Segir grafalvarlega stöðu upp komna í Straumsvík Bjarki Ármannsson skrifar 23. febrúar 2016 23:29 Deilan í álverinu í Straumsvík hefur staðið mánuðum saman. Vísir/Vilhelm Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Íslandi, segir niðurstöðu Félagsdóms um að útflutningsbann starfsfólks álversins í Straumsvík sé löglegt koma sér á óvart. Fyrirtækið hafi talið ýmislegt óljóst um afmörkun og framkvæmd vinnustöðvunarinnar. „Maður gæti ætlað að atvinnulífið standi nú frammi fyrir býsna nýstárlegum og fjölbreyttum verkföllum í framhaldinu,“ segir Ólafur Teitur. „Maður getur til dæmis ímyndað sér að afgreiðslufólk og starfsmenn verslana geti sett á sölubann, sem fælist í því að þeir mættu til vinnu og sinntu öllum störfum nema að selja vörurnar. En fengju að öðru leyti greitt fyrir sín störf.“ Ólafur Teitur segir grafalvarlega stöðu nú upp komna fyrir álverið, sem sjái ekki fram á hvort eða hvenær það geti selt sína vöru. Ekkert annað sé í stöðunni en að draga úr framleiðslu. „Verkfallið er ótímabundið og engar vísbendingar um að verkalýðsfélögin séu að linast í þeirri afstöðu sinni að meina álverinu í Straumsvík að sitja við sama borð og aðrir hvað varðar verktöku.“ Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Íslandi.Vísir/Valli „Hömlur sem ekkert annað fyrirtæki býr við“ Deilan í álverinu hefur staðið mánuðum saman og snýst um kröfu fyrirtækisins um að fá að útvista fleiri störfum hjá álverinu en nú þegar er heimilt samkvæmt samningum. Sérstakt ákvæði hefur verið í kjarasamningunum frá 1972 sem bannar Rio Tinto Alcan að ráða verktaka, nema samið hafi verið um undanþágur. Fyrirtækið vill fjölga þessum undanþágum en starfsmenn segja það ekki koma til greina. „Við buðum sömu launahækkanir, og raunar gott betur, og allir aðrir hafa verið að bjóða, ofan á laun sem eru almennt hærri en allir aðrir borga en því höfnuðu verkalýðsfélagin á þrettándanum, því miður. Þau höfnuðu því af þeirri ástæðu einni að þau gátu ekki samþykkt að við sætum við sama borð og aðrir hvað varðar verktöku, en þar erum við með hömlur sem ekkert annað fyrirtæki á Íslandi býr við.“ Næsti fundur í deilunni er á morgun. Ólafur segir það að sjálfsögðu vilja fyrirtækisins að ná samningum við starfsfólk sitt, sem það hafi gert mjög vel við í fjölda ára, en að áhersla verði áfram lögð á að fjölga umræddum undanþágum. „Við viljum auðvitað bara fá að semja við samningaborðið, en það hefur verið lögð þung áhersla á þetta af okkar hálfu.“ Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík segir móralinn innan fyrirtækisins skelfilegan Gylfi Ingvarsson, talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík, segir samningaviðræður sem staðið hafa yfir að undanförnu í enn meira uppnámi vegna frystingar launa hjá móðurfélaginu. 16. janúar 2016 14:42 Útflutningsbann hefst í Straumsvík á miðnætti Félagsdómur úrskurðaði nú í kvöld að bannið væri ekki ólöglegt. 23. febrúar 2016 19:45 Álverið hefur nú þegar skaðast af aðgerðum Ólafur Teitur Guðnason segir kaupendur áls frá álverinu í Straumsvík hafa áhyggjur af stöðunni. Félagsdómur kemur saman seinnipartinn í dag vegna deilunnar. 23. febrúar 2016 14:06 Vinnustöðvun í Straumsvík: "Mikill kurr og mikil reiði í starfsmönnum“ Kolbeinn Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar, segir að vinnustöðvun félagsmanna sem starfa á hafnarsvæði álversins í Straumsvík sé eitt skrefið af mörgum í þeirri vegferð að knýja fram nýjan kjarasamning. 16. febrúar 2016 14:11 Álversdeilan: Aldrei kynnst annarri eins hörku Talsmaður starfsanna í álverinu í Straumsvík segir fyrirtækið vera í einkennilegum skollaleik. Ef útflutningsbann verði dæmt ólöglegt verði boðað til nýrra aðgerða. 23. febrúar 2016 14:02 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Íslandi, segir niðurstöðu Félagsdóms um að útflutningsbann starfsfólks álversins í Straumsvík sé löglegt koma sér á óvart. Fyrirtækið hafi talið ýmislegt óljóst um afmörkun og framkvæmd vinnustöðvunarinnar. „Maður gæti ætlað að atvinnulífið standi nú frammi fyrir býsna nýstárlegum og fjölbreyttum verkföllum í framhaldinu,“ segir Ólafur Teitur. „Maður getur til dæmis ímyndað sér að afgreiðslufólk og starfsmenn verslana geti sett á sölubann, sem fælist í því að þeir mættu til vinnu og sinntu öllum störfum nema að selja vörurnar. En fengju að öðru leyti greitt fyrir sín störf.“ Ólafur Teitur segir grafalvarlega stöðu nú upp komna fyrir álverið, sem sjái ekki fram á hvort eða hvenær það geti selt sína vöru. Ekkert annað sé í stöðunni en að draga úr framleiðslu. „Verkfallið er ótímabundið og engar vísbendingar um að verkalýðsfélögin séu að linast í þeirri afstöðu sinni að meina álverinu í Straumsvík að sitja við sama borð og aðrir hvað varðar verktöku.“ Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Íslandi.Vísir/Valli „Hömlur sem ekkert annað fyrirtæki býr við“ Deilan í álverinu hefur staðið mánuðum saman og snýst um kröfu fyrirtækisins um að fá að útvista fleiri störfum hjá álverinu en nú þegar er heimilt samkvæmt samningum. Sérstakt ákvæði hefur verið í kjarasamningunum frá 1972 sem bannar Rio Tinto Alcan að ráða verktaka, nema samið hafi verið um undanþágur. Fyrirtækið vill fjölga þessum undanþágum en starfsmenn segja það ekki koma til greina. „Við buðum sömu launahækkanir, og raunar gott betur, og allir aðrir hafa verið að bjóða, ofan á laun sem eru almennt hærri en allir aðrir borga en því höfnuðu verkalýðsfélagin á þrettándanum, því miður. Þau höfnuðu því af þeirri ástæðu einni að þau gátu ekki samþykkt að við sætum við sama borð og aðrir hvað varðar verktöku, en þar erum við með hömlur sem ekkert annað fyrirtæki á Íslandi býr við.“ Næsti fundur í deilunni er á morgun. Ólafur segir það að sjálfsögðu vilja fyrirtækisins að ná samningum við starfsfólk sitt, sem það hafi gert mjög vel við í fjölda ára, en að áhersla verði áfram lögð á að fjölga umræddum undanþágum. „Við viljum auðvitað bara fá að semja við samningaborðið, en það hefur verið lögð þung áhersla á þetta af okkar hálfu.“
Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík segir móralinn innan fyrirtækisins skelfilegan Gylfi Ingvarsson, talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík, segir samningaviðræður sem staðið hafa yfir að undanförnu í enn meira uppnámi vegna frystingar launa hjá móðurfélaginu. 16. janúar 2016 14:42 Útflutningsbann hefst í Straumsvík á miðnætti Félagsdómur úrskurðaði nú í kvöld að bannið væri ekki ólöglegt. 23. febrúar 2016 19:45 Álverið hefur nú þegar skaðast af aðgerðum Ólafur Teitur Guðnason segir kaupendur áls frá álverinu í Straumsvík hafa áhyggjur af stöðunni. Félagsdómur kemur saman seinnipartinn í dag vegna deilunnar. 23. febrúar 2016 14:06 Vinnustöðvun í Straumsvík: "Mikill kurr og mikil reiði í starfsmönnum“ Kolbeinn Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar, segir að vinnustöðvun félagsmanna sem starfa á hafnarsvæði álversins í Straumsvík sé eitt skrefið af mörgum í þeirri vegferð að knýja fram nýjan kjarasamning. 16. febrúar 2016 14:11 Álversdeilan: Aldrei kynnst annarri eins hörku Talsmaður starfsanna í álverinu í Straumsvík segir fyrirtækið vera í einkennilegum skollaleik. Ef útflutningsbann verði dæmt ólöglegt verði boðað til nýrra aðgerða. 23. febrúar 2016 14:02 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík segir móralinn innan fyrirtækisins skelfilegan Gylfi Ingvarsson, talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík, segir samningaviðræður sem staðið hafa yfir að undanförnu í enn meira uppnámi vegna frystingar launa hjá móðurfélaginu. 16. janúar 2016 14:42
Útflutningsbann hefst í Straumsvík á miðnætti Félagsdómur úrskurðaði nú í kvöld að bannið væri ekki ólöglegt. 23. febrúar 2016 19:45
Álverið hefur nú þegar skaðast af aðgerðum Ólafur Teitur Guðnason segir kaupendur áls frá álverinu í Straumsvík hafa áhyggjur af stöðunni. Félagsdómur kemur saman seinnipartinn í dag vegna deilunnar. 23. febrúar 2016 14:06
Vinnustöðvun í Straumsvík: "Mikill kurr og mikil reiði í starfsmönnum“ Kolbeinn Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar, segir að vinnustöðvun félagsmanna sem starfa á hafnarsvæði álversins í Straumsvík sé eitt skrefið af mörgum í þeirri vegferð að knýja fram nýjan kjarasamning. 16. febrúar 2016 14:11
Álversdeilan: Aldrei kynnst annarri eins hörku Talsmaður starfsanna í álverinu í Straumsvík segir fyrirtækið vera í einkennilegum skollaleik. Ef útflutningsbann verði dæmt ólöglegt verði boðað til nýrra aðgerða. 23. febrúar 2016 14:02