Innlent

Fíkniefni og sterar fundust við húsleit

Birta Svavarsdóttir skrifar
Lögreglan á Suðurnesjum lagði hald á kannabisefni og stera.
Lögreglan á Suðurnesjum lagði hald á kannabisefni og stera. Vísir/Pjetur
Lagt var hald á kannabisefni og nokkurt magn stera í kjölfar húsleitar sem gerð var á heimili tveggja einstaklinga fyrr í vikunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum í dag. Báðir aðilar sem um ræðir voru handteknir, og höfðu þeir umtalsverðar fjárhæðir í fórum sínum. Báðir aðilar viðurkenndu sölu fíkniefna við skýrslutöku hjá lögreglu.

Þá reyndist farþegi í bifreið sem lögregla stöðvaði við hefðbundið eftirlit vera með kannabis í fórum sínum, sem hann framvísaði.

Lögreglan vill minna á fíkniefnasímann 800-5005, en í hann má hringja til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál.


Tengdar fréttir

Ók á 139 kílómetra hraða

Töluvert hefur verið um umferðarbrot hjá lögreglunni á Suðurnesjum undanfarin misseri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×