa Suðurafrísku rappsveitina Die Antwoord inn í Laugardalshöll. Þeir rúmlega 5000 manns sem komust inn upplifðu líklegast eina mögnuðustu tónleikaupplifun sem þar hefur farið fram á meðan þeir sem biðu í röð og komust svo ekki inn fannst þeir illa sviknir. Ástæðan fyrir því að tónleikarnir voru færðir inn í Hel, eins og gamli salur Laugardalshallar hét í gær, voru tafir á flugsamgöngum til og frá landinu. „Annað hvort var að halda þessa tónleika þarna inni eða sleppa þeim alveg,“ segir Ósk Gunnarsdóttir einn skipuleggjanda hátíðarinnar. „Við vorum að reyna gera það besta úr ótrúlega leiðinlegum aðstæðum.“Die Antwoord töluðu mikið um það hversu lengi það hefur verið draumur þeirra að spila á Íslandi.Vísir/HannaMinnstu munaði að Die Antwoord hefði ekki spilaðÓsk segir að liðsmenn Die Antwoord og tækjabúnaður hafi lent á Keflavíkurflugvelli um sex leytið í gærkvöldi. Það var aðeins skömmu áður en sveitin hefði átt að koma fram á auglýstum tíma á aðalútisviðinu Valhöll og því ljóst að af því gæti aldrei orðið. Næsta vandamál hafi verið að þar sem það er nokkurra klukkutíma verk að stilla upp sviðsmynd og öðru sem fylgir tónleikum Die Antwoord hafi ekki verið mögulegt að halda tónleikana úti. Það hafi verið vegna þess að hátíðarhaldarar höfðu einungis leyfi frá yfirvöldum fyrir útitónleikum til miðnættis af virðingu við íbúa á svæðinu. „Við þurftum því að rjúka inn í Laugardalshöll og byggja upp nýtt svið, setja upp öll tilheyrandi ljós og hljóðprufa á eins skömmum tíma og mögulegt var. Það mátti ekki tæpara standa að þau hefðu ekki spilað. Okkur fannst það betri hugmynd að bjóða upp á tónleikana svona en að sleppa þeim alveg af dagskránni.“ Það var því mat tónleikahaldara að af tveimur slæmum kostum væri þetta betra þar sem fleiri hefðu orðið svekktir ef aflýsa hefði þurft framkomu sveitarinnar. „Við vorum mjög ánægð með þessa ákvörðun eftir á því þetta voru geðveikir tónleikar. Þetta var ekki viljaverk að gera þetta svona. Skipuleggjendur voru bara að reyna gera það besta úr aðstæðum sem við réðum ekki við.“ Ósk segir hátíðarhaldara hafa gert sér grein fyrir því fyrirfram að fjöldi manns yrðu svekktur vegna þessa og segir hátíðarhaldara harma það. Ekki hefur verið tekin afstaða til þess hvort verði komið til móts við þá sem súrir urðu eða þá með hvaða hætti. Tónlist Tengdar fréttir Tískan á Solstice Glamour x Secret Solstice 2016. 18. júní 2016 13:15 Brjáluð stemning á M.O.P. á Solstice: "Ísland. Ísland. Ísland!“ - myndband Rappdúóið tryllti lýðinn í Laugardalnum í gær. 19. júní 2016 10:30 Myndasyrpa frá Solstice: Gleðin ríkjandi á tónlistarhátíðinni Tónlistarhátíðinni lauk í gærkvöldi. 20. júní 2016 07:33 Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Sjá meira
Það voru blendnar tilfinningar í gær á meðal gesta Secret Solstice með þá ákvörðun tónleikahaldara að færa Suðurafrísku rappsveitina Die Antwoord inn í Laugardalshöll. Þeir rúmlega 5000 manns sem komust inn upplifðu líklegast eina mögnuðustu tónleikaupplifun sem þar hefur farið fram á meðan þeir sem biðu í röð og komust svo ekki inn fannst þeir illa sviknir. Ástæðan fyrir því að tónleikarnir voru færðir inn í Hel, eins og gamli salur Laugardalshallar hét í gær, voru tafir á flugsamgöngum til og frá landinu. „Annað hvort var að halda þessa tónleika þarna inni eða sleppa þeim alveg,“ segir Ósk Gunnarsdóttir einn skipuleggjanda hátíðarinnar. „Við vorum að reyna gera það besta úr ótrúlega leiðinlegum aðstæðum.“Die Antwoord töluðu mikið um það hversu lengi það hefur verið draumur þeirra að spila á Íslandi.Vísir/HannaMinnstu munaði að Die Antwoord hefði ekki spilaðÓsk segir að liðsmenn Die Antwoord og tækjabúnaður hafi lent á Keflavíkurflugvelli um sex leytið í gærkvöldi. Það var aðeins skömmu áður en sveitin hefði átt að koma fram á auglýstum tíma á aðalútisviðinu Valhöll og því ljóst að af því gæti aldrei orðið. Næsta vandamál hafi verið að þar sem það er nokkurra klukkutíma verk að stilla upp sviðsmynd og öðru sem fylgir tónleikum Die Antwoord hafi ekki verið mögulegt að halda tónleikana úti. Það hafi verið vegna þess að hátíðarhaldarar höfðu einungis leyfi frá yfirvöldum fyrir útitónleikum til miðnættis af virðingu við íbúa á svæðinu. „Við þurftum því að rjúka inn í Laugardalshöll og byggja upp nýtt svið, setja upp öll tilheyrandi ljós og hljóðprufa á eins skömmum tíma og mögulegt var. Það mátti ekki tæpara standa að þau hefðu ekki spilað. Okkur fannst það betri hugmynd að bjóða upp á tónleikana svona en að sleppa þeim alveg af dagskránni.“ Það var því mat tónleikahaldara að af tveimur slæmum kostum væri þetta betra þar sem fleiri hefðu orðið svekktir ef aflýsa hefði þurft framkomu sveitarinnar. „Við vorum mjög ánægð með þessa ákvörðun eftir á því þetta voru geðveikir tónleikar. Þetta var ekki viljaverk að gera þetta svona. Skipuleggjendur voru bara að reyna gera það besta úr aðstæðum sem við réðum ekki við.“ Ósk segir hátíðarhaldara hafa gert sér grein fyrir því fyrirfram að fjöldi manns yrðu svekktur vegna þessa og segir hátíðarhaldara harma það. Ekki hefur verið tekin afstaða til þess hvort verði komið til móts við þá sem súrir urðu eða þá með hvaða hætti.
Tónlist Tengdar fréttir Tískan á Solstice Glamour x Secret Solstice 2016. 18. júní 2016 13:15 Brjáluð stemning á M.O.P. á Solstice: "Ísland. Ísland. Ísland!“ - myndband Rappdúóið tryllti lýðinn í Laugardalnum í gær. 19. júní 2016 10:30 Myndasyrpa frá Solstice: Gleðin ríkjandi á tónlistarhátíðinni Tónlistarhátíðinni lauk í gærkvöldi. 20. júní 2016 07:33 Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Sjá meira
Brjáluð stemning á M.O.P. á Solstice: "Ísland. Ísland. Ísland!“ - myndband Rappdúóið tryllti lýðinn í Laugardalnum í gær. 19. júní 2016 10:30
Myndasyrpa frá Solstice: Gleðin ríkjandi á tónlistarhátíðinni Tónlistarhátíðinni lauk í gærkvöldi. 20. júní 2016 07:33