Kári vill að ríkissjóður borgi allan kostnaðinn Una Sighvatsdóttir skrifar 25. janúar 2016 13:29 Kári Stefánsson stefnir að því að safna minnst 100 þúsund undirskriftum við kröfu sína. Ríflega 43 þúsund undirskriftir hafa nú safnast við kröfu Kára Stefánssonar um að 11% af vergri landsframleiðslu Íslands verði varið til reksturs heilbrigðiskerfisins. Í dag er staðan sú að Íslendingar eyða því sem nemur 8,7% af vergri landsframleiðslu í heilbrigðismál. Það eru heildarframlög í málaflokkinn, bæði frá ríki og einkaaðilum. Sé litið til samanburðar við önnur OECD ríki sést að þar tróna Bandaríkin á toppnum, því ekkert annað ríki ver meiru til heilbrigðismála eða 16,4%. Þetta kann að koma spánskt fyrir sjónir en skýringin er sú að litið er til heildarútgjalda. Aðeins tæpur helmingur þess er hinsvegar opinber framlög. Ísland er rétt undir OECD meðaltalinu með sín 8,7%, en ríkið ber hinsvegar stærri hluta kostnaðarins hér en víða annars staðar, eða um 80%. Kári vill að Íslendingar hækki hlutfallið úr vergri landsframleiðslu úr 8,7% upp í 11% en setur í undirskriftarsöfnun sinni ekki fram kröfu um hvort 11% eigi öll að koma úr ríkissjóði. Hann hefur þó eigin persónulegu skoðun á því hvernig hann myndi vilja haga málunum. „Þetta eru heildarútgjöld til reksturs heilbrigðiskerfinu og eins og stendur þá erum við með það í sambland það sem kemur frá ríkinu annars vegar og það sem við borgum úr eigin vasa hinsvegar. En í minni útópíu þá ætti það allt að koma úr sjúkratryggingum." Eins og staðan er núna eru útgjöld ríkisins eins til heilbrigðisþjónustu 7,6%, en heildarútgjöld í málaflokkinn 8,6% þegar einkaframlög bætast við. Kári segir það ekki sitt að útfæra hvaðan féð verði sótt, hann vilji einfaldlega spyrja hvort þjóðin sé sammála honum um hve stór hluti af kökunni eigi að fara í heilbrigðiskerfið. Kári segist einfaldlega vilja spyrja hvort þjóðin sé sammála honum um hve stór hluti af kökunni eigi að fara í heilbrigðiskerfið. Það sé ekki hans að útfæra hvaðan féð verði sótt. „Ég er á þeirri skoðun að kostnaður í heilbrigðisþjónustu eigi allur að koma frá ríkinu. Ég held því fram að við eigum að vera með almennilegt almannatryggingakerfi þegar kemur að heilbirgðismálum. Þannig að mér finnst persónulega þessi hugmynd að menn þurfi að draga upp kreditkortið sitt þegar þeir koma inn á slysavarðsstofu sé heldur léleg. Mér finnst hún ósmekkleg, mér finnst hún ljót, mér finnst hún köld. Mér finnst hún óásættanleg. En það er annað mál, það er spurning um útfærslu á því hvernig við gerum þetta. Það sem skiptir messtu máli er að við sjáum til þess að þetta heilbirgðiskerfi sé fjármagnað til þess að sinna sínu hlutverki." Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Sjá meira
Ríflega 43 þúsund undirskriftir hafa nú safnast við kröfu Kára Stefánssonar um að 11% af vergri landsframleiðslu Íslands verði varið til reksturs heilbrigðiskerfisins. Í dag er staðan sú að Íslendingar eyða því sem nemur 8,7% af vergri landsframleiðslu í heilbrigðismál. Það eru heildarframlög í málaflokkinn, bæði frá ríki og einkaaðilum. Sé litið til samanburðar við önnur OECD ríki sést að þar tróna Bandaríkin á toppnum, því ekkert annað ríki ver meiru til heilbrigðismála eða 16,4%. Þetta kann að koma spánskt fyrir sjónir en skýringin er sú að litið er til heildarútgjalda. Aðeins tæpur helmingur þess er hinsvegar opinber framlög. Ísland er rétt undir OECD meðaltalinu með sín 8,7%, en ríkið ber hinsvegar stærri hluta kostnaðarins hér en víða annars staðar, eða um 80%. Kári vill að Íslendingar hækki hlutfallið úr vergri landsframleiðslu úr 8,7% upp í 11% en setur í undirskriftarsöfnun sinni ekki fram kröfu um hvort 11% eigi öll að koma úr ríkissjóði. Hann hefur þó eigin persónulegu skoðun á því hvernig hann myndi vilja haga málunum. „Þetta eru heildarútgjöld til reksturs heilbrigðiskerfinu og eins og stendur þá erum við með það í sambland það sem kemur frá ríkinu annars vegar og það sem við borgum úr eigin vasa hinsvegar. En í minni útópíu þá ætti það allt að koma úr sjúkratryggingum." Eins og staðan er núna eru útgjöld ríkisins eins til heilbrigðisþjónustu 7,6%, en heildarútgjöld í málaflokkinn 8,6% þegar einkaframlög bætast við. Kári segir það ekki sitt að útfæra hvaðan féð verði sótt, hann vilji einfaldlega spyrja hvort þjóðin sé sammála honum um hve stór hluti af kökunni eigi að fara í heilbrigðiskerfið. Kári segist einfaldlega vilja spyrja hvort þjóðin sé sammála honum um hve stór hluti af kökunni eigi að fara í heilbrigðiskerfið. Það sé ekki hans að útfæra hvaðan féð verði sótt. „Ég er á þeirri skoðun að kostnaður í heilbrigðisþjónustu eigi allur að koma frá ríkinu. Ég held því fram að við eigum að vera með almennilegt almannatryggingakerfi þegar kemur að heilbirgðismálum. Þannig að mér finnst persónulega þessi hugmynd að menn þurfi að draga upp kreditkortið sitt þegar þeir koma inn á slysavarðsstofu sé heldur léleg. Mér finnst hún ósmekkleg, mér finnst hún ljót, mér finnst hún köld. Mér finnst hún óásættanleg. En það er annað mál, það er spurning um útfærslu á því hvernig við gerum þetta. Það sem skiptir messtu máli er að við sjáum til þess að þetta heilbirgðiskerfi sé fjármagnað til þess að sinna sínu hlutverki."
Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent