Fjölskylda handtekin vegna umfangsmikillar kannabisræktunar í Kópavogi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. september 2016 20:45 Mynd úr safni. vísir/valli Alls voru sex manns handteknir í aðgerðum lögreglu í tengslum við eina umfangsmestu kannabisræktun hér á landi á laugardag. Þar af eru hjón á sextugsaldri og tveir synir mannsins á fertugsaldri. Feðgarnir þrír hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald en konunni hefur verið sleppt úr haldi. Runólfur Þórhallsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki hafi verið talin ástæða til þess að fara fram á gæsluvarðhald yfir konunni, líkt og feðgunum. Hann vildi ekki tjá sig um hvernig konan tengist málinu.Húsleit gerð víða um borgina Umrædd kannabisræktun var í iðnaðarhúsnæði við Smiðjuveg í Kópavogi, og kom lögregla upp um hana á laugardag. Aðgerðir lögreglu voru umfangsmiklar, er ræktunin ein sú stærsta sem lögregla hefur gert upptæka nokkru sinni. Lögregla fór í húsleit víða um borgina í kjölfarið, samkvæmt heimildum fréttastofu, og var hald lagt á verulegar fjárhæðir sem taldar eru tilkomnar vegna fíkniefnasölu. Runólfur segist ekki geta tjáð sig um upphæðina en aðspurður segir hann að ekki sé um meira en tíu milljónir króna að ræða.Um 600 plöntur í húsinu Á sjötta hundrað kannabisplöntur á lokastigi ræktunar fundust í húsinu. Þá fannst mikið magn af tilbúnu maríjúana og niðurklipptum laufum. Að sögn lögreglu var ræktunin mjög fullkomin og búnaðurinn eftir því, en það tók hóp lögreglumanna margar klukkustundir að taka ræktunina niður. Mennirnir þrír verða í gæsluvarðhaldi til föstudagsins 16. september næstkomandi. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvort þeir neiti sök í málinu. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi eins sakbornings í málinu, karlmanns á fertugsaldri, segir hann ekki ætla að kæra gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Hæstaréttar. Runólfur segir rannsókn málsins miða vel. Nú sé unnið að því að afla gagna og undirbúa yfirheyrslur. Tengdar fréttir Feðgar í gæsluvarðhaldi grunaðir um gríðarlega mikla ræktun í Kópavogi Lögreglan lagði hald á tæplega sex hundruð plöntur og tíu kíló af maríjúana eftir að hún komst á snoðir um umfangsmikla kannabisrækt fyrir helgi. Þrír menn, feðgar, sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 13. september 2016 06:15 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Alls voru sex manns handteknir í aðgerðum lögreglu í tengslum við eina umfangsmestu kannabisræktun hér á landi á laugardag. Þar af eru hjón á sextugsaldri og tveir synir mannsins á fertugsaldri. Feðgarnir þrír hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald en konunni hefur verið sleppt úr haldi. Runólfur Þórhallsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki hafi verið talin ástæða til þess að fara fram á gæsluvarðhald yfir konunni, líkt og feðgunum. Hann vildi ekki tjá sig um hvernig konan tengist málinu.Húsleit gerð víða um borgina Umrædd kannabisræktun var í iðnaðarhúsnæði við Smiðjuveg í Kópavogi, og kom lögregla upp um hana á laugardag. Aðgerðir lögreglu voru umfangsmiklar, er ræktunin ein sú stærsta sem lögregla hefur gert upptæka nokkru sinni. Lögregla fór í húsleit víða um borgina í kjölfarið, samkvæmt heimildum fréttastofu, og var hald lagt á verulegar fjárhæðir sem taldar eru tilkomnar vegna fíkniefnasölu. Runólfur segist ekki geta tjáð sig um upphæðina en aðspurður segir hann að ekki sé um meira en tíu milljónir króna að ræða.Um 600 plöntur í húsinu Á sjötta hundrað kannabisplöntur á lokastigi ræktunar fundust í húsinu. Þá fannst mikið magn af tilbúnu maríjúana og niðurklipptum laufum. Að sögn lögreglu var ræktunin mjög fullkomin og búnaðurinn eftir því, en það tók hóp lögreglumanna margar klukkustundir að taka ræktunina niður. Mennirnir þrír verða í gæsluvarðhaldi til föstudagsins 16. september næstkomandi. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvort þeir neiti sök í málinu. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi eins sakbornings í málinu, karlmanns á fertugsaldri, segir hann ekki ætla að kæra gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Hæstaréttar. Runólfur segir rannsókn málsins miða vel. Nú sé unnið að því að afla gagna og undirbúa yfirheyrslur.
Tengdar fréttir Feðgar í gæsluvarðhaldi grunaðir um gríðarlega mikla ræktun í Kópavogi Lögreglan lagði hald á tæplega sex hundruð plöntur og tíu kíló af maríjúana eftir að hún komst á snoðir um umfangsmikla kannabisrækt fyrir helgi. Þrír menn, feðgar, sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 13. september 2016 06:15 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Feðgar í gæsluvarðhaldi grunaðir um gríðarlega mikla ræktun í Kópavogi Lögreglan lagði hald á tæplega sex hundruð plöntur og tíu kíló af maríjúana eftir að hún komst á snoðir um umfangsmikla kannabisrækt fyrir helgi. Þrír menn, feðgar, sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 13. september 2016 06:15