Fjölskylda handtekin vegna umfangsmikillar kannabisræktunar í Kópavogi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. september 2016 20:45 Mynd úr safni. vísir/valli Alls voru sex manns handteknir í aðgerðum lögreglu í tengslum við eina umfangsmestu kannabisræktun hér á landi á laugardag. Þar af eru hjón á sextugsaldri og tveir synir mannsins á fertugsaldri. Feðgarnir þrír hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald en konunni hefur verið sleppt úr haldi. Runólfur Þórhallsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki hafi verið talin ástæða til þess að fara fram á gæsluvarðhald yfir konunni, líkt og feðgunum. Hann vildi ekki tjá sig um hvernig konan tengist málinu.Húsleit gerð víða um borgina Umrædd kannabisræktun var í iðnaðarhúsnæði við Smiðjuveg í Kópavogi, og kom lögregla upp um hana á laugardag. Aðgerðir lögreglu voru umfangsmiklar, er ræktunin ein sú stærsta sem lögregla hefur gert upptæka nokkru sinni. Lögregla fór í húsleit víða um borgina í kjölfarið, samkvæmt heimildum fréttastofu, og var hald lagt á verulegar fjárhæðir sem taldar eru tilkomnar vegna fíkniefnasölu. Runólfur segist ekki geta tjáð sig um upphæðina en aðspurður segir hann að ekki sé um meira en tíu milljónir króna að ræða.Um 600 plöntur í húsinu Á sjötta hundrað kannabisplöntur á lokastigi ræktunar fundust í húsinu. Þá fannst mikið magn af tilbúnu maríjúana og niðurklipptum laufum. Að sögn lögreglu var ræktunin mjög fullkomin og búnaðurinn eftir því, en það tók hóp lögreglumanna margar klukkustundir að taka ræktunina niður. Mennirnir þrír verða í gæsluvarðhaldi til föstudagsins 16. september næstkomandi. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvort þeir neiti sök í málinu. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi eins sakbornings í málinu, karlmanns á fertugsaldri, segir hann ekki ætla að kæra gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Hæstaréttar. Runólfur segir rannsókn málsins miða vel. Nú sé unnið að því að afla gagna og undirbúa yfirheyrslur. Tengdar fréttir Feðgar í gæsluvarðhaldi grunaðir um gríðarlega mikla ræktun í Kópavogi Lögreglan lagði hald á tæplega sex hundruð plöntur og tíu kíló af maríjúana eftir að hún komst á snoðir um umfangsmikla kannabisrækt fyrir helgi. Þrír menn, feðgar, sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 13. september 2016 06:15 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Sjá meira
Alls voru sex manns handteknir í aðgerðum lögreglu í tengslum við eina umfangsmestu kannabisræktun hér á landi á laugardag. Þar af eru hjón á sextugsaldri og tveir synir mannsins á fertugsaldri. Feðgarnir þrír hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald en konunni hefur verið sleppt úr haldi. Runólfur Þórhallsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki hafi verið talin ástæða til þess að fara fram á gæsluvarðhald yfir konunni, líkt og feðgunum. Hann vildi ekki tjá sig um hvernig konan tengist málinu.Húsleit gerð víða um borgina Umrædd kannabisræktun var í iðnaðarhúsnæði við Smiðjuveg í Kópavogi, og kom lögregla upp um hana á laugardag. Aðgerðir lögreglu voru umfangsmiklar, er ræktunin ein sú stærsta sem lögregla hefur gert upptæka nokkru sinni. Lögregla fór í húsleit víða um borgina í kjölfarið, samkvæmt heimildum fréttastofu, og var hald lagt á verulegar fjárhæðir sem taldar eru tilkomnar vegna fíkniefnasölu. Runólfur segist ekki geta tjáð sig um upphæðina en aðspurður segir hann að ekki sé um meira en tíu milljónir króna að ræða.Um 600 plöntur í húsinu Á sjötta hundrað kannabisplöntur á lokastigi ræktunar fundust í húsinu. Þá fannst mikið magn af tilbúnu maríjúana og niðurklipptum laufum. Að sögn lögreglu var ræktunin mjög fullkomin og búnaðurinn eftir því, en það tók hóp lögreglumanna margar klukkustundir að taka ræktunina niður. Mennirnir þrír verða í gæsluvarðhaldi til föstudagsins 16. september næstkomandi. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvort þeir neiti sök í málinu. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi eins sakbornings í málinu, karlmanns á fertugsaldri, segir hann ekki ætla að kæra gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Hæstaréttar. Runólfur segir rannsókn málsins miða vel. Nú sé unnið að því að afla gagna og undirbúa yfirheyrslur.
Tengdar fréttir Feðgar í gæsluvarðhaldi grunaðir um gríðarlega mikla ræktun í Kópavogi Lögreglan lagði hald á tæplega sex hundruð plöntur og tíu kíló af maríjúana eftir að hún komst á snoðir um umfangsmikla kannabisrækt fyrir helgi. Þrír menn, feðgar, sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 13. september 2016 06:15 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Sjá meira
Feðgar í gæsluvarðhaldi grunaðir um gríðarlega mikla ræktun í Kópavogi Lögreglan lagði hald á tæplega sex hundruð plöntur og tíu kíló af maríjúana eftir að hún komst á snoðir um umfangsmikla kannabisrækt fyrir helgi. Þrír menn, feðgar, sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 13. september 2016 06:15