Þessi verk áttu öll að verða gul en svo hlýddu þau mér ekkert Magnús Guðmundsson skrifar 30. júlí 2016 11:00 Helga Sigríður Valdemarsdóttir fyrir framan hluta þeirra verka sem hún sýnir í Mjólkurbúðinni í Listagilinu. Mynd/Rut Hermannsdóttir Helga Sigríður Valdemarsdóttir opnar í dag sýningu á málverkum í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri. Helga Sigríður er að norðan og lærði myndlist við Myndlistaskólann á Akureyri og lauk þaðan prófi árið 2003. Hún segir að þrátt fyrir annir við barneignir, jógakennslu og sitthvað fleira hafi hún þó reynt að halda sýningu árlega. „Já ég hef reynt að halda mig við það þrátt fyrir að hafa verið mjög upptekin við að flytja og eiga börn. En nú eru þau orðin svo stór að ég get farið að mála meira. En ég er líka mikið í jóga og er í heilunarnámi sem heitir Sat Nam Rasayan og er innan jógafræðanna og út frá því fór ég mikið að pæla í olíum, lækningajurtum og svona náttúrlegum efnum . Það smitaðist svo yfir í myndlistina enda er það þannig að allt sem ég geri smitast yfir í verkin með einum eða öðrum hætti.“ Yfirskrift sýningarinnar er Sóley og Helga Sigríður segir að það megi líka rekja til þess sem hún er að gera í jóga og heilun. „Hugmyndin var sú að nota íslenskar lækningajurtir sem ég hef tröllatrú á og ætlaði að nota alls konar jurtir. Þegar ég er að heila þá er ég mikið að pæla í orkustöðvunum svo planið var að nota ákveðna liti fyrir hverja og eina orkustöð. En svo fór ég til vinkonu minnar á Kristnesi og við göngum út á tún þar sem ég sé þessa fallegu breiðu af sóleyjum. Ég ákvað að byrja að tína hana og þurrka og var að setja hana á blöð þegar guli liturinn hreinlega heillaði mig og ég ákvað að einbeita mér alfarið að sóleynni núna. Ég vinn dáldið í flæði og þó að ég sé búin að ákveða eitthvað og stefni að einhverju þá læt ég það eftir mér að taka eftir litlu hlutunum sem verða á vegi manns. Verkin áttu þannig til að mynda öll að vera gul en svo eru þau það auðvitað ekkert,“ segir Helga Sigríður og hlær glaðlega. „Þessi verk eru ekkert alltaf að hlýða mér. En auðvitað er guli liturinn undir og í öllum verkunum en það var nú aðallega út af lit sóleyjarinnar. Svo þegar ég fór að vinna með hana og setja hana á plötur, ég sem sagt mála á viðarplötur núna, þá fóru hlutirnir soldið að gerast. Ég byrjaði á því að nota viðarplötur vegna þess að mig langaði að vinna með hringformið sem ég ætlaði að tengja við orkustöðvarnar. En svo hef ég komist að því að viðurinn er eiginlega bara ekkert síðri, jafnvel bara betri en striginn. En svo er bara form sóleyjarinnar svo fallegt. Ég er með brennisóley og það er ekki síst hversu falleg hún er í forminu og tignarleg að ég ákvað að halda mig við hana.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. júlí. Menning Mest lesið Ólafur Darri barðist við tárin yfir sögu Silu frá Gaza Lífið Fannar og Sandra settu upp klúta og heimsóttu Höllu Lífið Ólafur og Guðrún flytja inn saman Lífið Arnór hættur með Sögu Lífið Arnar Grant flytur í Vogahverfið Lífið „No Hingris Honly Mandarin“ Lífið Örlagaríkt viðtal varð að tuttugu ára vináttu Lífið Segist vera sá listamaður sem vorkennir sér mest Lífið Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Lífið samstarf Steindi og Saga leika í hverju einasta atriði Lífið Fleiri fréttir Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Helga Sigríður Valdemarsdóttir opnar í dag sýningu á málverkum í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri. Helga Sigríður er að norðan og lærði myndlist við Myndlistaskólann á Akureyri og lauk þaðan prófi árið 2003. Hún segir að þrátt fyrir annir við barneignir, jógakennslu og sitthvað fleira hafi hún þó reynt að halda sýningu árlega. „Já ég hef reynt að halda mig við það þrátt fyrir að hafa verið mjög upptekin við að flytja og eiga börn. En nú eru þau orðin svo stór að ég get farið að mála meira. En ég er líka mikið í jóga og er í heilunarnámi sem heitir Sat Nam Rasayan og er innan jógafræðanna og út frá því fór ég mikið að pæla í olíum, lækningajurtum og svona náttúrlegum efnum . Það smitaðist svo yfir í myndlistina enda er það þannig að allt sem ég geri smitast yfir í verkin með einum eða öðrum hætti.“ Yfirskrift sýningarinnar er Sóley og Helga Sigríður segir að það megi líka rekja til þess sem hún er að gera í jóga og heilun. „Hugmyndin var sú að nota íslenskar lækningajurtir sem ég hef tröllatrú á og ætlaði að nota alls konar jurtir. Þegar ég er að heila þá er ég mikið að pæla í orkustöðvunum svo planið var að nota ákveðna liti fyrir hverja og eina orkustöð. En svo fór ég til vinkonu minnar á Kristnesi og við göngum út á tún þar sem ég sé þessa fallegu breiðu af sóleyjum. Ég ákvað að byrja að tína hana og þurrka og var að setja hana á blöð þegar guli liturinn hreinlega heillaði mig og ég ákvað að einbeita mér alfarið að sóleynni núna. Ég vinn dáldið í flæði og þó að ég sé búin að ákveða eitthvað og stefni að einhverju þá læt ég það eftir mér að taka eftir litlu hlutunum sem verða á vegi manns. Verkin áttu þannig til að mynda öll að vera gul en svo eru þau það auðvitað ekkert,“ segir Helga Sigríður og hlær glaðlega. „Þessi verk eru ekkert alltaf að hlýða mér. En auðvitað er guli liturinn undir og í öllum verkunum en það var nú aðallega út af lit sóleyjarinnar. Svo þegar ég fór að vinna með hana og setja hana á plötur, ég sem sagt mála á viðarplötur núna, þá fóru hlutirnir soldið að gerast. Ég byrjaði á því að nota viðarplötur vegna þess að mig langaði að vinna með hringformið sem ég ætlaði að tengja við orkustöðvarnar. En svo hef ég komist að því að viðurinn er eiginlega bara ekkert síðri, jafnvel bara betri en striginn. En svo er bara form sóleyjarinnar svo fallegt. Ég er með brennisóley og það er ekki síst hversu falleg hún er í forminu og tignarleg að ég ákvað að halda mig við hana.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. júlí.
Menning Mest lesið Ólafur Darri barðist við tárin yfir sögu Silu frá Gaza Lífið Fannar og Sandra settu upp klúta og heimsóttu Höllu Lífið Ólafur og Guðrún flytja inn saman Lífið Arnór hættur með Sögu Lífið Arnar Grant flytur í Vogahverfið Lífið „No Hingris Honly Mandarin“ Lífið Örlagaríkt viðtal varð að tuttugu ára vináttu Lífið Segist vera sá listamaður sem vorkennir sér mest Lífið Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Lífið samstarf Steindi og Saga leika í hverju einasta atriði Lífið Fleiri fréttir Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira