Feðgar í gæsluvarðhaldi grunaðir um gríðarlega mikla ræktun í Kópavogi Snærós Sindradóttir skrifar 13. september 2016 06:15 Kannabisræktunin er ein sú stærsta sem fundist hefur síðastliðin ár. Árið 2009 lagði lögregla hald á þúsundir plantna og stöðvaði tugi verksmiðja. vísir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kom upp um gríðarlega umfangsmikla kannabisframleiðslu á Smiðjuvegi í Kópavogi um helgina. Sex voru handteknir í tengslum við aðgerðir lögreglu en þrír hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram til föstudags. Framleiðslan fór fram í iðnaðarhúsnæði. Um er að ræða eina umfangsmestu kannabisræktun sem lögregla hefur gert upptæka nokkru sinni. Lagt var hald á tæplega sex hundruð kannabisplöntur og tæp tíu kíló af fullunnu marijúana. Þetta staðfestir Runólfur Þórhallsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Runólfur segir gæsluvarðhaldsúrskurðinn undirstrika hversu stórt málið sé í augum lögreglunnar. Þeir sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald hafa ekki komið við sögu lögreglunnar áður í fíkniefnamálum og lítið komið við sögu hennar yfirleitt, að sögn Runólfs. Heimildir Fréttablaðsins herma að mennirnir þrír sem eru í haldi séu feðgar. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi í málinu, segist ekki gera ráð fyrir að gæsluvarðhaldsúrskurðurinn verði kærður til Hæstaréttar. „Nei, ég reikna ekki með því. Úrskurðurinn er bara það stuttur að gæsluvarðhaldið væri nánast liðið þegar Hæstiréttur tæki hann fyrir. Ég get ekki tjáð mig um efnisatriði málsins en get staðfest að minn umbjóðandi er í gæsluvarðhaldi til föstudags að hámarki.“ Uppfært 16.21 - Samkvæmt tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var einnig lagt hald á verulega fjármuni í þágu rannsóknarinnar en grunur leikur á að þeir séu tilkomnir vegna fíkniefnasölu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Handtók tuttugu manns sem seldu fíkniefni á samfélagsmiðlum Breytt landslag blasir við lögreglunni þar sem fíkniefnasala fer nú mikið til fram á netinu. 21. ágúst 2016 22:30 Fíkniefni og sterar fundust við húsleit Tveir handteknir í tengslum við fíkniefnabrot fyrr í vikunni. 12. ágúst 2016 13:59 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kom upp um gríðarlega umfangsmikla kannabisframleiðslu á Smiðjuvegi í Kópavogi um helgina. Sex voru handteknir í tengslum við aðgerðir lögreglu en þrír hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram til föstudags. Framleiðslan fór fram í iðnaðarhúsnæði. Um er að ræða eina umfangsmestu kannabisræktun sem lögregla hefur gert upptæka nokkru sinni. Lagt var hald á tæplega sex hundruð kannabisplöntur og tæp tíu kíló af fullunnu marijúana. Þetta staðfestir Runólfur Þórhallsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Runólfur segir gæsluvarðhaldsúrskurðinn undirstrika hversu stórt málið sé í augum lögreglunnar. Þeir sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald hafa ekki komið við sögu lögreglunnar áður í fíkniefnamálum og lítið komið við sögu hennar yfirleitt, að sögn Runólfs. Heimildir Fréttablaðsins herma að mennirnir þrír sem eru í haldi séu feðgar. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi í málinu, segist ekki gera ráð fyrir að gæsluvarðhaldsúrskurðurinn verði kærður til Hæstaréttar. „Nei, ég reikna ekki með því. Úrskurðurinn er bara það stuttur að gæsluvarðhaldið væri nánast liðið þegar Hæstiréttur tæki hann fyrir. Ég get ekki tjáð mig um efnisatriði málsins en get staðfest að minn umbjóðandi er í gæsluvarðhaldi til föstudags að hámarki.“ Uppfært 16.21 - Samkvæmt tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var einnig lagt hald á verulega fjármuni í þágu rannsóknarinnar en grunur leikur á að þeir séu tilkomnir vegna fíkniefnasölu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Handtók tuttugu manns sem seldu fíkniefni á samfélagsmiðlum Breytt landslag blasir við lögreglunni þar sem fíkniefnasala fer nú mikið til fram á netinu. 21. ágúst 2016 22:30 Fíkniefni og sterar fundust við húsleit Tveir handteknir í tengslum við fíkniefnabrot fyrr í vikunni. 12. ágúst 2016 13:59 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira
Handtók tuttugu manns sem seldu fíkniefni á samfélagsmiðlum Breytt landslag blasir við lögreglunni þar sem fíkniefnasala fer nú mikið til fram á netinu. 21. ágúst 2016 22:30
Fíkniefni og sterar fundust við húsleit Tveir handteknir í tengslum við fíkniefnabrot fyrr í vikunni. 12. ágúst 2016 13:59