Guðni og Guðrún voru komin á fullan skrið Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. apríl 2016 19:16 Þrír forsetaframbjóðendur eru hættir við að bjóða sig fram eftir ákvörðun forsetans um að gefa kost á sér í sjötta sinn. Aðrir sterkir kandídatar sem voru að íhuga framboð segja að ákvörðun forsetans hafi breytt stöðunni mikið og óvíst sé hvort þeir gefi kost á sér. Bergþór Pálsson söngvari, Guðmundur Franklín Jónsson athafnamaður og séra Vigfús Bjarni Albertsson eru allir hættir við forsetaframboð eftir ákvörðun forsetans í gær.Þú sagðir að þú teldir að það væru einhverjir aðrir Íslendingar sem væru jafn hæfir og þú til að gegna embættinu en er það ekki svo að þeir stíga mun síður fram og gefa kost á sér ef að þú ætlar að sitja áfram eða gefa kost á þér til endurkjörs? „Það hefur alltaf verið þannig í forsetakosningum á Íslandi að hver og einn sem stígur það alvarlega skref að gefa kost á sér til þessa embættis og leitar eftir umboði þjóðarinnar til að gegna þessu valdamikla embætti á örlagatímum, hann gerir það bara upp við sjálfan sig,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson. Þrátt fyrir þessi svör forsetans er engum vafa undirorpið að sú ákvörðun hans að gefa kost á sér til endurkjörs hefur mikil áhrif á afstöðu annarra kandídata. Guðrún Nordal prófessor og forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar.Guðni var búinn að gera ráðstafanir Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur var að íhuga að gefa kost á sér og var raunar kominn á fullan skrið við undirbúning framboðs. Hann hafði gert ráðstafanir vegna sjónvarpsþátta um embætti forsetans og forsetakosningarnar, þar sem hann var viðmælandi, ef þátttaka hans hefði verið ósamrýmanleg framboði. Þá hafði verið til skoðunar að flýta útgáfu bókar hans um forsetaembættið, sem kemur út á næstunni hjá Forlaginu. Ljóst er að ákvörðun Ólafs breytir þessari stöðu. „Það þarf mikið að gerast til þess að ég bjóði mig fram gegn sitjandi forseta,“ sagði Guðni í Íslandi í dag í gær. Hann hefur hins vegar ekki aftekið framboð með öllu. Guðrún Nordal, prófessor og forstöðumaður Árnastofnunar, hafði verið sterklega orðuð við forsetaframboð. Hún sagðist í samtali við fréttastofuna hafa stefnt að því að bjóða sig fram en í ljósi ákvörðunar forsetans í gær ætli hún að taka nokkra daga til að fara yfir stöðuna.Sjá má ítarlegt viðtal við Ólaf Ragnar Grímsson hér fyrir neðan. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
Þrír forsetaframbjóðendur eru hættir við að bjóða sig fram eftir ákvörðun forsetans um að gefa kost á sér í sjötta sinn. Aðrir sterkir kandídatar sem voru að íhuga framboð segja að ákvörðun forsetans hafi breytt stöðunni mikið og óvíst sé hvort þeir gefi kost á sér. Bergþór Pálsson söngvari, Guðmundur Franklín Jónsson athafnamaður og séra Vigfús Bjarni Albertsson eru allir hættir við forsetaframboð eftir ákvörðun forsetans í gær.Þú sagðir að þú teldir að það væru einhverjir aðrir Íslendingar sem væru jafn hæfir og þú til að gegna embættinu en er það ekki svo að þeir stíga mun síður fram og gefa kost á sér ef að þú ætlar að sitja áfram eða gefa kost á þér til endurkjörs? „Það hefur alltaf verið þannig í forsetakosningum á Íslandi að hver og einn sem stígur það alvarlega skref að gefa kost á sér til þessa embættis og leitar eftir umboði þjóðarinnar til að gegna þessu valdamikla embætti á örlagatímum, hann gerir það bara upp við sjálfan sig,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson. Þrátt fyrir þessi svör forsetans er engum vafa undirorpið að sú ákvörðun hans að gefa kost á sér til endurkjörs hefur mikil áhrif á afstöðu annarra kandídata. Guðrún Nordal prófessor og forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar.Guðni var búinn að gera ráðstafanir Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur var að íhuga að gefa kost á sér og var raunar kominn á fullan skrið við undirbúning framboðs. Hann hafði gert ráðstafanir vegna sjónvarpsþátta um embætti forsetans og forsetakosningarnar, þar sem hann var viðmælandi, ef þátttaka hans hefði verið ósamrýmanleg framboði. Þá hafði verið til skoðunar að flýta útgáfu bókar hans um forsetaembættið, sem kemur út á næstunni hjá Forlaginu. Ljóst er að ákvörðun Ólafs breytir þessari stöðu. „Það þarf mikið að gerast til þess að ég bjóði mig fram gegn sitjandi forseta,“ sagði Guðni í Íslandi í dag í gær. Hann hefur hins vegar ekki aftekið framboð með öllu. Guðrún Nordal, prófessor og forstöðumaður Árnastofnunar, hafði verið sterklega orðuð við forsetaframboð. Hún sagðist í samtali við fréttastofuna hafa stefnt að því að bjóða sig fram en í ljósi ákvörðunar forsetans í gær ætli hún að taka nokkra daga til að fara yfir stöðuna.Sjá má ítarlegt viðtal við Ólaf Ragnar Grímsson hér fyrir neðan.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira