BSRB gæti klofnað verði lífeyrisfrumvarp samþykkt óbreytt Heimir Már Pétursson skrifar 20. desember 2016 12:00 Elín Björg Jónsdóttir er formaður BSRB. mynd/bsrb Bandalag starfmanna ríkis og bæja gæti klofnað verði frumvarp fjármálaráðherra um jöfnun lífeyrisréttinda samþykkt óbreytt. Fjögur aðildarfélög bandalagsins hafa boðað úrsögn úr því verði ekki gerðar breytingar á frumvarpinu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram í upphafi yfirstandandi þings frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda opinberra starfsmanna og fólks á almennum vinnumarkaði með nokkrum breytingum frá fyrra frumvarpi um sama mál sem lagt var fram rétt fyrir kosningar. Frumvarpið byggir á samkomulagi ríkis og sveitarfélaga við aðila vinnumarkaðrins. Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB segir frumvarpið í núverandi mynd ekki ganga nógu langt til að bandalagið geti sætt sig við það. „Við höfum ekki séð frumvarpið eftir að það kom úr nefnd. En við höfum þá trú að ekki sé gerðar miklar breytingar á því frá því frumvarpið var lagt fram núna á þessu þingi og við teljum það ekki nægjanlegt,“ segir Elín Björg.Ekki staðið við samkomulag BSRB telji að með frumvarpinu sé ekki staðið við það samkomulag sem gert var síðast liðið haust. Í frumvarpinu sé gert ráð fyrir að þeir sem eru 60 ára og eldri njóti baktryggingar ári illa hjá lífeyrissjóðunum. „En það er ekki bakábyrgð á réttindum þeirra sem eru yngri en 60 ára. Það er ekki í samræmi við það samkomulag sem við gerðum við okkar viðsemjendur. Bakábyrgðin er eins konar trygging Auðvitað er það þannig með tryggingar að vonandi þarf aldrei til þeirra að koma. En við vitum það ekki og það var samið um að þessi réttindi skyldu halda,“ segir formaður BSRB.Launamunur ekki brúaður Landssamband lögreglumanna, Sjúkraliðafélag Íslands, Landssamband slökkviliðs-og sjúkraflutningamanna og Tollvarðafélag hafa boðað að þau muni jafnvel segja sig úr BSRB ef frumvarið verði samþykkt óbreytt. Að mati ofangreindra félaga er ekki nægjanlega tryggt í samkomulaginu að launamunur milli opinbera- og einkageirans sé brúaður en það á að gerast á 6 – 10 árum. Einnig sé því mótmælt að lífeyristöku stétta sem hafa sérstöðu varðandi lífeyristöku sé breytt úr 65 árum í 67. Þar sé átt við átt við stórt hlutfall vaktavinnufólks. „Það er auðvitað mjög félagslega erfitt ef aðildarfélög bandalagsins eru ekki sammála langflestum félögunum og það munum við auðvitað vinna innan bandalagsins. En það er auðsitað þeirra að meta hvar hagsmunum þeirra er best borgið. Hvort það sé innan heildarsamtakanna eða ekki,“ segir Elín Björg Jónsdóttir. Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Bandalag starfmanna ríkis og bæja gæti klofnað verði frumvarp fjármálaráðherra um jöfnun lífeyrisréttinda samþykkt óbreytt. Fjögur aðildarfélög bandalagsins hafa boðað úrsögn úr því verði ekki gerðar breytingar á frumvarpinu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram í upphafi yfirstandandi þings frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda opinberra starfsmanna og fólks á almennum vinnumarkaði með nokkrum breytingum frá fyrra frumvarpi um sama mál sem lagt var fram rétt fyrir kosningar. Frumvarpið byggir á samkomulagi ríkis og sveitarfélaga við aðila vinnumarkaðrins. Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB segir frumvarpið í núverandi mynd ekki ganga nógu langt til að bandalagið geti sætt sig við það. „Við höfum ekki séð frumvarpið eftir að það kom úr nefnd. En við höfum þá trú að ekki sé gerðar miklar breytingar á því frá því frumvarpið var lagt fram núna á þessu þingi og við teljum það ekki nægjanlegt,“ segir Elín Björg.Ekki staðið við samkomulag BSRB telji að með frumvarpinu sé ekki staðið við það samkomulag sem gert var síðast liðið haust. Í frumvarpinu sé gert ráð fyrir að þeir sem eru 60 ára og eldri njóti baktryggingar ári illa hjá lífeyrissjóðunum. „En það er ekki bakábyrgð á réttindum þeirra sem eru yngri en 60 ára. Það er ekki í samræmi við það samkomulag sem við gerðum við okkar viðsemjendur. Bakábyrgðin er eins konar trygging Auðvitað er það þannig með tryggingar að vonandi þarf aldrei til þeirra að koma. En við vitum það ekki og það var samið um að þessi réttindi skyldu halda,“ segir formaður BSRB.Launamunur ekki brúaður Landssamband lögreglumanna, Sjúkraliðafélag Íslands, Landssamband slökkviliðs-og sjúkraflutningamanna og Tollvarðafélag hafa boðað að þau muni jafnvel segja sig úr BSRB ef frumvarið verði samþykkt óbreytt. Að mati ofangreindra félaga er ekki nægjanlega tryggt í samkomulaginu að launamunur milli opinbera- og einkageirans sé brúaður en það á að gerast á 6 – 10 árum. Einnig sé því mótmælt að lífeyristöku stétta sem hafa sérstöðu varðandi lífeyristöku sé breytt úr 65 árum í 67. Þar sé átt við átt við stórt hlutfall vaktavinnufólks. „Það er auðvitað mjög félagslega erfitt ef aðildarfélög bandalagsins eru ekki sammála langflestum félögunum og það munum við auðvitað vinna innan bandalagsins. En það er auðsitað þeirra að meta hvar hagsmunum þeirra er best borgið. Hvort það sé innan heildarsamtakanna eða ekki,“ segir Elín Björg Jónsdóttir.
Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira