Læknanemar gagnrýna LÍN-frumvarp Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 28. ágúst 2016 18:41 Félag læknanema fagnar frumvarpinu en telur það þó vera ófullkomið. vísir/vilhelm Félag læknanema setur alvarlegar athugasemdir við frumvarp um nýtt fyrirkomulag námslána. Í umsögn sinni um fruvarpið fagnar félagið því að verið sé að endurskoða núverandi námslánakerfi en setur varnagla á þrennt sem sérstaklega varðar hagsmuni læknanema. Í fyrsta lagi setur félagið athugasemd við að hámarkseiningafjöldi sem lánað sé fyrir lækki úr 480 ECTS einingum í 420. „Þýðir það að læknanemar sem stunda annað háskólanám í fleiri en fjórar annir áður en þeir komast inn í Læknadeild geta ekki tekið námslán allan námstímann sinn. Samkvæmt könnun sem Félag læknanema lagði fyrir læknanema sjá 7% læknanema fyrir sér að taka námslán lengur en 7 ár. Nýtt frumvarp mun því skerða möguleika um 7% læknanema til þess að stunda nám, “ segir í umsögninni. Þá gagnrýnir félagið einnig að námsstyrkur sé einungis veittur í níu mánuði á hverju skólaári, en námsárið í Læknadeild er lengar en í mörgum öðrum deildum Háskóla Íslands. Það getur verið allt frá 9,25 mánuðum upp í 9,75 mánuði. Félagið bendir á að taka verði tillit til að læknanemum gefist styttri tími til að vinna á sumrin og að námsstyrkurinn dreifist yfir lengra námstímabil. „Gert er ráð fyrir 65.000 kr mánaðarlegum styrk í frumvarpinu sem greiðist út þegar tilskildum námsframvindukröfum hefur verið náð. Sú upphæð væri lægri hjá læknanemum við Háskóla Íslands. Læknanemar fengju því ekki 100% framfærslu með nýju námslánakerfi eins og nemendur í öðrum námsleiðum.” Að lokum gerir félagið athugasemd við 17. Grein frumvarpsins þar sem stendur að námsmenn geti sótt um að fresta námslokum um allt að fimm á ref hann heldur áfram lánshæfu námi eftir að hann hættir að þiggja námslán. Endurgreiðsla námslána á með nýju kerfi að hefjast einu ári eftir námslokum. Telja læknar það grafalvarlegt ef um rædd grein verði að lögum þar sem sérnám í læknisfræði er ólánshæft nám. „Í núverandi kerfi geta læknar í formlegu sérnámi frestað námslokum þar til sérnámi er lokið og mótmælir Félag læknanema því ef breyting á að verða þar á. Félagið vísar einnig í umsögn Læknafélags Íslands, þar sem einnig er gerð athugasemd við 17. gr. frumvarpsins.” Umsögn félags læknanema má lesa í heild sinni hér. Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Félag læknanema setur alvarlegar athugasemdir við frumvarp um nýtt fyrirkomulag námslána. Í umsögn sinni um fruvarpið fagnar félagið því að verið sé að endurskoða núverandi námslánakerfi en setur varnagla á þrennt sem sérstaklega varðar hagsmuni læknanema. Í fyrsta lagi setur félagið athugasemd við að hámarkseiningafjöldi sem lánað sé fyrir lækki úr 480 ECTS einingum í 420. „Þýðir það að læknanemar sem stunda annað háskólanám í fleiri en fjórar annir áður en þeir komast inn í Læknadeild geta ekki tekið námslán allan námstímann sinn. Samkvæmt könnun sem Félag læknanema lagði fyrir læknanema sjá 7% læknanema fyrir sér að taka námslán lengur en 7 ár. Nýtt frumvarp mun því skerða möguleika um 7% læknanema til þess að stunda nám, “ segir í umsögninni. Þá gagnrýnir félagið einnig að námsstyrkur sé einungis veittur í níu mánuði á hverju skólaári, en námsárið í Læknadeild er lengar en í mörgum öðrum deildum Háskóla Íslands. Það getur verið allt frá 9,25 mánuðum upp í 9,75 mánuði. Félagið bendir á að taka verði tillit til að læknanemum gefist styttri tími til að vinna á sumrin og að námsstyrkurinn dreifist yfir lengra námstímabil. „Gert er ráð fyrir 65.000 kr mánaðarlegum styrk í frumvarpinu sem greiðist út þegar tilskildum námsframvindukröfum hefur verið náð. Sú upphæð væri lægri hjá læknanemum við Háskóla Íslands. Læknanemar fengju því ekki 100% framfærslu með nýju námslánakerfi eins og nemendur í öðrum námsleiðum.” Að lokum gerir félagið athugasemd við 17. Grein frumvarpsins þar sem stendur að námsmenn geti sótt um að fresta námslokum um allt að fimm á ref hann heldur áfram lánshæfu námi eftir að hann hættir að þiggja námslán. Endurgreiðsla námslána á með nýju kerfi að hefjast einu ári eftir námslokum. Telja læknar það grafalvarlegt ef um rædd grein verði að lögum þar sem sérnám í læknisfræði er ólánshæft nám. „Í núverandi kerfi geta læknar í formlegu sérnámi frestað námslokum þar til sérnámi er lokið og mótmælir Félag læknanema því ef breyting á að verða þar á. Félagið vísar einnig í umsögn Læknafélags Íslands, þar sem einnig er gerð athugasemd við 17. gr. frumvarpsins.” Umsögn félags læknanema má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira