Tveir mættust sem til voru í tuskið Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 21. janúar 2016 10:00 Logi Pedro mun meðal annars taka nokkra tónlistarmenn tali í hlaðvarpsþættinum Up North. Vísir/Ernir Tónlistarmaðurinn Logi Pedro Stefánsson rær á ný mið í febrúar þegar hlaðvarpsþátturinn Up North fer í loftið en Logi verður stjórnandi þáttarins ásamt góðum gestum. Þátturinn mun fjalla um jaðartónlist og er hann gerður í samvinnu við tónlistarakademíuna Red Bull og tónlistarhátíðina Sónar Reykjavík sem hefst 18. febrúar næstkomandi og stendur til að hlaðvarpið fari í loftið 16. þess mánaðar. Íslenskir tónlistarmenn verða teknir tali í þættinum og verða gestastjórnendur þeir Sturla Atlas og Unnsteinn Manuel. „Við í Les Fréres Stefson höfðum áhuga á að byrja með útvarpsþátt. Svo spyrst það út og við fáum bara símtal frá Red Bull á Íslandi sem spyr hvort við viljum fá styrk frá þeim til að gera þetta. Þarna mættust tveir aðilar sem voru til í tuskið og úr varð yndislegt samband,“ segir Logi og skellir upp úr. Logi Pedro er með puttana í fjölda tónlistarverkefna og er einn meðlima hljómsveitarinnar Retro Stefson auk þess sem hann hefur stjórnað upptökum og útsett tónlist fyrir ýmsa tónlistarmenn, meðal annars söngkonuna Karó sem gaf út lagið Silhouette við góðar undirtektir í fyrra. „Hún er að spila á Sónar og ætlar að frumflytja fimm eða sex ný lög þar,“ segir Logi Pedro og bætir við að einnig sé hljómsveitin Young Karin, sem hann er í ásamt Karin Sveinsdóttur, og Sturla Atlas að taka upp nýtt efni. Sturla Atlas gaf í fyrra út sína fyrstu fatalínu og segir Logi Pedro stefnuna setta á að gefa fleiri vörur út undir nafni Sturlu Atlas. „Við erum að reyna að finna eitthvað skemmtilegt til að gefa út, við ætlum að gera season tvö og erum í viðræðum við mjög vinsæla fatahönnuði til þess að vinna með,“ segir hann en er þögull sem gröfin þegar hann er inntur eftir því um hvaða fatahönnuði ræðir. Fyrsta fatalínan seldist eins og heitar lummur og verður ekki hægt að nálgast þær flíkur aftur og þeir félagar því væntanlega vongóðir með að lína númer tvö hljóti aðrar eins viðtökur. Tónlist Sturlu Atlas er hægt að nálgast ókeypis á vefnum og segir Logi Pedro vörurnar því að einhverju leyti vera hinn nýja geisladisk. „Fólk er bara að dánlóda músíkinni í tölvuna, símann eða hlusta í gegnum Spotify en það er enginn að fara að kaupa sér geisladisk og brenna hann inn á tölvuna. Það er bara frekar stjúpid. Í staðinn getur fólk keypt sér bol eða buff eða eitthvað.“ Tónlist Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Logi Pedro Stefánsson rær á ný mið í febrúar þegar hlaðvarpsþátturinn Up North fer í loftið en Logi verður stjórnandi þáttarins ásamt góðum gestum. Þátturinn mun fjalla um jaðartónlist og er hann gerður í samvinnu við tónlistarakademíuna Red Bull og tónlistarhátíðina Sónar Reykjavík sem hefst 18. febrúar næstkomandi og stendur til að hlaðvarpið fari í loftið 16. þess mánaðar. Íslenskir tónlistarmenn verða teknir tali í þættinum og verða gestastjórnendur þeir Sturla Atlas og Unnsteinn Manuel. „Við í Les Fréres Stefson höfðum áhuga á að byrja með útvarpsþátt. Svo spyrst það út og við fáum bara símtal frá Red Bull á Íslandi sem spyr hvort við viljum fá styrk frá þeim til að gera þetta. Þarna mættust tveir aðilar sem voru til í tuskið og úr varð yndislegt samband,“ segir Logi og skellir upp úr. Logi Pedro er með puttana í fjölda tónlistarverkefna og er einn meðlima hljómsveitarinnar Retro Stefson auk þess sem hann hefur stjórnað upptökum og útsett tónlist fyrir ýmsa tónlistarmenn, meðal annars söngkonuna Karó sem gaf út lagið Silhouette við góðar undirtektir í fyrra. „Hún er að spila á Sónar og ætlar að frumflytja fimm eða sex ný lög þar,“ segir Logi Pedro og bætir við að einnig sé hljómsveitin Young Karin, sem hann er í ásamt Karin Sveinsdóttur, og Sturla Atlas að taka upp nýtt efni. Sturla Atlas gaf í fyrra út sína fyrstu fatalínu og segir Logi Pedro stefnuna setta á að gefa fleiri vörur út undir nafni Sturlu Atlas. „Við erum að reyna að finna eitthvað skemmtilegt til að gefa út, við ætlum að gera season tvö og erum í viðræðum við mjög vinsæla fatahönnuði til þess að vinna með,“ segir hann en er þögull sem gröfin þegar hann er inntur eftir því um hvaða fatahönnuði ræðir. Fyrsta fatalínan seldist eins og heitar lummur og verður ekki hægt að nálgast þær flíkur aftur og þeir félagar því væntanlega vongóðir með að lína númer tvö hljóti aðrar eins viðtökur. Tónlist Sturlu Atlas er hægt að nálgast ókeypis á vefnum og segir Logi Pedro vörurnar því að einhverju leyti vera hinn nýja geisladisk. „Fólk er bara að dánlóda músíkinni í tölvuna, símann eða hlusta í gegnum Spotify en það er enginn að fara að kaupa sér geisladisk og brenna hann inn á tölvuna. Það er bara frekar stjúpid. Í staðinn getur fólk keypt sér bol eða buff eða eitthvað.“
Tónlist Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Sjá meira