Lífið

Bieber flaug beint frá Íslandi í sólina á Ibiza

Stefán Árni Pálsson skrifar
Justin Bieber er farinn. Myndin vinstra megin er af honum í Bláa Lóninu með genginu. Hægra megin má sjá myndir af honum á Ibiza.
Justin Bieber er farinn. Myndin vinstra megin er af honum í Bláa Lóninu með genginu. Hægra megin má sjá myndir af honum á Ibiza. vísir
Kanadíska poppstjarnan Justin Bieber er farinn af landi brott og var hann staddur á Ibiza í gær. Hann heldur tónleika í Berlín á morgun og heldur Evróputúrinn hans áfram í Þýskalandi.

Bieber hélt tvenna tónleika í Kórnum í Kópavogi á fimmtudaginn og föstudaginn og fóru yfir 35 þúsund manns á tónleikana hér á landi.

Justin Bieber dvaldi á Suðurlandinu á meðan hann var hér á landi en hann lenti á einkaþotu á Reykjavíkurflugvelli á miðvikudaginn síðastliðin. Tónlistarmaðurinn fór meðal annars í Bláa Lónið og drakk þar bláan Gatorade.

Myndir náðust af Justin Bieber á Ibiza í gær og er það því orðið ljóst að hann er farinn af landinu.

j.rabon: After Hours at #bluelagoon w/ #justinbieber #iceland

A photo posted by Justin Bieber Crew (@jbcrewdotcom) on


Tengdar fréttir

Tónleikahaldarinn um meintan svikasöng Bieber: „Það er bara á milli hans og aðdáendanna hvað hann gerir á sviðinu“

Ísleifur B. Þórhallsson tónleikahaldari hjá Senu segir tónleika Justin Bieber hér á landi hafa tekist gríðarlega vel. Hann segir tónleikana hafa hent fjölmörgum boltum í loftið varðandi komu fleiri stórstjarna hingað til lands enda hafi Kórinn enn og aftur sannað sig sem góður staður til að halda tónleika af þessari stærðargráðu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×