Konur andvígari áfengi í búðum Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. febrúar 2016 07:00 Konur eru andvígari frumvarpinu en karlar. Andstaðan við það að heimila sölu á bjór og léttvíni í matvöruverslunum hefur aukist frá því að Fréttablaðið spurði síðast, í mars 2015. Þegar einungis eru skoðuð svör þeirra sem afstöðu taka sést að nú eru 62 prósent aðspurðra andvíg því að heimila sölu á bjór og léttvíni í matvöruverslunum, en 38 prósent eru því fylgjandi. Þegar spurt var í mars í fyrra voru 55 prósent andvíg en 45 prósent voru fylgjandi. Andstaðan er meiri meðal kvenna en karla. Rétt rúmlega 70 prósent kvenna eru andvíg því að selja áfengi í verslunum en tæplega 30 prósent eru því fylgjandi. Aftur á móti er rétt rúmlega helmingur karla því andvígur. Þegar skoðuð eru svör eftir aldri sést að 75 prósent þeirra sem eru fimmtíu ára og eldri eru andvíg því að bjór og léttvín sé selt í matvöruverslunum en 35 prósent fylgjandi. Aftur á móti er einungis 51 prósent þeirra sem eru á aldrinum 18-49 ára andvígt því að heimila sölu á bjór og léttvíni í matvöruverslunum.Vilhjálmur ÁrnasonVilhjálmur Árnason, fyrsti flutningsmaður frumvarps um afnám einkasölu ríkisins á áfengi, segir ástæðulaust að ætla að áfengi verði selt í stórum stíl í matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Verslunin muni áfram verða á veitingastöðum en líka í sérvöruverslunum og á internetinu. „Þessi matvöruverslunarvinkill er aðallega til að tryggja að það verði boðið upp á þessa vöru á landsbyggðinni. Þannig að það verði hægt að nýta samlegðaráhrifin þar með verslun sem berst í bökkum. Mér er alveg sama hvort stórmarkaðirnir selji þetta eða ekki.“Þórarinn TyrfingssonÞórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir það ekki koma á óvart að andstaðan sé meiri á meðal eldra fólks. „Sérstaklega er það augljóst að með aldrinum þá áttar maður sig á vandanum sem af áfengi stafar. Þess vegna vilja menn ekkert gera sem eykur hættuna á því að ungmenni fari illa út úr áfengisneyslu eða verði áfengissjúk,“ segir Þórarinn. Hringt var í 1.158 manns þar til náðist í 801 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 26. og 27. janúar. Svarhlutfallið var 69,2 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Finnst þér að það eigi að heimila sölu á bjór og léttvíni í matvöruverslunum? Alls tóku 90 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Andstaðan við það að heimila sölu á bjór og léttvíni í matvöruverslunum hefur aukist frá því að Fréttablaðið spurði síðast, í mars 2015. Þegar einungis eru skoðuð svör þeirra sem afstöðu taka sést að nú eru 62 prósent aðspurðra andvíg því að heimila sölu á bjór og léttvíni í matvöruverslunum, en 38 prósent eru því fylgjandi. Þegar spurt var í mars í fyrra voru 55 prósent andvíg en 45 prósent voru fylgjandi. Andstaðan er meiri meðal kvenna en karla. Rétt rúmlega 70 prósent kvenna eru andvíg því að selja áfengi í verslunum en tæplega 30 prósent eru því fylgjandi. Aftur á móti er rétt rúmlega helmingur karla því andvígur. Þegar skoðuð eru svör eftir aldri sést að 75 prósent þeirra sem eru fimmtíu ára og eldri eru andvíg því að bjór og léttvín sé selt í matvöruverslunum en 35 prósent fylgjandi. Aftur á móti er einungis 51 prósent þeirra sem eru á aldrinum 18-49 ára andvígt því að heimila sölu á bjór og léttvíni í matvöruverslunum.Vilhjálmur ÁrnasonVilhjálmur Árnason, fyrsti flutningsmaður frumvarps um afnám einkasölu ríkisins á áfengi, segir ástæðulaust að ætla að áfengi verði selt í stórum stíl í matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Verslunin muni áfram verða á veitingastöðum en líka í sérvöruverslunum og á internetinu. „Þessi matvöruverslunarvinkill er aðallega til að tryggja að það verði boðið upp á þessa vöru á landsbyggðinni. Þannig að það verði hægt að nýta samlegðaráhrifin þar með verslun sem berst í bökkum. Mér er alveg sama hvort stórmarkaðirnir selji þetta eða ekki.“Þórarinn TyrfingssonÞórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir það ekki koma á óvart að andstaðan sé meiri á meðal eldra fólks. „Sérstaklega er það augljóst að með aldrinum þá áttar maður sig á vandanum sem af áfengi stafar. Þess vegna vilja menn ekkert gera sem eykur hættuna á því að ungmenni fari illa út úr áfengisneyslu eða verði áfengissjúk,“ segir Þórarinn. Hringt var í 1.158 manns þar til náðist í 801 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 26. og 27. janúar. Svarhlutfallið var 69,2 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Finnst þér að það eigi að heimila sölu á bjór og léttvíni í matvöruverslunum? Alls tóku 90 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar.
Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira