Þessi verk áttu öll að verða gul en svo hlýddu þau mér ekkert Magnús Guðmundsson skrifar 30. júlí 2016 11:00 Helga Sigríður Valdemarsdóttir fyrir framan hluta þeirra verka sem hún sýnir í Mjólkurbúðinni í Listagilinu. Mynd/Rut Hermannsdóttir Helga Sigríður Valdemarsdóttir opnar í dag sýningu á málverkum í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri. Helga Sigríður er að norðan og lærði myndlist við Myndlistaskólann á Akureyri og lauk þaðan prófi árið 2003. Hún segir að þrátt fyrir annir við barneignir, jógakennslu og sitthvað fleira hafi hún þó reynt að halda sýningu árlega. „Já ég hef reynt að halda mig við það þrátt fyrir að hafa verið mjög upptekin við að flytja og eiga börn. En nú eru þau orðin svo stór að ég get farið að mála meira. En ég er líka mikið í jóga og er í heilunarnámi sem heitir Sat Nam Rasayan og er innan jógafræðanna og út frá því fór ég mikið að pæla í olíum, lækningajurtum og svona náttúrlegum efnum . Það smitaðist svo yfir í myndlistina enda er það þannig að allt sem ég geri smitast yfir í verkin með einum eða öðrum hætti.“ Yfirskrift sýningarinnar er Sóley og Helga Sigríður segir að það megi líka rekja til þess sem hún er að gera í jóga og heilun. „Hugmyndin var sú að nota íslenskar lækningajurtir sem ég hef tröllatrú á og ætlaði að nota alls konar jurtir. Þegar ég er að heila þá er ég mikið að pæla í orkustöðvunum svo planið var að nota ákveðna liti fyrir hverja og eina orkustöð. En svo fór ég til vinkonu minnar á Kristnesi og við göngum út á tún þar sem ég sé þessa fallegu breiðu af sóleyjum. Ég ákvað að byrja að tína hana og þurrka og var að setja hana á blöð þegar guli liturinn hreinlega heillaði mig og ég ákvað að einbeita mér alfarið að sóleynni núna. Ég vinn dáldið í flæði og þó að ég sé búin að ákveða eitthvað og stefni að einhverju þá læt ég það eftir mér að taka eftir litlu hlutunum sem verða á vegi manns. Verkin áttu þannig til að mynda öll að vera gul en svo eru þau það auðvitað ekkert,“ segir Helga Sigríður og hlær glaðlega. „Þessi verk eru ekkert alltaf að hlýða mér. En auðvitað er guli liturinn undir og í öllum verkunum en það var nú aðallega út af lit sóleyjarinnar. Svo þegar ég fór að vinna með hana og setja hana á plötur, ég sem sagt mála á viðarplötur núna, þá fóru hlutirnir soldið að gerast. Ég byrjaði á því að nota viðarplötur vegna þess að mig langaði að vinna með hringformið sem ég ætlaði að tengja við orkustöðvarnar. En svo hef ég komist að því að viðurinn er eiginlega bara ekkert síðri, jafnvel bara betri en striginn. En svo er bara form sóleyjarinnar svo fallegt. Ég er með brennisóley og það er ekki síst hversu falleg hún er í forminu og tignarleg að ég ákvað að halda mig við hana.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. júlí. Menning Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Sjá meira
Helga Sigríður Valdemarsdóttir opnar í dag sýningu á málverkum í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri. Helga Sigríður er að norðan og lærði myndlist við Myndlistaskólann á Akureyri og lauk þaðan prófi árið 2003. Hún segir að þrátt fyrir annir við barneignir, jógakennslu og sitthvað fleira hafi hún þó reynt að halda sýningu árlega. „Já ég hef reynt að halda mig við það þrátt fyrir að hafa verið mjög upptekin við að flytja og eiga börn. En nú eru þau orðin svo stór að ég get farið að mála meira. En ég er líka mikið í jóga og er í heilunarnámi sem heitir Sat Nam Rasayan og er innan jógafræðanna og út frá því fór ég mikið að pæla í olíum, lækningajurtum og svona náttúrlegum efnum . Það smitaðist svo yfir í myndlistina enda er það þannig að allt sem ég geri smitast yfir í verkin með einum eða öðrum hætti.“ Yfirskrift sýningarinnar er Sóley og Helga Sigríður segir að það megi líka rekja til þess sem hún er að gera í jóga og heilun. „Hugmyndin var sú að nota íslenskar lækningajurtir sem ég hef tröllatrú á og ætlaði að nota alls konar jurtir. Þegar ég er að heila þá er ég mikið að pæla í orkustöðvunum svo planið var að nota ákveðna liti fyrir hverja og eina orkustöð. En svo fór ég til vinkonu minnar á Kristnesi og við göngum út á tún þar sem ég sé þessa fallegu breiðu af sóleyjum. Ég ákvað að byrja að tína hana og þurrka og var að setja hana á blöð þegar guli liturinn hreinlega heillaði mig og ég ákvað að einbeita mér alfarið að sóleynni núna. Ég vinn dáldið í flæði og þó að ég sé búin að ákveða eitthvað og stefni að einhverju þá læt ég það eftir mér að taka eftir litlu hlutunum sem verða á vegi manns. Verkin áttu þannig til að mynda öll að vera gul en svo eru þau það auðvitað ekkert,“ segir Helga Sigríður og hlær glaðlega. „Þessi verk eru ekkert alltaf að hlýða mér. En auðvitað er guli liturinn undir og í öllum verkunum en það var nú aðallega út af lit sóleyjarinnar. Svo þegar ég fór að vinna með hana og setja hana á plötur, ég sem sagt mála á viðarplötur núna, þá fóru hlutirnir soldið að gerast. Ég byrjaði á því að nota viðarplötur vegna þess að mig langaði að vinna með hringformið sem ég ætlaði að tengja við orkustöðvarnar. En svo hef ég komist að því að viðurinn er eiginlega bara ekkert síðri, jafnvel bara betri en striginn. En svo er bara form sóleyjarinnar svo fallegt. Ég er með brennisóley og það er ekki síst hversu falleg hún er í forminu og tignarleg að ég ákvað að halda mig við hana.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. júlí.
Menning Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Sjá meira